Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 18
178 Heima er bezt Nr. 6 OG HÚN LAÐAÐI GESTI Söguþáttur frá fornöld Knörrinn skreið frá landi fyr- ir þöndum seglum. Hann stefndi beint til hafs- ins, hins volduga úthafs, og klauf bylgjurnar eins og risaörn,svo að brimlöðrið stóð um bógana og þvoði drekahöfuðið, sem gnæfði yfir framstafninum og fyllti alla skelfingu, sem hugðust gera þeim, sem um borð voru, mein. Ef hraðinn yrði lengi svona mik- ill, myndi ekki líða á löngu áður en strendur Noregs hyrfu sjón- um. Á afturþiljum skipsins sat miðaldra kona, tíguleg á svip og í fasi, og horfði til landsins, sem fjarlægðist smátt og smátt. Augu hennar voru vot, skiln- aðurinn við hið fagra, kæra land hafði haft dýpri áhrif á hana, en hana hafði órað fyrir áður en hún steig um borð. Þarna lengst innfrá, milli fjallanna tveggja, sem gnæfðu hæst, var æskuheimili hennar, í djúpum dal inn af firðinum. Hún fengi sennilega aldrei framar að líta það augum. Minningarnar sóttu að henni, minningar frá löngu liðnum dögum, þegar hún lifði í allsnægtum og faðir hennar var höfðingi héraðsins, einskonar konungur þar í dalnum, og þeg- ar hún, tvítug að aldri, var gefin hinum unga víkingi, Birni Böl- verkssyni, veizlunni miklu er þeim var haldin, og hamingju- daganna. Þá hefði henni þótt það slæm fyndni, ef einhver hefði spáð henni því, að hún yrði landflótta. En nú var það orðið að veruleika. Forlögin hegða sér sjaldnast samkvæmt óskum mannanna. Seytján árum eftir að hún var Birni gefin, „bjarta víkingnum“, sem félagar hans nefndu hann í gamni, af þvi að hár hans var svo ljóst, bárust óhugnanlegar fregnir um byggðirnar. Það var sagt, að einn af fylkiskonungum af austurlandinu hefði ásett sér að leggja allan Noreg undir sig. Að vísu höfðu menn í fyrstu ekki tekið frétt þessa mjög alvarlega, en brátt kom annað í Ijós. Eftir því sem Haraldur náði lengra á leiðöngrum sínum, varð mönn- um hættan, sem stafaði af her- konungi þessum, ljósari. Og er hann nálgaðist með her sinn, safnaði Björn bændum saman og veitti Haraldi harða andstöðu. Kom nú til orustu, en Haraldur vann þar mikinn sigur, og Björn Bölverksson, ásamt mörgum vöskum mönnum, lá eftir i valn- um. Það voru dapurlegir dagar fyrir Geirríði, hina ungu konu hans. En ekkert tóm gafst til þess að sýta, nú var aðeins eitt að gera til þess að komast hjá afarkostum fjandmannanna, og það var að flýja land hið skjót- asta. Þórólfur, sonur þeirra Björns, fékk félaga sína, þá er af lifðu orustuna, í lið með sér. Bjuggu þeir í skyndi knör Bjarn- ar og sigldu af landi. ísland, hið nýja land langt vestur í hafinu, átti að verða hið nýja heimkynni þeirra, ef örlög- in létu þau komast heilu og höldnu yfir hið mikla úthaf. n. Geirríður vissi, að hún átti ættingja á íslandi, auk bróður hennar, sem hafði numið þar land fyrir tveimur árum. Hann var framsýnn og hafði strax skilið að hverju bar, og hvernig þeim myndi farnast, sem dirfð- ust að sýna ríki Haralds konungs mótþróa, og hafði því gert allar nauðsynlegar ráðstafanir í góð- um tíma. Þá hafði Björn Böl- verksson hlegið að mági sínum og kallað hann hræddan við austlenzkan smákonung, en hann fór sínu fram eigi að síður. Og nú hafði allt farið á þann veg, sem bróður hennar grun- aði. Geirríður lagði upp í þessa ferð með þungum huga, og því varð skilnaðarstundin við hið< gamla land henni svo óumræði- lega þungbær. Innst inni hafði hún í raun og veru ætíð haft samúð með Har- aldi konungi, þrátt fyrir ofríki hans, og ef til vill vegna þess.. Hún elskaði friðinn framar öllu. öðru, og sá eini maður, sem gat eflt friðinn í Noregi, var einmitt Haraldur konungur. Sterk stjóm yfir landinu öllu var einasta ráðið til þess að koma á varan- legum friði. Og nú kveið hún því, að ástand' það, sem verið hafði í Noregi, myndi flytjast til hins nýja lands með landnemunum. Þar myndu höfðingjarnir líka berjast inn- byrðis. Já, þeir myndu efna til ófriðar, þar sem þeir gætu kom- izt höndum undir. Þannig voru þeir skapi farnir. En hún lét samt ekki neitt á slíkum hugsunum bera við Þórólf son sinn. Hann myndi ekki geta skilið hana. Hann taldi einmitt sverðaleikinn, þar sem teflt var um líf og dauða, æðstu skemmt- un lífsins og mestan heiður hverjum hraustum dreng. Enda þótt hann væri næstum því ung- lingur að árum, hafði hann þeg- ar tekið þátt í víkingaferðum i Vesturveg, og á hinni síðustu hafði hann náð í heilan hóp af þrælum og ambáttum. Henni rann til rifja að vera vitni að ó- hamingju hins hernumda fólks, og reyndi að gera því tilveru sína léttari með því að sýna því sam- úð og nærgætni. Ein af ambáttunum var henni sérstaklega fylgispök og Geirríð- ur hélt mjög upp á hana. Hún var ólík öllum hinum, sem voru þverar og óhlýðnar, eins og ekki gat talizt annað en eðlilegt. Am-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.