Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 27
TSTr. 6 Heima er bezt 187 að vinna fyrir konu og börnum. Honum þykir vænt um þau bæði — frelsið — hann er ekki frjáls lengur. Á hverjum degi heyr hann baráttu fyrir daglegu brauði. Þegar skósmiðurinn situr við vinnu sína á daginn, er hann oftast alvarlegur og þreytulegur, nema þegar hann er að tala við son sinn eða raula fyrir hann. „Mér þykir svo gaman af að syngja“, segir Hans Christian. „Pabbi, hver býr til söngvana?" „Það gera skáldin". „Hvernig fara þau að því?“ spyr drengurinn aftur. „Það get ég ekki skýrt fyrir þér, drengur minn. Þeir heyra sjálfsagt þessi fallegu orð í sjálfum sér“. „Það hlýtur að vera gaman að vera skáld“, segir drengur- inn. „Skárra er það nú rótið“, segir móðirin, sem kemur út úr eld- húsinu í þessu. „Þú verður að laga til eftir þig, Hans Christ- ian. Þetta lítur ekki vel út, ef einhverjir viðskiptavinir koma. Það er bráðum komið kvöld. Hvað ætlarðu að lesa fyrir okk- ur í kvöld, pabbi?“ „Ætli það verði ekki eitthvað eftir Holberg“, svarar skósmið- urinn. „Eigum við ekki að heyra eitt- hvað um manninn, sem var bar- inn af konunni sinni?“ hrópaði drengurinn ákafur. „Ha, ha“, hlær faðir hans, „hann á við Jeppa á Fjalli“. Hans Andersen gengur frá tækjum sínum og verður nú glaðlegri á svip. Litla hyllan, með þessum fáu bókum, er auðæfi hans. Kertið er flutt yfir á borðið og Anna María og drengurinn hlusta á leikrit Holbergs og 1001 nótt, og þau eru öll stödd í heimi ævintýranna. Heimsókn. Samtal heyrist fyrir utan hús skósmiðsins og brátt koma þrír latínuskólapiltar brosandi inn með stígvél í höndunum. „Góðan daginn, skósmiður! Geturðu gert við stígvélin mín?“ „Nei, mín fyrst, ég þarf að fá þau fyrir sunnudaginn". „Svona, strákar!“ segir skó- smiðurinn. „Látið mig sjá“. Hans Christian þykir vænt um drengina. Hann yfirgefur alltaf leik sinn þegar þeir koma. Þeir tala við hann og leika sér með honum. „Hvað hafið þið gert í dag?“ spyr skósmiðurinn. „Gert! Ó, þú ættir að vita, hvað við höfum verið að gera. Við höfum verið að þylja latínu allan daginn og beygja sagnir: sum, es, est, sumus, estis, sumt“. Hinir drengirnir halda um eyrun og hrópa: „Haltu þér sam- an, drengur! Þyrmdu okkur eftir að skólatíminn er úti“. „Þið hafið sjálfsagt lært ann- að en latínu ?“ spyr skósmiður- inn. „Við höfum lært um Napóleon í dag“, svarar einn af drengj- unum. „Hann er nú alveg ágæt- ur“. „Já, þarna er hann“, segir Hans Andersen og bendir á vegg- inn, þar sem mynd af Napóleon hangir. Hann kann að berjast. Sá, sem bara væri einn af her- mönnum hans“. „Vildir þú vera hermaður?“ spyr einn af drengjunum. „Já, þá gæti maður ferðast um og séð eitthvað. — Sjáðu her- menn Napóleons í Þýzkalandi, ftalíu og Rússlandi“. „Allir tala um þennan Napól- eon“, segir Anna María. Henni líkar ekki hrifning manns síns af öllu, sem kemur hernaði við. „Eftir því sem ég veit bezt, drepur hann og eyðileggur allar þjóðir“. „Þú hefur ekkert vit á því“, segir skósmiðurinn. „Nei, það hef ég sjálfsagt ekki, en ég man, þegar Frakkar og Spánverjar voru hérna. Það voru nú meiri lætin á götunum. Það var skotið af fallbyssum, svo að húsin léku á reiðiskjálfi, og svo brenndu þeir heila höll við Kold- ing. Nei. guð forði okkur frá stríði og hermönnum. — En þú ert nú líka orðinn of gamall til að ger- ast hermaður". „Þér skjátlazt svo sannarlega", sagði skósmiðurinn, „það er ég ekki. Það getur vel verið að ég ráði mig í herinn. Það gæti nú verið, að ég kæmi heim með laut- inantstitil, Anna María! Maður verður lautinant eða kapteinn, ef maður er verulega hugrakkur. Hvað segirðu við því, kona?“ „Ég mundi segja: Skósmiður, haltu þér að leisti þínum. Og þig mundi víst ekki fýsa að fara burt frá konu og barni“. „Já, já“, andvarpar skósmiður- inn. „En sjáið þið, drengir, ég vildi gjarna vera einn af ykkur. Mig dreymdi einu sinni um að ganga í latínuskóla, — já, það er satt — en það átti nú að fara öðruvísi". „Af hverju gerðirðu það þá ekki“, spyr einn drengjanna. „Langaði þig í alvöru til að lesa og fá löðrunga af kennar- anum“, spyr annar. „Til þess þarf peninga, strák- ar, og þá hafði ég ekki. Verið á- nægðir með kjör ykkar! Þið lærið því loknu. En ég verð að sitja hérna alla daga frá morgni til kvölds". „Eruð þið vitlausir!“ hrópar einn drengjanna. „Klukkan er orðin margt. Við verðum að fara! Vertu sæll, skósmiður. Við kom- um bráðum aftur“. „Já, gerið þið það“, segir skó- smiðurinn og heldur áfram við vinnu sína. „Pabbi, er gott að vera í latínu- skóla?“ spyr Hans Christian þar sem hann situr á gólfinu. „Já, ef gáfurnar eru í lagi, hlýtur að vera gaman að læra eitthvað“, segir faðir hans. „En farðu nú aftur að leika þér, Hans Christian, ég er bráðum búinn“. Nú koma fleiri viðskiptavinir, en þó að Hans Andersen hafi nóg að gera, eru tekjur hans litlar. Fólk sparar skó sína, og oft eru þrætur um verðið. í ljósaskiptunum komu ná- grannakonurnar stundum til þess að ræða helztu tíðindin í bænum. Drengurinn hlustar á tal fullorðna fólksins. Það les blöð og veit svo margt. Hann heyrir um marga merkilega hluti, styrjöldina úti í Evrópu og Napól- eon mikla, sem faðir hans dáist að og blöðin eru alltaf að skrifa um. Einnig fréttir að heiman eru ræddar. Þegar Christian prins kemur til Odense og býr i höll- inni, fær drengurinn nóg að hugsa um. Hann sér höllina i anda, með sínum skrautlegu sölum, þjóna og skrautbúið fólk, og sjálfan prinsinn í ævintýra-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.