Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 26
186 Heima er bezt Nr. 6 honum á kinnina, tók buddu upp úr vasanum og rétti drengnum skilding. „Farðu nú,“ sagði maðurinn. Drengurinn setti á sig tréskóna og hljóp út á veginn til mömmu sinnar og ömmu, og sagði þeim frá þessum undarlega manni, sem í stað þess að berja hann, hafði gefið honum peninga. „Já, þú ert einkennilegur drengur, Hans Christian,“ segir móðir hans, „ekki einu sinni þessi slæmi maður tímdi að berja þig.“ Þau fylgdust nú öll að inn í Odensebæ; ofurlitla ögn hafa þau þó í pokunum sínum. Þær ganga eftir Munkamyllu- stræti. Nágrannakonurnar í litlu bindiverkshúsunum eru forvitn- ar að vita, hvar Anna skósmiðs- ins og drengurinn hennar hafa verið. Þær fá brátt að heyra alla söguna um ráðsmanninn. Kon- urnar klappa saman lófunum af undrun, á meðan þær horfa á eftir þeim þremur inn í hús skó- smiðsins, sem stendur ofurlítið lengra við götuna. Bernskuheimilið. „Hvernig gengur með mylluna, Hans Christian?“ spyr skósmið- urinn, hann er að reka stifta í þykka skósóla. „Hún gengur ekki, nema ég ýti henni af stað,“ svarar dreng- urinn. Hann liggur á gólfinu með leikföngin í kringum sig. „Það er ekki gott, drengur minn. Ég ætla að búa til aðra miklu betri á sunnudaginn. Hún á að ganga fyrir vindinum.“ „Nei, við ætlum að fara út í skóg á sunnudaginn. Þú hefur lofað mér því, pabbi.“ „Nú, já,“ svarar faðirinn. Hann langar líka út í skóg. „Þú getur spurt mömmu, hvort hún ætli að fara með.“ En hin iðna skósmiðskona er ekkert fyrir að fara í langar gönguferðir. Hún svarar strax: „Nei, farið þið bara, ég ætla ekki að fara fyrr en á hvítasunnunni, því að þá ætla ég að ná í nokkr- ar grænar greinar, til þess að hafa hérna inni til prýðis.“ „Já, þú ert alltaf að laga til í stofunni, mamma.“ „Ég reyni að gera allt eins vistlegt og unnt er, þó að efnin séu lítil. Það er alveg eins hægt að hafa hreint i fátæklegri stofu, eins og í höll.“ Skósmiðurinn heldur áfram starfi sínu, Anna María er að stoppa í sokka og Hans Christian er að reyna að fá mylluna sína til þess að snúast. Þannig geng- ur lífið í þessari stofu. Hún er lítil og fátækleg, en allt er hreint þar inni. Meira að segja er allt I röð og reglu á vinnu- borðinu milli glugganna. Við einn vegginn stendur dragkist- an með fallegum bollum og smá- hlutum, og þessir smáhlutir úr postulíni og leir eru dásemdir í augum Hans Christians. Við annan vegginn stendur rúm fjölskyldunnar, og það er ekki neitt venjulegt rúm. Skósmiður- inn hefur sjálfur smíðað það úr gömlu tréborði eða grind, sem hafði verið notuð undir kistu Trampe greifa, meðan hann lá þar til sýnis áður en jarðarförin fór fram. Svartur dúkur hafði verið festur á borðið, og énnþá sáust leifar af svörtum listum á rúminu. í þessu rúmi fæddist Hans Christiah, hinn 2. apríl 1805, og þar dó faðir hans síðar. Inni voru borð og nokkrir stól- ar, bókahylla með biblíunni, 1001 nótt, leikritum Holbergs og nokkrum vísnakverum. Þetta er allt, sem skósmiðurinn á. Það er heimilislegt í stofunni, hvít gluggatjöld fyrir litlu gluggunum, þar sem nokkur falleg blóm standa í pottum. Anna getur gert fínt inni, þótt hún sé fátæk. Það er alls ekki óvanalegt, að ilmurinn af steiktri gæs finnist úti fyrir húsinu. Eldhúsið í húsi skósmiðsins er veröld út af fyrir sig. Þegar fleskið er að steikjast á pönn- unni, eða þegar húsmóðirin er að pressa föt, svo að ilmurinn af hreinu líntaui fyllir eldhúsið, þá er Hans Christian óðara kominn þangað. „Passaðu nú að slasa þig ekki,“ segir Anna María, þegar dreng- urinn er að klifra upp stigann upp á loftið. Yfir stiganum, al- veg úti í þakrennunni, er garð- ur skósmiðsins. Það er trékassi með mold. í honum er persille og graslaukur. Það er heilt æv- intýri að sjá jurtirnar koma upp úr moldinni og smástækka, og bæði móðir og sonur klifra þangað á hverjum degi til þess að sjá hvort þær þrífist. Það er erfiðara fyrir drenginn að komast niður stigann, svo að lokum verður Anna María að taka hann og setja hann á eld- húsborðið. Ef hún á til góðan bita, gefur hún honum að smakka, og hún segir honum, hve vel honum líði. „Þér er engin vorkun, dreng- ur minn, þegar ég var á þínum aldri, var ég send út til að betla. Ég sat einu sinni heilan dag undir brú og var að gráta.“ Hans Christian litli fær tár í augun og þrýstir sér að móður sinni, grætur yfir illsku heims- ins. „En nú áttu bráðum að fara í skóla,“ segir hún, „þá lítur líf— ið nú öðru vísi út í augum þín- um.“ „Er þá slæmt að ganga á skóla, mamma?“ spyr hann. „Bæði já og nei! Ef þú lærir lexíurnar þínar og hegðar þér vel, mun allt ganga að óskum. En sumir fá að finna vöndinn; þú verður að læra að taka því„ sem að höndum ber. En við ætl- um að senda þig til gömlu kennslukonunnar, þar er varla eins strangt og í stóru skólun- um, en í skóla verðurðu að fara.“ „Já“, andvarpar drengurinn, en allra helzt vildi hann vera heima hjá mömmu, alltaf. — Hans Andersen skósmiður er stilltur og fremur fámálugur maður; Hans Christian er auga- steinninn hans. Hann fórnar drengnum öllum frístundum sínum. Hann smíðar leikföng handa honum, myllur, karla, hús og marga aðra fallega hluti, sem í augum drengsins eru hreinustu furðuverk. Þeir ganga í skóginn á sunnudögum. Drengurinn fer í könnunarferð- ir millum trjáa og runna og tín- ir blóm og ber, meðan faðir hans liggur í grasinu og lætur sólina baka sig og hugsar um allt það, sem hann hefur orðið að fara á mis við í tilverunni. Eitt sinn hafði hann dreymt um að ganga á latínuskóla, og hann hafði einnig hugsað sér að ávinna sér heiður innan hersins. — Nú er hann fjölskyldufaðir og verður

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.