Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 20
180 Heima er bezt Nr. 6 sem þjáðust mjög af hugsýki og skorti, og fullvissaði konurnar um, að brátt myndi hið nýja land rísa úr hafi. Kvað hún góðar ver- ur hafa komið til sín í draumi og sagt sér það. Konurnar trúðu ekki á þetta, sögðu þó, að forspá hennar yrði að rætast skjótt, ef þær ættu að komast lifandi til nýja lands- ins. Þórólfur ráðfærði sig við hina elztu og reyndustu af mönnum sínum um, hvað gera skyldi til þess að mýkja reiði goðanna. Allir sáu, að goðin hlutu að vera þeim reið, án þess að ástæðan til goðagremi væri þeim ljós. Loks urðu þeir ásáttir um að blóta — blóta Þór — því að Þór- ólfur tignaði Þór mjög, enda var hann heitinn í höfuðið á þessu goði. Gömlu mennirnir sögðu margar sögur af blótum í haf- villum, sem höfðu gefist vel, en alvara þurfti ætíð að fylgja máli. Nú lét Þórólfur sækja uxa einn mikinn er hann átti, hjó höfuð af honum, slátraði honum og lét A blóð og innýfli utanborðs. Blótið fór fram á sama hátt og í hofinu,' og veizla var gerð af kjöti ux- ans á eftir. Léttust menn þá í skapi og tóku að vona hið bezta. Geirríður var ekki viðstödd blótið og heldur ekki í veizlunni, er fylgdi á eftir. Nú fann hún til viðbjóðs í sambandi við þessa helgu venju feðranna. í stað þess að blóta, gekk hún til fund- ar við Murgail og báðu þær Hvíta Krist um líkn í þraut, og föður hans, skapara jarðar og alls sem lifir. Við þetta tækifæri gerði Geirríður heit. Ef hún næði landi, ásamt öllum sem á skipinu voru, hét hún því, að vigja líf sitt því háleita takmarki, að gera öðrum gott. Og hún lét ekki standa við orðin tóm. Hún gaf Murgail frelsi sitt, svo að hún gæti verið sjálfráð um, hvað hún gerði er hún kæmi til íslands, vera þar eða hverfa heim til Erin aftur. Hvort sem blótið eða bænir þeirra Geirríðar og Murgail ork- uðu þar nokkru um, þá brá svo við, að þokunni létti að kvöldi sama dags, og góður byr rann á. Þessi breyting á veðrinu olli breytingu á mönnunum. Nú urðu allir glaðir aftur, og Þórólfur fór þegar að ráðgera næstu víking með mönnum sínum. Þeir voru sannfærðir um, að Þór hefðl blíðkast við fórnina og létt reiði sinni af þeim. Eftir nokkra daga sáust íslands jöklar rísa úr hafi. IV. Þórólfur stýrði að landi, þar sem stytzt var, til þess að fá vatn og vistir og afla upplýsinga um, hvar hann væri staddur við ís- land. Fékk hann þær upplýsing- ar, að þeir væru komnir að Aust- fjörðum. Þá er hann hafði látið menn sína hvíla, lét hann aftur í haf, en sigldi nú meðfram ströndinni. Ættingjar bjuggu á vesturströnd landsins. Þá er fregnaðist um skipkom- una í héraði því, er bróðir Geir- ríðar átti heima, á Breiðafirði, reið hann þegar til skips og fagn- aði vel systur sinni og syni henn- ar. Bauð hann henni að taka veturvist hjá sér með svo marga menn, sem hún vildi, en nú var mjög liðið á sumar og eigi tími til að byggja bæ. Þórólfi líkaði það illa, en hér var um ekkert að sakast. Sjóferðin hafði orðið lengri en hann hafði búizt við. Það var fjör og gleði hjá bróð- ur Geirríðar um veturinn. Veizl- ur, margar og stórar, voru haldn- ar, og menn skemmtu sér vel við mjaðardrykkju og leika. En sól- hvarfahátíðin var þó bezt af öll- um veizlunum. Þangað komu flestir gildir menn úr héraðinu, einnig fátækir, því að húsbónd- inn vildi öllum vel gera. En allt fór vel fram og ofstopalaust, enda þótt allsvæsnar orðahnipp- ingar ættu sér stað milli manna, og hnútukast yfir langeldana. Murgail féll vistin vel, eða öllu betur, en hún hafði búizt við. Skoðun hennar á víkingunum hafði gerbreytzt. Áður höfðu þeir staðið henni fyrir hugskotssjón- um sem villimenn eða jafnvel dýr. En nú komst hún að raun um, að þeir voru menn, eins og landar hennar, þó að hinir nor- rænu væru öllu ofstopafyllri. Hún hélt sig í fjarlægð frá blótveizlunni og lagði enga dul

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.