Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 15
Nr. 6 Heima er bezt 175 ,— —— —■—— —■—-—-—■— Jóhann Bjarnason: R Ö D D Skógræktarkveðja 17. júní Hún andar — líkt og ómi hlýjum kvödd, i anganþey hins milda júnídags. Hún dregur súg í flugi ljóðs og lags þíns lands í dag, á ný, hin mikla rödd. Hún berst til ykkar, dalsins víf og ver, og- vekur dulda ólgu í hug hvers manns frá eftirbáti fram til frumherjans: Þú fylgir mér! I nepju og ys, á bökkum Bolafljóts sig brynjar gráu æska þessa heims. Af djöfulmóð, í dýrkun valds og seims, þú dregur, vansæl öld, til hildarmóts. En gegnum . allt má heyra hvernig ber frá hjarta þínu andvarp, móðir Jörð, sem fjarrum rómi flutt sé bænargjörð: 6, fylg þú mér! Vort frjálsa land, þín móðir, mild — og ströng, hún minnir þig í dag á gömul heit, í æsku dreymd, og dýrri en nokkur veit: að dreypa á haustsins þagnir vorsins söng, að leggja brot af sál frá sjálfum þér í sérhvern gróðursprota er nemur mold, að gegna er milt í blænum fer um fold: Þú fylgir mér! Hver getur unað sér við brenndan bjor? Hver brælir sig við spil í tóbaksský? Hver settist við að geispa gaupnir í, er guð vors lands um sál hans eldi fór? Og er þér hægt að halda á tómsins gjálp er heima fyrir biður sólvermd jörð um leyfi þess, að þekja skógi svörð með þinni hjálp? Nei, göngum út til hagans helgidóms á heiðursdegi þínum, feðrastorð, og krjúpum þar við kjarrins náðarbrauð í kyrri, glaðri þjónkun frjós og blóms. Þá finnum vér hve hreint og heilagt er það hjarta, sem vér erum fæddir við, og skynjum, hvílík dýpt af frelsi og frið er falin hér. Þá verður þér í huga sköpum skipt, þú skoðar vopn ei lengur neina hlíf, því enginn getur innra frelsi svipt og enginn getur drepið þvílíkt líf, er slær í duptsins æðum alla stund. Þú ungur rís, þótt gamall krypir fyr. Þitt gróðurstarf er ganga um kirkjudyr á guðs þíns fund. Og hlustir þú, mun titra tónstef milt í tíbrá dýrstu óska vífs og hals. Frá bökkum ár, að brún þíns fagra dals það bærir laufið, dularmætti fyllt. Hún hvíslar, móðir brums og blóma að þér: Eg blessa líf þitt minna gjafa nægð. Sjá, þitt er ríkið, dýrðin, frelsi, frægð. Þú fylgir mér! I fylling tímans, eldheit, ung og sterk, rís íslenzk þjóð í túlkun hvers, er þarf. Við raunhæft nám, við raunhæft líf og starf, en rís þó, kanske, hæst við moldarverk. Hvað skiftir okkur vernd af heimsins her, ef hér er, Frón, þitt einka varnarlið, sem græðir skógarbelti um frelsi og frið og fylgir þér. (1951). LEO TOLSTOJ • barðist oft djarflega á móti lög- regluyfirvöldunum í ættlandi sínu. Þýðingarmikill þáttur í kenningum hans var, að menn skyldu eigi bera vopn á með- bræður sína, eða m. ö. o. neita að ganga í herþjónustu. Árið 1894 dó einn af lærisveinum hans, kennari að nafni Drosjsjin í fangelsi, af því að hann hafði neitað að gegna herþjónustu. í lítilli bók er Tolstoj reit um hann, segir svo: „Afleiðing upp- eldisins hefur breytt svo lífi voru, að valdið, í eldra skilningi, er ekki lengur til i vitund vorri; nú er ekki annað eftir en ofbeldi og svik, en það er ómögulegt að beygja sig undir ofbeldi og svik; ekki af ótta, heldur af því að samvizkan bannar það.“ Drosjsjin varð að þola miklar hörmungar og dó, eins og hinir fyrstu kristnu. Frá fangabúðun- um skrifaði hann vini sínum: „Við erum alls ekki niðurbeygð- ir, þó að við, sem ekki erum sek- ir, séum sendir á sama stað og þjófar og morðingjar, við ótt- umst ekkert, því að allt er á valdi guðs; þeir drepa, en sá sem drepur og fordæmir aðra, kemst ekki hiá að taka á sig ábyrgðina á gerðum sínum. Ég sé ekkert eftir þessu hálfa-öðru ári í fang- elsinu. Við í fangelsinu látum hverjum deginum nægja sína þjáningu, því að sá, sem settur er í fangelsi, ber enga ábyrgð, heldur ekki á sjálfum sér.“ Þegar Tolstoj las bréf Drosj- sjins grét hann af gleði yfir, að slíkir menn skyldu vera til, og saknaði þess sárt, að geta ekki deilt kjörum hans. „Stöðugt er ég að hugsa um, hve göfugt væri að geta fylgt dæmi hans,“ skrif- ar hann einum vina sinna. Meðan Drosjsjin lá á banabeði í fangelsinu, voru læknarnir og þjónustufólkið höggdofa af undrun yfir þolinmæði hans. „Hversu lengi voruð bér í eins- manns klefa?“ „Ég var fjórtán mánuði í tugt- húsi hersins“. „Leið yður illa þar?“ „Nei, mér leið prýðilega”, svar- aði Drosjsjin ofur rólega. „Hvernig getur þeim manni liðið vel, sem hefur verið sviptur því dýrmætasta, sem hann á, frelsinu?“ „Ég var frjáls“. -„Hvað eigið þér við — frjáls?“ spyr læknirinn undrandi. „Ég var sjálfur herra yfir hugsunum mínum“, svaraði Drosjsjin, og þar með fór lækn- irinn út úr sjúkraherberginu. Ofsóknir keisarastjórnarinnar gagnvart fylgismönnum Tolstojs fóru sívaxandi. En svo mikil var frægð hans sjálfs, að lögreglan dirfðist ekki að hreyfa við hon- um, og oft tókst honum að fá menn lausa úr fangelsum lög- reglunnar. Tolstoj trúði því stöðugt að þær fórnir, sem menn eins og Drosjsjin, urðu að færa vegna sannfæringar sinnar, myndu með tímanum verða til þess að mannkynið þroskaðist og sæi hvílík firra valdbeiting og styrjaldir eru öllum þjóðum. Enda þótt honum skjátlaðist að Framhald á bls. 189.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.