Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 32
í lcstinni ræðum við um ástæðurnar til A leiðinni til verzlunarinnar segir Villi allt þess, að grunur féll á mig. (En eins og þið í einu: „Eg gruna báða þessa karla, sem ef til vill munið, vorum við Línus teknir tóku ykkur í búðinni. Fundu þeir ekki pen- fastir fyrir rán.). inga í vösum ykkar — pcninga, sem þið hölðuð ekki tekið?“ Jú, það var satt, og þess vegna mátti það ekki bregðast, að við hefðum upp á körl- um þessum! Þegar skammt er eftir til verzl- unarinnar, fer Villi einn í humáttina þang- að í njósnaskyni. Eg bíð fullar þrjár stundir í skógarhalli einu. Og loks kemur Villi aftur — og ljómar allur af gleði. „Eg hef aflað mér allra nauð- synlegra upplýsinga," segir hann. „Komdu, Oli, við skulum heilsa upp á þessa karla.“ Og ég þekki mennina undir eins, — menn- ina, sem ákærðu okkur fyrir rán og fundu fé í vösum okkar, — fé, sem við höfðum aldrei tekið, aldrei dottið í hug að ræna. „Annar þeirra heitir Lang, en hinn Krans,“ segir Villi, um leið og hann gengur með mér að afskekktu húsi. „Sjáðu, þarna búa þeir saman. Og fólkið segir, að þetta séu verstu skálkar." Villi, sem alltaf er karl í krapinu, stingur upp á því, að við skulum freista þess að komast upp að loftsglugganum og reyna að hlera tal þeirra. „Sannanir verðum við að fá,“ segir Villi. „Og það tekst, ef við höfum vit á að hlusta með athygli.“ Við athugum húsið í fjarlægð og göngum ekki upp að því, fyrr en skyggja tekur. Við laumumst að glugga, sem ljós er í og gægj- umst inn um svolitla rifu undir rennirjald- inu. Mér finnst raunar, að Villi sé nokkuð djarfur, en mér er i mun að geta sannað sakleysi mitt, fellst því á þetta og fer á eftir Villa, sem reist hefur stiga upp við vegginn.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.