Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 10
170 Heima er bezt Nr. 6 sé orðtak hans sjálfs, sem ekki vaknar til einhverrar vitundar um, að til séu önnur verðmæti en þau er safnað verður í pyngju eða bankabók. Sá er þetta ritar kynntist Buk- dahl í Askov fyrir rúmum tutt- ugu árum. Kom hann oft á heim- ili hans og konu hans, Magnhild, sem er norsk að ætt, en þau eru höfðingjar heim að sækja. Þá þegar hafði Bukdahl fengið á- huga á ísl. og ísienzkri menningu og kvað sig langa til íslands, þó að ekki yrði úr þeirri ferð fyrr en í fyrrahaust. Margir ungir rithöfundar hafa notið aðstoðar hans; hefur hann ætíð verið fús til að leiðbeina þeim, og dómar hans hafa alltaf verið mótaðir af skilningi og samúð, ef hann hefur séð að alvarleg viðleitni til að skapa verðmæti hafa verið fyrir hendi, en hatað hefur hann hræsni og klíkuskap og tæki- færissinnum hefur hann ekki vandað kveðjurnar, enda hefur hann ætíð sagt skoðun sina skýrt og opinskátt, þótt við volduga andstæðinga hafi verið að etja, eins og nú síðast í handritamál- inu. Þetta hefur þó enganveginn verið neinn barnaleikur, því að eftir stríðið bar talsvert á þjóð- rembingsstefnu í Danmörku, sem nú hefur þó að miklu leyti orðið að lúta í lægra haldi fyrir heil- brigðu starfi manna eins og Buk- dahls, sem eru góðir synir þjóð- ar sinnar og einmitt þess vegna eru betur til þess fallnir að skilja sjónarmið annarra, en alþjóðleg samvinna getur aðeins byggst á því. Greinarstúfur sá er hér birtist, er tekinn úr ritgerðasafni Buk- dahls, „Mellemkrigstid", sem kom út á árunum 1941—45. Er hér farið fljótt yfir sögu, enda um yfirlit eitt að ræða, en í greininni koma fram sjónarmið, sem vert er að veita athygli, m. a. hinn stuttorði dómur hans um þýðingu þeirra Islenzku skálda, sem ritað hafa á dönsku, fyrir danskar bókmenntir. Meg- um við vera vel ánægðir með þann dóm. Grein Bukdahls er á þessa leið: ÍSLAN D Rómantíkin hefir löngum svif- ið yfir Sögueyjunni, íslandi, svo Norðurlöndin hafa vart ennþá greint hina raunverulegu menn- ingu, sem þar ríkir. En Sögu- eyjan er nefnilega nútíma þjóð- félag, þar sem menningararfur- urinn hefur verið varðveittur á sérstakan hátt. Það afbrigðilega, sérstæða við íslenzkan skáldskap, allt frá sögutíma til okkar daga, er hið stöðuga samband milli þess stað- bundna og almenna, milli hins sérstæða, þjóðlega og mannlega. Þessi smekkur fyrir það al- menna er furðulegur. Manni hefði getað dottið í hug að and- lega lífið á þessari fjarlægu eyju storknaði í dauðum og ófrjóum sérkennum. Sennilega má rekja þetta fyr- irbrigði, til þess, að eyjan byggð- ist upphaflega frá Noregi. Sög- urnar, bókmenntirnar, eru út- flytjenda bókmenntir. Þráin er sál þeirra. — Það frumlega við allar útflytj- enda bókmenntir er það, hvað þar ber meira á almennum við- horfum, en heimamótuðum eða þjóðlegum. Mér dettur í hug út- flytjendasaga O. E. Rölvaags. Hún er staðbundin, sálarfræði Norðurlanda, og samt er hún al- menn og táknræn lýsing á mann- inum. — Það er eitthvað islenzkt við þetta. — Það er þrá þeirra nafnlausu, ónefndu, sem logar í sögunum. Sagan hefur alltaf verið and- legur aflvaki og innblástur, bæði beinlínis og óbeinlínis, í íslenzk- um bókmenntum, og öðrum þræði alþýðumenningin, sem bjargaði menningararfinum frá dauða. Þessi örugga fótfesta í þvi staðbundna, er orsök þess, hvað íslenzku skáldin á seinni hluta 18. og í byrjun 19. aldar, hafa á- kjveðnari viðhorf gagnvart Evrópu, en norsk og dönsk skáld á sama tíma. Og koma mér þá í hug þýðingar eins og: „Paradís- armissir“ Miltons og Klopstocks „Messías". Einnig hinar frægu þýðingar á Hómer, eftir Svein- björn Egilsson. Þetta var á þeim tímum, er Bjarni Thorarensen skáld varð fyrir áhrifum af þýzkri róman- tík, og Jónas Hallgrímsson, að- dáandi Heine. Jónas var einn af fjórum ís- lendingum, sem stofnaði tíma- ritið Fjölnir 1835, í Kaupmanna- höfn. Það er merkilegt Evrópu- fyrirbrigði, jafnvel þótt uppruni þess hefði verið sjálft Þýzkaland. Jón Thoroddsen, er faðir nú- tímaskáldsögunnar. Hann hafði mikið álit á Scott. Þá er Benedikt Gröndal, fjöl- hæfur heimsborgari. Ritstjóri og útgefandi tímarits í Kaup- mannahöfn, og seinna latínu- skólakennari í Reykjavík. Steingrimur Thorsteinsson er mikill þýðandi. Hann hefir þýtt úr grískum og latneskum forn- bókmenntum, og auk þess Þús- und og eina nótt. — Hann hefur einnig þýtt æfin- týri H. C. Andersens. Matthías sýnir bæði það stað- bundna og heimsborgaralega. í skáldskap sínum, leikritum og ljóðum, er hann þjóðskáld, en samtímis opnar hann dyrnar fyrir beztu bókmenntum Evrópu, með þýðingum sínum á Shakes- peare, Tegner, Ibsen og Byron. Grímur Thomsen, ritaði bæk- ur um franskar bókmenntir, og bók um Byron. Síðan keypti hann jörð á ís- landi og gaf út Ijóð sín. Og eru þau góður skáldskapur. Sama stefnan helzt með komu realismans, er fyrst kemur inn i íslenzkar bókmenntir, þegar timaritið Verðandi hefur göngu sina árið 1882. Að því stóðu fjórir íslenzk- ir stúdentar í Kaupmannahöfn. Þar eru sögur eftir Kielland. Ibsen og ein smásaga eftir Gest Pálsson, mann nýs tíma, skarp- gáfaður og háðskur gagnrýn- andi, eins og Kielland og Maup- assant. — Þorsteinn Erlingsson, kemur með hugsjónaeld Brandesar inn i íslenzka menningu. Hann rökræðir hvert viðfangs- efni og berst fyrir frjálsri hugs- un, og félagslegum jöfnuði. í ljóðum sínum er hann inni- legur, en staðbundinn. Hann leitar til alþýðumenningar — arfsins gamla, rímnanna, og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.