Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 5
Nr. 6 Heima er bezt 165 r í; VIÐ I.AMBARÉTTARNEF. I síðasta hefti HEIMA er BEZT birtist mynd af hrísflutningi, og farið var þar nokkr- um orðum um ■skágarhögg hér á landi fyrr og síðar. Hérna kemur önnur mynd frá svip- uðum slóðum. Staður þessi heitir Lambaréttarnef og er skammt fyrir neðan Haga í Gnúp- verjahreppi í Arnessýslu. Sér yfir Þjórsá. — Ljósm.: Jón Jónsson. Héraðsvötnunum þeim megin, en ætlunin var að komast yfir að Nautabúi, því þar bjó bóndi sem ég þekkti ögn, og hugðumst við fá hann eða annan með hans fulltingi til að flytja okkur á hestum suður yfir Blöndukvísl- ar. Ekki var þess neinn kostur að fá flutning yfir Norðurána, en bent á þá leið að fá flutning yfir Vötnin neðar í Blönduhlíð- inni. Við röltum því af stað og svo heppilega vildi til, að bróðir húsfreyjunnar í Bólu var að koma á hestum vestan yfir Vötnin, frá því að fylgja ein- hverjum þar vestur yfir og varð hann samstundis við bón okkar um flutning. Sú ferð gekk vel og náðum við brátt að Nautabúi, þar sem okkur var vel tekið, en ekki gat bóndi sett undir okkur hesta suður á öræfin né fengið aðra til þess, þó hann riði til nokkurra næstu bæja í leit að fylgdarmanni. Við urðum því að leggja skottin á milli fótanna, tölta niður að Víðimýri og halda okkur við þjóðveginn að sinni. Þar gistum við í góðu yfirlæti hjá skólabróður og nemanda, en gengum síðan á Vatnsskarð morguninn eftir. Illt þótti okkur að gefast upp við einhverja fáfarnari og styttri leið en þjóðveginn, enda tími orðinn naumur að ná suður fyrir 17. júní, en að sjálfsögðu var það takmarkið, svo næsta ákvörðun var að fara suður um Gríms- tunguheiði.um Kaldadal og Þing- völl. Fórum við því yfir Svartá og vorum reiddir yfir Blöndu hjá Finnstungu á stórgrýttu og alldjúpu vaði. Gengum við svo inn í Svínadalsbotn og gistum að Hrafnabjörgum. Þaðan næsta dag inn í Vatnsdalsbotn um Þórormstungu að Haukagili. Þann dag, - 1. júní - var hitasól- skin og í heitara lagi að ganga, svo að við réðum af að slæpast um hádaginn og leggja á heiðina undir kvöldið, og fengum hesta yfir straumharða og grýtta smáá, sem er í leiðinni upp á heiðina. Gengum við svo um nóttina og komum að Arnarvatni með morgninum og hugðumst sofa þar yfir hádaginn í kofa, er þar var, en sem reyndist fúll og óvistlegur. Grímstunguheiði er langur fjallvegur (um 24 klt. gangur, minnir mig), að mestu gróðurlitlir melar og tjarnir norðan til, en betur gróin sunn- ar á þeim slóðum sem við fórum. Vörðutyppi vísuðu leið, svo auð- velt er að rata í snjólausu. Þeg- ar til Arnarvatns kom, fórum við að hugsa til veiða í matinn, því malir voru léttir. Stefán skyldi veiða silung á stöngina, en ég skjóta fugla. Veiðinni lyktaði þannig, að Stefán fékk einn silung en ég engan fugl- inn, enda sá ekki aðra en tvenn álftahjón og 2 himbrima (brúsa), sem ég að vísu sendi nokkrar kúlur, en á það löngu færi, að þeim veitti auðvelt að stinga sér í tæka tíð, enda skot- fimi með skammbyssunni ekki afbrigða mikil. Við urðum því að láta duga þenna eina fisk með því brauði sem til var, sem við að sjálfsögðu blessuðum og urðum dável mettir að því sinni, enda ekki nema tveir, þar sem hvorki útilegumenn né aðrir ferðalangar urðu á vegi okkar. Með kvöldinu hófum við svo göngu að nýju og komum niður að efsta bæ í Hvítársíðu, Fljóts- tungu, um fótaferðatíma. Þar bjó kona, sem ég kunni deili á, og var okkur svöngum og svefn- litlum tekið með ágætum. Við höfðum ætlað okkur að koma við í Surtshelli um morguninn, en bæði var tíminn að verða naum- ur og svo treystum við okkur illa að vaða Norðlingafljót, sem var nokkuð vatnsmikið og felldum því niður þann lið á dagskránni, en hugsuðum til að líta á Víð- gelmi, sem er talinn álíka stór og Surtshellir, eða vel það. Eftir góðan dúr og máltíð var farið að hugsa til ferðar suður á Kaldadalinn, en fengum þá frétt, að skip væri væntanlegt til Borgarness, sem færi aftur til Reykjavíkur um hæl og með því að við máttum raunar engan tíma missa, snérum við áætlun í það, að sleppa Víðgelmi og Kaldadal en reyna að ná skip- inu í Borgarnesi og tókum að stika niður Hvítársíðuna. Þótti okkur víða fagurt um að litast á þessari leið og reisulegar bygg- ingar svo af bar, í þeim sveitum er ég þekkti, enda stakk allmjög í stúf við Öxnadalinn sérstak- lega. Á einum bæ ofarlega í Síð- unni, gekk mjög stórvaxin kona í veg fyrir okkur (þó ekki tröll- kona) og bauð okkur heim til að þiggja hressingu, sem við þág- um fúslega. Er það annar stað-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.