Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 7
Nr. 6 167 Heima er bezt Sveinbjörn Benteinsson: 1. Þér að senda botnlaust bréf mér byrjar eigi, lötra ég um ljóðavegi á Lafrans heitins messudegi. 2. Hver var þessi kynjakarl, ég kannast ekki glöggt við manninn, þó ég þekki þjóðir víða heims um bekki. 3. Annar Lafrans einatt var með anda hressum, átti hlut að Hólamessum. Hér skal nokkuð sagt af þessum. 4. Ögn mig rámar í að hann væri afarfróður og að þéssi bókabjóður borðaði mikið sálarfóður. 5. Bar hann sína biskupskápu á báðum herðum, fussandi yfir fúlum gerðum fólks hjá grúa lítilsverðum. 6. Það var hann sem bjó til barn á brekadögum, það var austur í Þrændalögum; því varð ekki sleppt úr sögum. 7. Hann var sá er séra Einar sögufrægði, svo það yfir aldir nægði, allan skugga burtu fægði. 8. Hleyp ég nú frá einu í annað, eins og stundum er við saman bragi bundum og býsna marga skemmtun fundum. 9. Samhengið er seigt og fast í sumra Ijóðum; sjálfur er ég á söngvaslóðum sem á nálum eða glóðum. 10. Óstjórn gerir meira mein en margur hyggur; völvan mörg í landi liggur —. Lestu þetta og vertu hryggur. 11. Hver sem ekki velkjast vill í veðragrandi, þiggur hlut á þurru landi, það er orðinn hægur vandi. 12. Margur lifir maður nú á maurum stolnum; eins og bungan upp af hvolnum ýstran stendur fram af bolnum. 13. Ort hef ég um ýmsa hluti uppi og niðri: tvfætt dýr í flík eða fiðri; furðuverkin nyrðri og syðri. 14. Ort hef ég um frost og fönn og fegurð blóma, hégómann og helga dóma, hraklega smán og mesta sóma. 15. Einkanlega orti ég þó um ungu fljóðin. Ber ég sprek á hyggju hlóðin, heit svo brenni ástarglóðin. 16. Kátur skal ég kveða meðan kvistir vinnast. Þá er líka mál að minnast margs, er gaman var að kynnast: 17. Ennþá man ég ljósan lokk í léttum vindi; þegar flestallt lék í lyndi lífið sýndist fullt af yndi. 3 8. Seinna, þegar húmdökkt hárið hugann tældi alla sorg ég frá mér fældi; fögrum kroppi mjög ég hældi. 19. Ráðnum huga renni ég nú til rauðra lokka; hún er ung, með yndisþokka —; oft hef ég lofað verri skrokka. Sveinbjörn Benteinsson girðingu er var á leiðinni, í stað þess að krækja í hlið, sem varð til þess, að ég reif buxurn- ar á slæmum stað og varð að halda saman rifunni, svo minna bæri á og því ekki sem upplits- djarfastur þegar heim kom, enda var það fyrsta verk mitt inni að rympa saman buxurnar. Við það gleymdi ég tímanum um stund, en hinir liðu sárar kvalir af ó- þreyju eftir matnum, sem nokk- ur bið varð á að kæmi. Loksins kom svo maturinn á mörgum smáum diskum, sem raðað var á stórt borð, eftir öllum kúnst- arinnar reglum og var borðið hið glæsilegasta yfir að líta, enda heimasætan nýkomin úr hús- stjórnarskóla. Bauð hún okkur að gjöra svo vel og gekk síðan fram. En ég efast mjög um, að hún hafi verið komin alla leið til búrs, því húsið var stórt, þeg- ar hver einasti diskur var ger- samlega hroðinn og stóðu ílöng- unartár eftir meiru, í augum okkar, því þetta lítilræði gerði varla meira en að æra sultinn, eins og stundum er komist að orði. Nú leið góð stund, sem okkur fannst mjög löng, þar til ung- frúin kom aftur og held ég að hún hafi verið nær hnigin nið- ur af undrun og örvæntingu, þegar henni varð litið á auðn- ina. Það fyrsta sem við heyrð- um henni verða að orði, var fyr- irbæn og síðan: „Þið hafið lik- lega ekki fengið nóg, á ég ekki að bæta við!“ „Jú takk, gott að fá svolítið meira.“ Var síðan bætt aftur á diskana álíka skammti, en allt fór á sömu leið og má þó vera að stúlkan hafi verið komin skrefi lengra, þeg- ar lokið var. Enn leið nokkur tími þar til stúlkan kom, en hafi hún orðið hissa, bar lítið á því, enda sótti hún þegjandi þriðja skammtinn og lauk viðureign- inni þannig, að eftir voru 2—3 kökur af svokölluðu þrælakexi, en áður vorum við búnir að fljúgast á um þær og hafði ég stungið einhverju af því í vas-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.