Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 23
Nr. 6 Heima er bezt 183 Danski myndhöggvarinn Jóhannes C. Bjerg íellur vel við. Þó kann ég ekki við að kasta trú feðra minna — ekki ennþá. En það er trúa mín, að kristnin muni bráðlega sigra hér á landi sem annarsstaðar." — Hann horfði hugsandi fram undan sér. Það var eins og hann grunaði það, sem koma skyldi. Eftir örfá ár varð kristna trúin tekin í lög á íslandi, án þess að nokkur mannvíg hlytust af, eins og í Noregi. ... Þórólfur fór með hendina inn á brjóst sér og tók fram lítinn hlut, sem hann fékk Murgail. „Ég leitaði föður þinn uppi, meðan ég var á írlandi,“ sagði hann. „Hann hafði lengi verið óhuggandi, vegna þess, að hann vissi ekkert um afdrif þín. Ég sagði honum allt af létta. Það var eins og gamli maðurinn yngdist allt í einu upp að nýju. Hann hafði talið þig dána, eða það sem verra var.... Hann bað mig að flytja þér kveðju, ásamt þessum grip; sagði hann, að móðir þín hefði átt hann, og að hamingja myndi fylgja þeim, sem bæri hann.“ Þetta var lítill kross úr skíru gulli. Hún varð svo hrærð, að hún fékk engu orði upp komið. Þórólfur hélt áfram: „Ég sagði föður þínum, að mér félli vel við þig, og að þú værir einasta konan, sem hugur minn girntist. Lét hann sér það vel líka. Ég sagði honum ennfrem-, ur, að ef þig fýsti að fara heim til írlands aftur, skyldi ég hjálpa þér til þess, með því að kaupa þér far með góðum kaupmönn- um. Nú ræður þú sjálf hvort þú vilt heldur fara eða vera hérna kyrr.“ Murgail leit á Geirríði. En Geirríður forðaðist að láta sjá á svip sínum, hvers hún óskaði í þessu efni. Murgail skyldi ráða þessu til lykta ein. Loks rauf Murgail þögnina: „Ég elska föður minn heitt, og ég vil ekki valda honum von- brigðum. Hann skal heyra frá mér, að mér líði vel. Ég elska einnig Erin, mitt land, með sí- grænu sléttunum og fjöllunum fögru. En — samt — vil — ég — helzt — vera — kyrr.“ Geirríður sendi syni sinum þýðingarmikið augnaráð. Léttur Allir, sem komið hafa til Kaup- mannahafnar, vita að sú borg geymir mikinn fjölda listaverka bæði í bygginga,- höggmynda- og málaralist. Listasöfnin Glyp- tote.ket, Thorvaldsenssafnið og Listasafn ríkisins heimsækj a flestir, sem tíma hafa til þess, ef þeir á annað borð hafa áhuga á þeim tegundum lista, sem þar er að sjá. En það er ekki aðeins innan veggja þessara og annarra listasafna, sem fólki gefst kostur á að skoða listaverk. Víða eru torg og garðar prýddir allskonar höggmyndum, mismunandi að aldri og listagildi. Ferðist fólk til annarra danskra borga get- ur það gengið úr skugga um, að einnig í litlum bæjum er munað eftir höggmyndalistinni, enginn bær er svo lítill, að hann hafi ekki innan vébanda sinna nokk- ur viðurkennd listaverk. Vafalaust á uppeldið sinn þátt í því að glæða listaáhuga þjóðar- innar, hverju einasta skólabarni er einhverntíma á skólaaldri sínum gefinn kostur á að heim- sækja listasöfnin og eru þá lista- verkin skýrð fyrir þeim af kenn- urum með sérþekkingu á hinum ýmsu listaverkum eða listfræð- ingum Þannig eru aðrar list- greinar einnig kynntar, t.d. felur hver einasti skóli í Kaupmanna- höfn sérstökum kennara að sjá um leikhúsferðir barna og kynna þeim leiklistina eftir því sem við verður komið. En áhugi á list er ekki nóg, oft þarf að leggja allmikið af mörk- um til þess að listsköpun geti átt sér stað. Danir eru svo heppnir að jafnan hafa verið uppi ein- hverjir efnaðir listunnendur í Danmörku, gnæfir stofnandi Nýja Carlsbergssjóðsins, Jacob- sen ölgerðarmaður, einna hæst þeirra, má segja að hann hafi roði færðist yfir andlit írsku stúlkunnar. Og Þórólfur ljómaði af ánægju. öðrum atvinnurekendum frem- ur skilið gildi listarinnar fyrir menningu þjóðarinnar, enda tryggði hann Nýja Carlsbergs- sjóðnum álitlega upphæð af arði Carlsbergsverksmiðjanna, sem eins og menn vita, brugga úr- valsöl, sem mikið er drukkið bæði í Danmörku og víðar. Listamönnum er sameiginlegt að leita fegurðar og fullkomnun- ar og tjá hvorttveggja í verkum sínum. Grundvöllurinn er alltaf daglega lífið með öllum sínum viðfangsefnum og vandamálum, en þar, sem meðalmaðurinn sér aðeins hversdagslegar lausnir birtast listamanninum æðri og göfugri tjáningarform í orðum, tónum, litum eða lögun. Hvert tjáningarformið sé fullkomnast er fávislegt að deila um, allt sem unnið er af jafneinlægum vilja til þess að leita fegurðarinnar og sannleikans hefur að vissu marki sama gildi, og allt sem talar til göfugustu tilfinninga mannsins er sönn list hverju nafni sem hún kann að nefnast. Myndhöggvarinn hefur fyrst og fremst lagt áherzlu á lögun, sem ásamt jafnvægi og spenni- magni er hið eina mál, sem hann getur notað til þess að lýsa öllu sem í mannssálinni býr. Þessi síð- ustu orð eru tekin úr erindi, sem danski myndhöggvarinn Johann- es C. Berg hélt eitt sinn um högg- myndalist. Johannes C. Bjerg er fæddur 26. janúar 1886, en hann var ekki nema rúmlega fertugur þegar hann hafði hlotið viðurkenn- ingu, sem einn af ágætustu myndhöggvurum Dana bæði að fornu og nýju. Þegar hann varð fimmtugur hylltu hann lista- menn hvaðanæfa af Norður- löndum og þó skapaði hann mörg af beztu listaverkum sínum síðar. Á fimmtugsafmælinu skrifaði listagagnrýnandinn Ric- hardt Gandrup í Árósum meðal annars: „Ég þekki ekki Johann- es C. Bjerg persónulega. Eigi að síður finnst mér við vera í nánu

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.