Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 4
164 Heima er bezt Nr. 6 og á undanhaldinu datt hællinn undan öðrum nýja skónum mín- um, sem eftir það var mjög illa fallinn til að ganga á honum. Loks áðum við í áfangastað, en svo seint, að við urðum að vekja upp, en sem mér hefur ætíð fall- ið svo illa að gera, að ég hefi sneytt hjá því í lengstu lög, enda sjaldan hent nema í þessari ferð. Eftir allmikið umstang, var kom- ið til dyra og okkur veitt gisting, enda mun Stefán hafa verið bú- inn að panta hana, ef á þyrfti að halda. Á bænum var framhús úr timbri, en farið að hrörna. Pappi var t. d. víða rifinn af þaki, margar rúður brotnar í gluggum sém ýmist var neglt fyrir eða troðið upp í og þil ómáluð. Gestastofa var í öðrum enda hússins, en alllangan tíma tók áður en bærinn var opnaður, að rýma til í henni, því hún mun hafa verið hálf full af ullarpok- um, sem verið var að útbúa til kaupstaðarflutnings. Gistum við svo í góðu yfirlæti. Morguninn eftir fórum við timanlega af stað og ætluðum okkur gistingu að Fremri-Kotum í Norðurárdal, sem teljast mátti viðunandi dagleið. Vorið hafði verið hlýtt og gott til þessa og vegir því þurrir og gott að ganga, en hins vegar voru ár nokkuð djúpar og nístings kaldar. Við reyndum því á nokkrum bæjum að fá lánaða hesta yfir Öxna- dalsá, en þess var enginn kostur, því ekki var til nema einn eða mest tveir hestar á bæ og bónd- inn með hann í vegavinnu frammi á heiði. Við urðum því að lokum að vaða ána, enda var það vel sækjandi. Meiri hluti bæjanna í dalnum voru mjög illa hýstir og það svo, að mörg bæjarhúsanna voru lakari útlits en megin þorri peningshúsa 1 þeim sveitum er ég hafði áður séð eða siðan og hélst það á- stand árum saman, enda mun fátækt hafa verið þar mikil, ræktað land mjög af skornum skammti ,ræktunarskilyrði slæm með þeirra tíma tækjum og þekkingu og engjar sáust mér engar við marga bæi, svo að varla var von hárra halla eða annarra nýtízku mannvirkja. Okkur fannst dalurinn nokk- uð sporadrjúgur og einnig Öxna- dalsheiðin, svo að þegar við eygðum fyrirhugaðan nætur- stað, Fremri-Kot, urðum við fegnir og hugðum gott til hvlíd- arinnar og þá einnig næringar, sem við vorum að verða þurf- andi fyrir. En slæmur þröskuld- ur var þó enn á milli okkar og bæjar, Norðuráin, sem var nærri mittisdjúp á kafla og svo níst- ingsköld að maður steindofnaði og logsveið í kroppinn. Þurfti þó nokkra hörku til að leggja í hana berfættur og brókarlaus, en um annað var ekki að ræða, enda dró tilhlökkun um góðan beina hinumegin árinnar nokkuð úr þrautunum. Þegar að Kotum kom, var far- ið að nálgast háttatíma, en beiðni okkar um gistingu var fljótsvarað neitandi, því þar væru fyrir jarðabótamenn, en bæjarhús smávaxin. Hvaða jarðabætur hafa svo legið eftir þessa menn, veit ég ekki og sá þess engin merki síð- ar. Jæja, þá var nú samt ekki annar vandinn, en að fara til næsta bæjar, Ytri-Kota, því þar var þó talin vís gisting, en ör- stutt á milli bæjanna. Þegar þangað kom, var bær lokaður og árangurslaust að knýja dyr. Var því ekki um annað að gera, en guða á glugga að gömlum sið og kom það í minn hlut. Fljótlega var tekið undir og bar ég upp erindið, en heyrði ekki svarið, sem ég taldi víst að vera mundi jákvætt, svo við settumst rólegir fyrir dyrum og biðum þess að okkur yrði hleypt inn. En þegar það dróst lengur en okkur þótti hófi gegna, tók ég að knýja dyra að nýju. og kannske fremur harkalega þegar enn dróst að gengið væri til þeirra, enda varð árangurinn sá að kona all fas- mikil opnaði litla rifu og sagði að búið væri að tilkynna okkur að gisting væri ekki til reiðu og bjóst þar með til að skella í lás. Mér varð hálf hverft við og varð það fyrir að stinga fæti á milli stafs og hurðar, því augljóslega átti samtalinu að vera lokið af hálfu heimamanna. Ástæðu fyr- ir úthýsingu fengum við ekki að vita þó spurt væri um, enda átt- um þess engan rétt, en við spurningu um næsta líklegan næturstað, var okkur bent ská- hallt yfir ána, á kofagarma er þar stóðu og lauk þar með sam- talinu. Sannast að segja fýsti okkur minnst af öllu, að leggja öðru sinni í Norðurá, enda sýndist hún þarna öllu óárennilegri í einum streng, en áður höfðum við vaðið hana á eyrum í tveim til þrem kvíslum. Næsta úrræði var því að rölta inn að Silfra- stöðum (Silfrúnarstöðum?), sem er alllöng bæjarleið þreyttum og sárfættum. Einhvers staðar á leiðinni hittum við hrossahóp og gerðumst svo djarfir að hnýta upp í tvö sem við náðum og setjast á bak, en innan skamms urðum við enn þreyttari að sitja á þeim berbökuðum, en að ganga, enda fannst okkur sem þau væru illa tamin og mjög ófús á að fara frá hinu stóðinu, og gáfum þeim því bráðlega lausn. Að lokum náðum við Silfra- stöðum klukkan að ganga 3 um nóttina og áttum ekki annars kost, en að vekja upp, þó leitt væri. Að vísu fengum við ámæli nokkur fyrir það tiltæki, hjá kvenmanni sem til dyra kom, en gisting var strax heimil og fyr- irgefning þessarar syndar, eftir að málavextir höfðu verið sagð- ir. Einhverja hressingu fengum við, enda í þörf fyrir hana. Allþrekaðir vorum við orðnir og sárfættir, einkum þó Stefán, sem búinn var að fá blásvartar blöðrur á báða hæla og sumar tær og höfðu þeir dönsku gefist miður vel, svo að hann var orð- inn illa gangfær. Hins vegar hafði ég gengið mest á leikfimis- skónum, eftir hælmissinn af hin- um og þeir gefist mjög vel. Það varð því ráð Stefáns, áð- ur en lagt var upp aftur, að láta þá dönsku fjúka í hrossakaup- um fyrir heljarmikla og víða kýrleðurskó, sem hvergi þrengdu að hans aumu fótum. Morguninn eftir kom bóndi að máli við okkur og spurði um ferðaáætlunina og hvort við værum nestaðir, en sem við kváðum lítið fara fyrir. Fengum við svo mat. Við fórum þess á leit við bónda að fá lánaða hesta yfir Norðurá, þvi við þótt- umst sjá hilla undir kláfferju á

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.