Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 17
1 Nr. 6 Heima er bezt 177 STUÐLABERG. Margar fagrar og einkennilegar stuðlabergsmyndanir finnast í blágrýlisfjöllunum hér á landi og víðar. Flestir kannast við rnyndir frá Dverghömrum á Síðu, en þar eru óvenju- lega fagrar stuðlabergsmyndanir, þótt ekki séu þcer tröllauknar á neinn hátt. Kirkjugólfið hjá Kirkjubcejarklaustri á Siðu er landsfrœgt. Þar standa nokkrir stuðlabergsdrangar upp úr sléttum sandi, en svo sléttir eru þeir að ofan, að það er engu líkara, en að hér sé vandlega hellulagt gólf. Enda var það lengi trú almennings, að þetta vcéri gólfið úr klausturkirkjunni, eða jafnvel Papakirkju frá því á Landnámsöld. I Lómagnúpi er og stórkostlegt sluðlaberg, og algengt er það á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þessi mynd er af stuðlabergi hjá Akbraut, sem er eyðibýli i Hollum (Rangárvallasýslu). (Ljósm.: Jón Jónsson). hafa lagst rólegur í leyni sitt og búist við að skufsi léti ekki lengi standa á sér. Var hann nú stöð- ugt á gægjum, en ekkert bar til tíðinda. Honum voru það því mikil vonbrigði, að skufsi lét hann bíða, þangað til þolinmæð- in brast og hann ákvað að hverfa heim. Hann sagðist hafa haldið að skufsi væri eitthvað vant við látinn og hefði að líkindum í mörgu að snúast, eins og orð færi af. Ákvað hann því að vitja naglanna á hverju kvöldi, áður en hann færi að hátta. Hann valdi kvöldið, því að hann kvaðst hafa búist við, að myrkrahöfð- ingjanum þætti gott að sofa á morgnana eins og sér. En ekkert gerðist og vonbrigð- in héldu áfram. Leifi gáði að naglatuskunni á hverju kvöldi, en skufsi lét ekki svo lítið, að vitja naglanna, eða láta sjá sig. „Endemis ókindin brást mér alveg“, sagði Leifi. Kvað hann svo að orði, að þessi tilraun til viðskipta við þann hornótta, hefði alveg farið út um þúfur. En trúin á dugnað hans og smíði naglaskipsins hefði orðið fyrir æði miklu áfalli. Bjóst hann ekki við, að hann mundi leggja út í það aftur, að afla skufsa efnis í annað naglaskip. Eins og áður er að vikið, lá aldrei illa á Hjörleifi Benedikts- syni. Hann var bókhneigður og stundaði mikið lestur góðra bóka, þegar tóm gafst til. Svo vildi og vel til, að hann var langdvölum á heimili séra Jóns prófasts Jónssonar fróða, sem keypti þá allar íslenzkar bækur, blöð og timarit, er út komu og auk þess mikið af bókmenntaritum hinna noröurlandanna. Mun óvíða á þeim tíma hafa verið til eins fullkomið bókasafn og mikið að vöxtum, eins og þar. Við þann andlega heilsubrunn, sem þarna var tiltækur, undi Hjörleifur sér vel. Auk þess kunni hann að meta og færa sér í nyt hin göf- ugu og menntandi áhrif próf- astshjónanna, sem voru öllum bóklestri betri. Varð hann því fróður um margt og kunni vel við sig í því holla andlega and- rúmslofti, sem víðfrægt var þá á heimilinu að Bjarnanesi og Stafafelli. í endurminningum mínum um frú Margréti Sigurðardóttur, gat ég þess, er Hjörleifur gaut gráum glettnum augum, fjörlegum og brosandi á söngfólkið, er það söng þessi orð í Passiusálmun- um: „Enginn kann utan .hann leyfi“, en þetta augnatillit Hjör- leifs hafði þau áhrif, að söng- fólkið fleygði frá sér sálmunum og flúði hlæjandi út úr baðstof- unni. Sýnir þetta betur en orð fá lýst, áhrifavaldi augnanna hans Hjörleifs og gletturnar hans og gáska. En jafnframt breiðir það birtu yfir þann frjálsa hlýja blæ og saklausu glaðværð, sem átti heima á nefndu heimili. S M Æ L K I. Oft er hægara að vinna vel, en að skýra frá því, vegna hvers maður hefur skilað slæmu verki. ★ Leyndardómurinn við þbegi- legar samræður er sá, að maður á ekki að segja neitt, nema að maður hafi eitthvað að segja af viti. ★ Það er ekkert, sem gerir mjóan veg eins breiðan, og þegar mað- ur stendur með skóflu í hend- inni og ætlar að fara að moka af honum. ★ Flestum finnst þeir ekki vera miðaldra fyrr en þeir eru það ekki lengur.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.