Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 25
Nr. 6 Heima er bezt 185 Ævintýrið um H. C. Andersen Efter Karen Margrethe Bitsch Einkennilegur drengur. Uppskerunni var nýlega lokið. Sólin skein á akrana, sem voru gulleitir á lit og alsettir smáum stubbum og öxum, sem höfðu orðið eftir þegar hirt var. Síðustu kornhlössin voru kom- in í hlöðu stórbóndans, og hlað- an var orðin full. Vinnumenn- irnir og stúlkurnar réttu úr sér og drógu andann léttilega. Herragarðseigandinn stóð þrek- vaxinn og mikilúðlegur á hlað- inu og gladdist yfir auðæfum sínum. Einn vagninn skrönglaðist yf- ir ójafna steinlagninguna. Tveir vinnumenn stóðu í honum og studdust við langar hrífur, til þess að missa ekki jafnvægið. Þeir voru á leiðinni út á akur- inn, til þess að hirða dreifarnar. Ráðsmaðurinn stendur nokkra stund og lítur í kringum sig. Undanfarnar vikur hefur hann haft nóg að gera við að stjórna hestum og vinnufólki. Hann hefur auga með vagninum, sem er á leiðinni frá bænum, og lít- ur um leið út yfir auða akrana. „Hvað er þetta? Er þarna ekki komið fólk að safna öxum? Nú Þegar?“ Hann verður þrútinn af reiði, gripur svipu af einum vagninum og þýtur af stað. — Lengst úti á akrinum eru tvær konur á gangi, ásamt litl- um dreng. Önnur kvennanna er há og grönn, ljóshærð, hún beygir sig niður í skyndi, til þess að bjarga ögn af hinni ríkulegu uppskeru, meðan henni er nokk- urnveginn óhætt. Hin konan er eldri, lítil og þreytuleg; hún tín- ir í pokann sinn. Á undan þeim gengur renglu- legur, fimm ára gamall dreng- ur, langur eftir aldri; hár hans er gult og flókið og fellur niður fyrir augun. Hann hefur óvenju stórt nef. Klæði hans eru fátæk- leg og hann er berfættur í tré- H. C. ANDERSEN. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var 150 ára afmælis danska œfintýraskáldsins H. C. Andersens minnst um víða veröld, en mest þó í föðurlandi hans, Danmörku. Fá eða engin skáld hafa öðlazt slíka frœgð sem hann. Æfintýrin eru þýdd á flest tungumál heims. Við Islendingar eigum þau í hinni ágœtu þýðiingu Steingríms Thorsteinssonar. — Hér verða birtir nokkrir kaflar úr bók um skáldið. Er hún rituð í söguformi, en hvergi farið út fyrir takmörk þess, sem er sögulega rétt. skónum. Hann þarf ekki að beygj a sig eins mikið og konurn- ar, enda er pokinn hans úttroð- inn af gildum öxum. En friðurinn varir ekki lengi. Ráðsmaðurinn kemur bálreiður, sveiflar keyrinu og skammar- yrðin dynja eins og óveður á konunum. „Komdu, komdu, Anna María!“ hrópar eldri konan. „Hann tím- ir ekki að gefa okkur korn.“ Anna Maria verður dauðskelfd og verður fyrst fyrir að líta eftir drengnum, sem er kominn burt frá þeim. „Hans Christian! Hans Christ- ian!“ hrópar hún um leið og hún flýtir sér út á veginn. „Komdu og flýttu þér!“ Drengurinn er svo ákafur við starf sitt, að hann hefur ekki tekið eftir ráðsmanninum. Hann sér móður sína og ömmu flýta sér burt, og í sama bili heyrir hann reiðilega rödd ráðsmanns- ins rétt hjá. „Bannsettar kerlingarnar! Hvað eruð þið að gera hérna? Getið þið hypjað ykkur burt! Bölvaður strákurinn! Ég skal láta þig finna, hvað þetta kost- ar!“ Hans Christian sér keyrið hvirflast í loftinu skammt frá sér. Hann ætlar að taka til fót- anna, en missir af sér tréskóna og stingur sig í fæturna á stubb- unum. Móðir hans, sem annars er vön að vera hiá honum, þeg- ar hætta er á ferðum, getur ekki hjálpað honum. Hann starir á þennan vonda mann með skæru, bláu augunum sínum. Hann heyrir móður sína kalla; en hann er skelfdur og getur ekki hreyft sig. Hann setur sig í kryppu til þess að vera viðbúinn högginu, sem honum er ætlað. Þegar ráðsmaðurinn er kom- inn til hans, réttir hann samt úr sér, lítur á hann og segir: „Hvers vegna ætlarðu að berja mig. Guð gæti séð það.“ Maðurinn lætur keyrið síga; hann er ekki reiðilegur lengur. Hann horfir beint í augu drengs- ins og spyr: „Hvað heitirðu?“ „Hans Christian Andersen," svarar drengurinn. „Nú, en þú mátt ekki safna öxum fyrr en við erum búnir að hreinsa akurinn.“ Þá gerðist hið undarlega at- vik, sem drengurinn gat aldrei síðan gleymt. Sú hönd, sem hafði sveiflað keyrinu yfir höfði hans fyrir ör- fáum augnablikum, klappaði

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.