Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 21
Nr. 6 Heima er bezt 181 á, að hún tryði ekki á goðin, þessar undarlegu myndir úr tré, sem í raun og veru voru ekki annað en duft og aska. Það undr- aði hana mjög, að hún hlaut engar ávítur fyrir þessar skoð- anir sínar. Vissi hún, að slíkt frjálslyndi myndi ekki líðast meðal landa hennar. Þetta jók enn á virðingu hennar fyrir hinu norræna fólki. Þó hélt hún fast við trú sína og var fegin, að þurfa ekki að leyna henni fyrir neinum. Hún hafði ákveðið að verða um kyrrt á þessu nýja landi. Hérna fann hún til öryggis, sem hún hafði saknað heima á ír- landi, síðan ferðir víkinga þang- að urðu tíðari. Og svo hafði hún hundizt slíku vinfengi við Geir- ríði, að hún gat ekki hugsað sér að skilja við hana. Það var eins og einhver ósýnileg tengsl væru á milli þeirra. Hún fann að hún var frjáls, og allir umgengust hana sem frjálsa. Enginn nefndi nokkru sinni að hún hefði verið ambátt. Eftir að hún hafði kynnst Þór- ólfi betur, breyttist skoðun henn- ar á honum. Áður hafði legið við að hún fyrirliti hann; það var hann, sem hafði leitt óhamingj- una yfir hana og hugðist nota hana sem vinnudýr. En nú gat hún ekki annað en dáðst að hin- um unga manni. Hann var vænn yfirlitum og drengilegur. Hugs- anir hans voru hreinar, og hann átti höfðingsskap í ríkum mæli. Meðan landar hennar margir voru fremur smásmugulegir og jafnvel nízkir, var hann ör á fé og gerði gott, þeim er sýndu honum vináttu og traust. Hann var traustur vinur. En hefnd hans var hörð ef út af bar. Einn- ig þetta var nýtt fyrir henni. Eandar hennar voru loðnari i orðum en þessi ungi víkingur, og eigi eins áreiðanlegir. Meira að segja klerkarnir voru sumir hverjir bæði ásælnir og mjúk- málir, og hugur fylgdi eigi alltaf máli þeirra. Allt þetta gerði, að hún fór að taka eftir Þórólfi. Móðir hans gat ekki stillt sig um að hafa orð á því. Var hún orðin ástfangin af honum? Hún vissi það ekki sjálf, og óskaði þess heldur eigi, að svo væri. Þórðlfur kom fram við hana í öllu sem jafningja sinn. Hann var nærgætinn og kurteis við hana, en eigi leið á löngu áður en hana grunaði, að meira byggi undir, en venjuleg kurteisi. Hún lét sér það vel líka. Og smátt og smátt varð hún sannfærð um, að hún yrði hamingjusöm ef hann bæði hennar. Þar var aðeins einn hængur á, til þess að hamingja hennar gæti orðið fullkomin. Hún gat ekki sætt sig við trú hans. Því meira, sem hún sá af blótum, þess verr verkaði Ása- trúin á hana, enda þótt trú henn- ar sjálfrar væri eigi jafn sterk og áður. — En hann gerði ekk- ert til þess að nálgast hana. Og brátt fékk hann allt annað að hugsa um. Veturinn leið, og þegar voraði, lét Þórólfur fara að huga að skipi sínu í naustunum. Hann lét móður sinni eftir að sjá um bæj- arbygginguna, ásamt nokkrum af húskörlunum, en lét sjálfur í haf með hina hraustustu úr fylgdarliði sínu og nokkra bónda- syni úr byggðinni. Þeirra biðu mannraunir og ævintýri handan við hin miklu höf. V. Geirríður hófst þegar handa um að reisa bæ handa sér, eftir að Þórólfur hafði látið í haf. Lét hún byggja stóran og rúmgóðan skála rétt við veginn inn dalinn, hérumbil miðja vega í byggðar- laginu. Bróður hennar fannst bæjar- stæðið alleinkennilega valið. Á mörgum öðrum stöðum var fall- egra. Undir hlíðunum voru slægj- ur og hagar betri en niðri í sjálf- um dalnum. Auk þess myndi hún ekki losna við átroðning, á þeim stað er hún hafði kosið sér. En hún hafði nú einu sinni ásett sér að búa við alfaraleið, og frá því varð henni ekki þokað. Hún hafði aldrei gleymt heiti sínu, er hún hafði gert, þegar þau voru öll stödd í háska á haf- inu. Og nú ætlaði hún að efna það. Það var þess vegna, sem hún hafði kosið sér þennan stað til að byggja bæ sinn. Hún hafði allar áætlanir tilbúnar fyrir- fram. í héraðinu var margt af fá- tæku fólki og umkomulausu. Meðal þess var förufólk, frels- ingjar, sem ekki höfðu getað komizt af af eigin ramleik, las- burða fólk og umkomulaust. Leysingjarnir urðu oft illa staddir eftir frelsisgjöfina. Með- an hann var þræll, hafði hús- bóndi hans hag af því að halda hann sæmilega, eins og hvert annað vinnudýr. En leysinginn varð að sjá um sig sjálfur. Margt af þessu fólki hélt í sér lífinu með því að ganga milli bæjanna og betla mat og klæði. Stórir hópar þessara vesalinga flæktust um héruðin, þegar hart var í ári. Oft voru þeir sannkölluð plága. Og stundum sáu héraðshöfðingj- ar sér eigi annað fært, en að láta drepa þá. Mæltist slíkt þó alltaf illa fyrir. Um þetta fólk var Geirríður að hugsa, þegar hún reisti bæ sinn í miðri byggð, við alfaraleið. Hún fann, að það var skylda hennar að liðsinna þessum oln- bogabörnum lífsins. Hún lét jafnan standa dúkuð borð í skála sínum. Hver, sem að garði kom, ríkur sem fátækur, var velkominn til hennar, og aldrei var hún ánægðari en þeg- ar hún gat veitt einhverjum lið- sinni. Þakklæti þeirra, sem hún hjálpaði í neyðinni, var henni næg umbun. Og hún gleymdi aldrei að bjóða þá velkomna aftur, er þeir kvöddu. Skjótt bárust fregnirnar um gestrisni hennar víðsvegar um héruð. Stórir hópar umrenninga komu og fóru, en þeim, er voru sjúkir, lét hún hjúkra, án þess að ætlast til endurgjalds. Murgail aðstoðaði Geirríði við öll þessi störf. Vinátta þeirra var hin sama og áður. Hin írska stúlka gat ekki hugsað til að yf- irgefa Geirríði, enda þótt hún saknaði ættlands síns, einkum er hún var í einrúmi. Lét hún þá hugann reika til liðins tíma, þegar hún var ung og áhyggju- laus og naut lífsins á hinum fögru sléttum Erins. — Sumarið leið skjótt, hið fyrsta sumar á íslandi, og nú tók hinn langi og strangi vetur við völd- um. Bú Geirríðar hafði blómgast, því að víða í landareign hennar voru mikil hlunnindi af veiðum, en hún hugsaði eigi um að safna auðæfum, heldur notaði efni sín

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.