Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 6
166 Heima er bezt Nr. 6 ur af tveim, þar sem ég hefi mætt svo mikilli gestrisni, að gengið væri í veg fyrir óþekkta ferðalanga, eingöngu til þess að bjóða þeim í bæinn. Nóttina eftir gistum við í Neðra-Nesi og komumst daginn eftir niður í Borgarnes í tæka tíð. Sjóveður var sæmilegt, en undiralda nokkur, svo að ég varð eitthvað sjóveikur, en hundurinn okkar þó enn meira og er það eina sagan af honum. Skipið reyndist hægfara mjög, svo að til Reykjavíkur komum við ekki fyrr en eftir miðnætti. Ég fékk þó leiðbeiningu að húsi föðursystur minnar, sem ætlaði að hýsa mig og fæða á meðan ég dveldi í borginni, en óbeit mín á því að vekja upp, varð þess valdandi að ég notaði nokkurn hluta næturinnar, sem var bæði björt og fögur, til að skoða mig um og auk þess fékk ég mér blund á stórum steini einhvers staðar í Skólavörðuholtinu. Þeg- ar mér þótti líklegt að kominn væri fótaferðatími, fór ég að nálgast húsið aftur og þarf ekki að efast um móttökurnar, nema hvað ég fékk ávitur fyrir það, að hafa ekki gert vart við mig um nóttina. Þó Reykjavík væri ekki fyrir- ferðamikil á þeim árum, miðað við daginn í dag, var auðvitað margt að sjá fyrir sveitadreng- inn, enda sparaði maður föður- systur minnar engan tíma eða fyrirhöfn til að sýna mér allt, sem hugsast gat að ég hefði gagn eða gaman af, enda þótt allt yrði að fara fótgangandi. Meðal annars sýndi hann mér bæði Vífilsstaði og Klepp, þó báðir þeir staðir væru allfjarri Reykjavík á þeim árum. Að sjálfsögðu fylgdist ég vel með og sá allt sem fram fór opinber- lega 17. júní og þá fyrst og fremst íþróttamótið, sem vand- að var til eftir föngum. Einnig var ég við hátíðalega afhjúpun myndar af Jóni Sigurðssyni í Menntaskólanum og yfirleitt alls staðar þar sem eitthvað var um að vera. Þegar ég hafði verið nokkra daga í borginni, taldi ég erindi mínu lokið og fór að hugsa til heimferðar og að sjálfsögðu gangandi og einn, svo ég ráð- gerði að fara þjóðveginn að mestu. En rétt í þessu rakst ég á Valtý Stefánsson, sem ég var dálítið kunnugur og þegar hann komst á snoðir um fyrirætlanir mínar, bað hann mig að bíða sín á meðan hann væri að ljúka prófi sem þá stóð yfir, því hann væri brátt á leið norður, en skipsferð ekki þá í bráð. Bauðst hann til að lána mér reiðhjól, sem ég gæti farið á til Þingvalla á meðan, en á því hafði ég að vísu haft nokkurn hug án þess að sjá tiltækileg ráð. Með því að mér lá ekki mjög á og þótti auk þess góð samfylgdin, tók ég boði hans með þökkum. Vegurinn til Þingvalla lá um Mosfellsheiði og var erfiður nokkuð, en um slíkt var ekki fengist þá. Ekki hafði ég eins góð not af komunni á Þingvöll og æskilegt var, með því að ég naut engrar leiðsagnar, en naut hennar þó í ríkum mæli, enda bezta veður, en ónæðissamt þótti mér um nóttina í Valhöll og áttu mesta sökina á því nokkrar stúlkur, sem mér var sagt að væru ítalskar. Settust þær ekki að fyrr en undir morg- un, en létu öllum illum látum og voru meðal annars lengi uppi á þaki hússins. Á tilteknum degi mættumst við Valtýr og með honum ann- ar félagi, Sigfús Halldórs frá Höfnum og tókum okkur far með skipi í Borgarnes. Veður var kyrrt og blítt, en allþung undir- alda, svo að skólapiltarnir munu hafa fórnað Ægi einhverju úr forðabúri sínu, enda lá skipið langan tíma úti í firðinum, að því er talið var, til að bíða flóðs, svo komist yrði inn í Borgarnes og valt það mjög í stað þess að liggja rótlaust, eins og ætlast mátti til í logninu. Þegar til Borgarness kom, var fyrsta verk- ið að fara inn í veitingahús og fylla eitthvað í svanginn. Að því búnu gengum við upp í Galtar- holt til gistingar og komum þar laust fyrir háttatíma. Var bor- inn fram matur mjög bráðlega og minnist ég ekki að hafa séð stærra fat, en þarna var borið fram þakið smurðu brauði, á- samt einhverri vökvun. Bóndi sat inni hjá okkur á meðan við snæddum og spurði tíðinda eins og þá var venja í sveitum. Man ég það að ég varð einkum fyrir svörum til að byrja með og missti þvi athyglina frá brauð- fatinu, þegar ég var við aðra sneiðina, en þegar ég hugðist taka þá þriðju, var fatið ger- samlega hroðið og minnist ég þess ekki að hafa séð svo stórt fjöruborð verða á jafn skammri stund, nema ef vera skyldi síð- ar í þessari ferð og efast ég um að Þór og Logi hafi gengið bet- ur fram er þeir átu í kapp úr troginu góða hjá Útgarðaloka. Að vísu var fatið sjálft eftir í þessari áthríð. Einsetti ég mér því að fylgjast betur með næst. Að lokinni máltíð, losnaði um málbein félaga minna, svo að ég þurfti sizt að standa fyrir svör- um úr því. Nú skal það strax tekið fram, sem margir þó vita, að þegar kyrrsetumaður fer að hreyfa sig til muna, en er ann- ars fullhraustur, gengur fæðan undra fljótt til þurrðar (brenn- ur ört), svo að hann svengist fyrr, en sá sem þjálfaður er, en þetta var mér ekki fullljóst þá, svo að ég undraðist eða jafnvel dáðist að átþoli þessara félaga minna. En þetta var nú bara upphafið. Morguninn eftir fengum við svo vel að borða, því þetta var hið mesta rausnarheimili. Næsti áfangi var að veiðimannahúsi við Laxfoss. Þar voru Englend- ingar að veiðum og þekktu fé- lagar mínir leiðsögumann þeirra sem þeir vildu endilega hitta. Húsráðandi leyfði þjóni sínum að bióða okkur inn og vorum við spurðir um hvaða góðgerðir við vildum þiggja. Jú, gott væri að fá eitthvað að borða. Ekki stóð á því og þó ég muni óglöggt hvað á borðum var, man ég að það var bæði mikið og gott því Englend- ingar nestuðu sig vel á þeim ár- um og gerðum við þvi hin beztu skil. Ákveðið var að gista í Sveina- tungu og náðum við þangað tím- anlega, en samt munu þeir sem óvanir voru göngulaginu, hafa verið búnir að fá nóg, en sultur- inn mun þó hafa yfirgnæft þreyt- una, og var mjög hlakkað til snæðings. Til þess að stytta okk- ur leið heim að bænum, fórum við beint af augum og klifum

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.