Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 28
188 Heima er bezt Nr. 6 lega fögrum einkennisbúningi, En um það, sem gerist í Munka- myllustræti, er talað í hálfum hljóðum í eldhúsinu hjá Önnu Maríu, eða úti á stéttinni bak við húsið. Eyru Hans Christians heyra margt, sem setur ímynd- unarafl hans á hreyfingu, og æf- ir eftirtektargáfu hans. En um kvöldið, þegar myrkrið kemur, heimsækir amma þau og kemur öllum í gott skap. Amma. Gömul, fremur fátæklega klædd kona, kemur til skósmiðs- ins. Hún hefur klút um höfuðið og sjal á herðunum. „Amma! Amma!“ hrópar Hans Christian og hleypur á móti henni. Hún faðmar hann að sér og setzt með hann í kjöltu sinni. Hún horfir á þau öll með mildu og kærleiksríku augnaráði; það er gott að koma til fólks, sem maður veit, að þykir vænt um mann, hún þarfnast kærleika og umhyggju eftir amstur dagsins. Skósmiðurinn verður glaður að sjá móður sína. „Já, seztu, mamma“, segir hann. „Þökk“, segir amma. „Ég þarf sannarlega að setjast niður. Ég hef verið að strita í spítalagarð- inum allan daginn. — Já, svo sannarlega. Ó, hvað þeir eru vit- lausir allir saman!“ „Það er sjálfsagt líka þess vegna, að vesalings brjálaða fólkið er þarna“, sagði Hans Andersen. „Það hafa verið stöðug óp og ólæti“, sagði amma, „svo að mér er orðið illt í höfðinu af því“. „Það er víst ekki skemmtilegt að verða að hlusta á það“, segir Anna María. „Hans Christian er hræddur við að heimsækja þig. Hann þorir varla að koma ná- lægt Grábræðraspítalanum“. „Það er gott, að þú getur unað við þáð“, sagði skósmiðurinn aft- ur, „þú vinnur þér ögn inn á því“. „Unað því — unað því! „endur- tekur gamla konan. „Maður veit, að þeir verstu eru læstir inni“. Amma tekur af sér skupluna og leggur frá sér sjalið og fer með hendina, sem er rauð og veður- bitin af garðavinnunni, niður í vasa sinn eftir litlum poka. „Hvað heldurðu að amma sé með handa þér?“ spyr hún drenginn. „Brjóstsykur!“ hrópar hann. „Já, en fyrst verðurðu að syngja fyrir mig“. Hans Christian fer ofan úr kjöltu hennar og syngur vísur, sem pabbi hans er búinn að kenna honum. Hann langar svo til að gleðja ömmu sína. Hann finnur á sér að henni líði ekki vel, og hún verður að erfiða mikið. Hann skilur alls ekki, að sumum skuli ekki líða vel. Það skyldi vera öðruvisi, ef hann væri drottinn. Þegar hann hefur lokið söngn- um, fær hann brjóstsykurspok- ann; amma brosir. „Já, þú getur sungið“, segir hún. „Þú ert líka skynsamur og lítur einnig vel út — já, það gerirðu. Nefið er kannske full stórt, en þú breyt- ist, þegar þú stækkar". „Útlitið er ekki fyrir öllu“, seg- ir skósmiðurinn. „Nei, sannarlega ekki“, segir hún. „Það verður eitthvað úr honum. — Ójá. Maður ætti að hafa meira milli handanna, já sannarlega. — Þegar ég minnist þess, að amma mín var fín kona frá Cassel, já“. „Hvar er Cassel, amma?“ spyr drengurinn. „Það er borg í stóru landi hérna langt frá — já, alla leið suður í Þýzkalandi. — En þessi fína kona giftist skopleikara og strauk að heiman, að því er móðir mín sagði mér“. Hans Christian hlustar og hugsar um það, hvernig komið væri fyrir ömmu hans, ef amma hennar hefði ekki hagað sér svona. Hún hefði áreiðanlega verið fín kona, já, kannske prins- essa. — Já, hann hefði kannske verið prins og átt heima í höll“. Skósmiðurinn og Anna María líta hvort á annað. Þau hafa oft heyrt söguna um þessa fínu konu frá Cassel; en hafa engar sann- anir fengið fyrir því, að hún hafi nokkru sinni verið til. Amma heldur áfram eins og við sjálfa sig: „Og svo að hugsa sér öll þau óhöpp, sem ég og vesl- ings maðurinn minn urðum fyr- ir. — Búgarðurinn brann og hann varð sinnisveikur. — Kannske var það gott fyrir hann. Ég skal ekki kvarta. Ég hef matinn ofan í mig. Og svo hef ég þig, Hans Christian". Gamla konan dregur drenginn að sér og klappar hon- .um á kinnina. „Þú ert nú líka hraust, mamma", segir Hans Andersen. „Það er þakkarvert fyrir fólk á þínum aldri“. „Já, víst er um það“, segir amma og andvarpar. „En ég kom hingað til að heyra, hvernig það gengur með stöðuna í sveitinni, sem þú sóttir um, Hans. Og fínu silkiskóna! Ég vildi gjarna sjá þá einu sinni enn, áður en þú skilar þeim“. Skósmiðurinn verður alvarleg- ur á svip. Amma hefur fitjað upp á óþægilegri sögu. Hann hefur sótt um stöðu á herragarði og átti að sauma tvenna skó til reynslu, en þeir voru ekki teknir gildir sem góð vara. „Það verður ekkert af því“, segir hann. „Hvað segirðu!“ hrópar hún, „og ég hafði hlakkað svo til þess að Hans Christian færi út í sveitina í allt frelsið“. Anna María hefur verið gröm yfir óhappi manns síns í marga daga, og er bitur út í hina fínu frú, sem viðurkenndi ekki vinnu hans. „Já, svona frúr eru stórar upp á sig“, segir hún. „Þegar Hans kom með skóna, fannst henni þeir ekki vera nógu fínir“. „Voru þeir ekki nógu fínir?“ spyr amma. „Þeir voru þó svo snotrir, að meira að segja keis- aradrottning hefði verið sæmd af þeim“. Hans Christian hafði hlakk- að til að komast í sveit, en hon- um fannst það ónærgætið gagn- vart föður sínum, að tala meira um það. Á hverju kvöldí, þegar hann var háttaður, hafði hann hugsað um herragarðinn í sveit- inni, og litla garðinn, sem átti að vera hans. Þegar hann lokaði augunum, sá hann fyrir sér akra og engi, þar sem fiðrildin flögr- uðu milli blómanna. „En ég lét nú ekki hlunnfara mig“, segir skósmiðurinn. „Ég var í sparifötunum, setti rauða klútinn utan um skóna til þess að afhenda hennar náð þá, eins og hún krafðist, til þess að ég fengi stöðuna. En láttu þér ekki Framhald á bls. 189.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.