Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 13
Heima er bezt 173 ÞÚRARIKN HELGASQN: Astríður Þórarinsdóttir Nr. 6 hafi ekki verið þar um annan hvítfugl að ræða en ritu, svart- bak og kríu. — Nú leggur fýllinn undir sig hvern hólmann af öðr- um. Og með hverju haldið þið? Ekki með kjafti og klóm, eins og herskáir og heiðarlegir ránfugl- ar gera, þegar þeir brjótast til valda. Nei, ónei. Spýju úr sínum eigin sarpi beitir hann fyrir sig. Hann setzt í efstu sillur og brún- ir, og lætur svo dæluna ganga yfir þá sem neðar sitja, mislíki honum eitthvað. Enginn vill sitja undir ákasti hans. Og þannig fælir hann hina gömlu inhbyggja hólmanna meira og minna á burt. En hvað um það. Fýllinn er gerðarlegur fugl og sérkennileg- ur, þó sóði sé hann. Og hefur nú miki) völd í Hafrakletti. O' aldrei fór það svo, að krumma vantaði. Hver klettur veröur að hafa sinn hrafn. í lít- illi gjótu í sunnanverðum klett- inum, á hann 5 unga í laup sín- um. Sjálfur hoppar hann stall af stalli rámur og ræfilslegur. Ung- arnir eru vel stálpaðir og við ná- um auðveldlega til þeirra, en við snertum við engu í þessum skemmtilega dýragarði. Svo höfum við þá lokið við að vísitera Hafraklett. Við setjum okkur niður þar sem hæst ber á, og horfum yfir fjörðinn, skipaðan eyjum og skerjum. Hér eru þó engar eyjar nærri. Þó er ekki mjög langt til Ólafseyja, Rauðseyja og Akur- eyja. Drjúgum lengra til lend- ingar á Reykhólum, en reykirnir við Hellishóla stíga hátt í loft upp í blíðviðrinu. Mjótt vindband sést vestur á flóanum. — Við fáum líklega út- nyrðingsleiði í Akureyjar til Ól- afs frænda, og austanleiði heim í kvöld. En líttu maður nær þér. Það brýtur á breiðu baki skammt frá hólmanum. Þar veltir sér smá- hveli í síldartorfu. „Allar skepnur yndishót inna að mínu geði, höfrungarnir hlaupa á mót, hefja dans og gleði“. Svo göngum við ofan að bátn- um. Útnyrðingurinn hefur náð okkur. Við vindum upp segl og Framhald á bls. 189. Hún var fædd að Keldudal í Mýrdal 20. júní 1859. Móðir hennar var Valgerður Pálsdóttir frá Hunkubökkum. Páll, faðir Valgerðar, var Þorsteinsson, Salómonssonar. Móðir Þorsteins var Rannveig Þorgeirsdóttir á Geirlandi og lézt hún í Móður- harðindunum um Skaftáreldinn. Kona Páls hét Sigríður Helga- dóttir, ættuð úr Mýrdal og systir Helga á Lambastöðum í Garði á Suðurnesjum. Kona Þorsteins var Katrín á Hunkubökkum. Foreldrar hennar voru Margrét Ingimundardóttir og Páll Ólafs- son, er bjuggu á Hunkubökkum um Skaftáreldinn. Faðir Ástríðar var Þórarinn Magnússon, Jóns- sonar á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar. Kona Magnúsar var Kristín Teitsdóttir, ættuð úr Mosfellssveit. Var hún um skeið hjá Þórarni í Sjávarhólum á Kjalarnesi. Móðir Kristínar hét Ástríður Ingimundardóttir frá Byggðarhorni í Flóa. Kona Jóns Magnússonar var Guðríður Oddsdóttir frá Seglbúðum. Foreldrar Ástríðar Þórarins- dóttur hófu fyrst búskap í hús- mennsku á Hrauni í Landbroti og fluttu þaðan að liðnu einu ári að Keldudal í Mýrdal. En er Ástríður var fimm ára gömul, fluttu foreldrar hennar aftur austur og nú að Þykkvabæ í Landbroti. Átti Ástríður þar heima síðan um 58 ára skeið samfellt,að einu ári undanskildu er hún átti heima í Helgadal á Síðu, en þar bjuggu foreldrar hennar það ár. Ástríður var næst elzt sinna systkina, en þau voru niu er upp komust, að meðtalinni' einni hálfsystur, er ólst upp með þeim. Kom því í hlut hennar að hafa af fyrir þeim, sem yngri voru. Þá vandist hún fljótt úti- vinnu og gegningum að vetrin- um. Var hvort tveggja, að úti- vist og skepnuhirðing var henni vel að skapi og hitt, að nauðsyn knúði til slíks, er faðir hennar og bræður fóru í útver. Lærði Ástríður því minna til búsýslu innanbæjar og saumaskapar, en æskilegt hefði verið. Öll upp- vaxtarárin fórnaði hún sér fyrir foreldra og systkini. Þó lærði hún að lesa og draga til stafs og varð ágætlega sendibréfsfær. Oft sat hún uppi um nætur og prjón- aði í myrkrinu plöggin, er bræð- ur hennar þurftu i verið. Þótt tími Ástríðar til bóknáms væri af skornum skammti, lærði hún kristin fræði með prýði og fermdist með bezta vitnisburði. Um aldamótin urðu þáttaskil í ævi Ástríðar, er hún missti föður sinn. Eftir lát hans hélt hún heimili með móður sinni, en vann á búi Helga bróður síns, sem tók við jörðinni meðan hans naut við, til ársins 1915. Kindur hafði hún á kaupi sínu og kú á heyjum, sem þær mæðgur höfðu einar og útaf fyrir sig. Þessi ár efnaðist Ástríður talsvert vel. Enda þótt hún ynni Helga flest- ar stundir gafst henni þó tími til að vinna nokkuð fyrir sig. Hvern vetur óf hún vaðmál og gerði svo til síðustu æviára. Gaf hún jafnan fátækum meira af því en hún notaði sjálf. Öndverð- lega á þeim árum, er hún bjó með móður sinni, keypti hún sauma- vél og nutu þeirrar framtaksemi fleiri en hún, því að þá voru saumavélar ekki á hverju strái. Á þessu tímabili gafst Ástríði nokkurt tóm til að lesa bækur. Las hún oft á kvöldvökunni upp- hátt fyrir móður sína. Margir sóttu þær heim og var öllum vel fagnað og vel veitt. Mun móðir Ástríðar þó hafa átt rífari þátt í því að laða gesti að, en hún var hinn mesti skörungur og höfð- ingi í lund og hafði allan veg og vanda af matreiðslu og heimilis- haldinu innanbæjar. Fjögur ár lifði Valgerður eftir lát Helga sonar síns. Urðu þó ekki stórbreytingar á högum þeirra mæðgna meðan Valgerð- ur lifði, en eftir hennar dag varð Ástríði örðugra um samlyndi við frændfólk sitt og fluttist burtu að Hraunkoti, næsta bæ, um vor-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.