Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 16
176 Nr. 6 Heima er bezt BjarriL Sigurbsson: Hjörleifur Benediktsson og Hjörleifur Benediktsson var vinnumaöur alla sína æfi. Á efri árum, mun hann þó hafa verið talinn heiðursfélagi þeirra heim- ila, er hann dvaldi á mestan hluta æfi sinnar, en það voru Stafafell í Lóni og Vík í sama hreppi. Áður en séra Jón pró- fastur Jónsson flutti að Stafa- felli, var hann vinnumaður hjá honum að Bjarnanesi. Leifi, eins og Hjörleifur var alltaf kallaður, var af góðum og göfugum ættum, austfirzkum. Hann var sonur Benedikts Þor- kelssonar prests að Stafafelli og Þórunnar Guttormsdóttur frá Vallanesi í Fljótsdalshéraði, sem þá bjuggu að Svínhólum í Lóni. Þar er Leifi fæddur 23. desember 1854. Hann var því skyldur frú Margréti Sigurðardóttur frá Hallormsstað, er gift var séra Jóni prófasti Jónssyni, hinni mikilhæfustu og beztu konu. Leifi var greindur vel og gam- ansamur, spaugsamur og gáska- fuilur. Þegar ég kom að Bjarna- nesi í Hornafirði fyrir 71 ári og varð þar smali um sumarið, var Leifi þar vinnumaður. Hann var í lægra lagi að vexti, þrekinn nokkuð og kvikur á fæti. Það var þó ekki vaxtarlag hans, dugnað- ur og starfsþrek, sem vakti at- hygli, eða útlit hans fljótt á litið. Það, sem sérstaka athygli vakti voru skýrleg, brosandi grá augu í viðkunnanlegu andliti. Vera má að það sé ýkjur, en ég held að allir, sem litu framan í hann, hafi komizt i gott skap, þegar þeir mættu góðmannlegu og glettnislegu og kýmnu augunum hans. Og kynnin sviku engan. Oft hafði hann á boðstólum, skemmtilegar smásögur og skrítlur, sem vöktu kæti og fögn- uð áheyrenda. Eina af þessum sögum, sem ég man bezt frá æsku, en ég var þá 17 ára gamall, leyfi ég mér, að endursegja hér, eða aðalefni hennar. Biðja verð ég þó afsökunar á því, að ekki verður hún eins lifandi, kýmin og fjörleg, eins og ef Leifi hefði sagt hana sjálfur. Sagan er um „naglaskipið" og hljóðar þannig: Hjörleifur kvaðst hafa verið ungur þá og mátulega heimskur til þess að finna upp á ýmsu og framkvæma, sem þá var for- dæmt. Meðal annars var honum sagt, að hann yrði að varast það, að skera af sér neglur í heilu lagi því þá kæmi kölski gamli með hófana sína, hornin og klærnar og tíndi saman heilu neglurnar. Síðan byggði hann úr þeim skip, sem héti „naglaskip- ið“. Leifa var því skipað, að skera af sér neglurnar í mörgum flís- um. Hann kvaðst nú ekki meira en svo þora að hafa það eftir, en sér hefði verið gefið í skyn, að skufsi mundi nota naglaskipið til að flytja fordæmdar sálir i ljótan stað. Þó Leifi hefði ekki verið vantrúaður, þá langaði hann samt til að sannreyna sannleikisgildi þessarar frásagn- ar gamla fólksins. Og jafnframt greip hann sterk löngun til að sjá þann gráa, með tuddahorn- in í enninu, öfuga krosshófa í staðinn fyrir fætur og rándýrs- klær í staðinn fyrir fingur. Hann kvaðst allur hafa iðað í skinn- inu. Þar að auki langaði hann mjög til að sjá skip, sem ekkert efni væri í annað en neglur. Skufsi hlyti að vera vel hagur, að geta smíðað skip úr þeim. Hann braut nú heilann um hvað hann ætti að gera, til þess að verða þeirrar skemmtunar að- njótandi, að sjá skufsa og nagla- skipið. Hér voru góð ráð dýr og honum datt fátt í hug. Allt í einu kom honum nærtækt og gott ráð í hug. Það var að láta neglurnar vaxa á tám og fingrum, og skera þær ekki af fyrr en þær væru orðnar stórar og ætla mætti að skufsa þættu þær eftirsóknar- verðar, sem efniviður í byrðing- inn á naglaskipinu. Hann lét þvi neglurnar vaxa og beið með ó- þreyju eftir því, að þær yrðu stórar. Síðan fékk hann Guja naglaskipið fjósamann til þess, að leggja blaðið á sjálfskeiðingnum sínum á hverfistein og brýna það, svo að það yrði hárbeitt. Þegar hon- um þótti svo tími til kominn, lagði hann á stað út fyrir tún, valdi sér þægilega hundaþúfu til að sitj a á, fór úr sokkunum og skar með mikilli gætni neglurn- ar í heilu lagi af tám og fingrum. Hann skoðaði þær nákvæmlega og komst að þeirri niðurstöðu, að skufsa hlyti að geðjast vel.að þeim. Næst hnuplaði hann lítilli tusku úr gamalli ónýtri flík og vafði henni utan um hinar dýr- mætu neglur. Að því búnu fór hann að skyggnast eftir stað, til að geyma á neglurnar. Sá staður var vand- fundinn. Hann þurfti að vera þar, sem skufsi ætti auðvelt með að krækja i þær klónum og svo mátti enginn annar en skufsi finna þær. Síðan þurfti Leifi sjálfur að liggja í leyni á hent- ugum stað í grenndinni, til þess að svala forvitninni og sjá þessa einkennilegu persónu, sem áður er lýst. Loksins fann hann svo- litla skoru í kletti, sem honum fannst heppilegur felustaður og ekki þrengri en það, að skufsi mundi geta með hægu móti, krækt í neglurnar með klónum. Leifi sagði, er hér var komið, að miklum áhyggjum hefði af sér létt. Nú gæti hann úr leyni sínu virt Belíal reglulega vel fyrir sér og séð stærð tuddahornanna og hrosshófanna og klónna og veitt því athygli, hvort hann mundi geta falið klærnar eins og kisa. Og svo hefði nú einhver sagt sér, að hann væri með eitt heljar- mikið skott. Nú mundi sér tak- ast, að verða þeirrar skemmtun- ar aðnjótandi, sem enginn annar hefði þorað að leggja sér til, af ótta við Belsebub. En hann hefði ekki verið hræddur og það hefði líka verið alveg ástæðulaust, þar sem hann hefði verið að gera honum greiða og færa honum efnið i naglaskipið. Hann sagðist

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.