Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 12
172 Heima er bezt Nr. 6 — Svo er hann einkavinur sels- ins, eins og allir veiðimenn vita. Næst mætum við selnum. Svartbakurinn hefur vakið hann. Stórir og belgmiklir útsels- brimlar og skjóttar urtur skjóta upp kollinum skammt frá bátn- um, og stara á okkur grænum og gTeindarlegum augum. Þteim skýtur til axla upp úr sjónum, troða marvaðann um stund og fjarlægjast síðan bátinn. Allur er varinn góður. En þeim er ó- hætt. Hér eru ekki stríðsmenn á ferð. Það er hvorki blý eða byssa í bátnum. Líklega eru þetta hjón, og eiga barn í vonum, sem þau svo ætla sér að fæða og ala upp í Hafra- kletti þegar haustar. Ég óska fjölskyldunni til hamingju! En þetta eru aðeins útverðir byggðarinnar, þeir færustu. Þeg- ar við komum að tanganum liggja þar margir selir og baka sig í sólarhitanum. Þeir eru ó- sköp letilegir. Dýfa kömpunum hvað eftir annað í sjóinn, og er auðsjáanlega meinilla við að væta sig. Þó drattast þeir ofan um síðir, blásandi og rymjandi. Nokkrir reka í fyrstu upp haus- inn skammt frá tanganum og blása mæðulega yfir ónæðinu, sem þeir verða fyrir, aðrir setja kryppu upp úr hryggnum og láta sig fljóta í sjólokunum. Síðan lóna þeir í burt og við sjáum þá ekki meir. — — Sendlingar vappa tístandi um tangann, þvf nú er fjara og þeir í ætisleit. Sennilega eru þetta geldfuglar, sem ekki hugsa til varpstöðva í sumar. Næst mætum við skarfinum, við flæðarmál á tanganum. Hon- um er erfitt um gang og þungt um flug. Sjórinn er hans eina athvarf. Óskapleg kös er þar af ungum í hreiðrum, sem raunar eru nú ekki hreiður lengur, held- ur samfelld þarahrönn, troðin og bæld, þar sem ekki mótar fyrir nokkurri hreiðurgerð. Sum- ir engjast sundur og saman ber- ir og blindir, og eiga sýnilega bágt með að þola birtuna. Aðrir eru á „bezta búnaði“, en nokkuð alfiðraðir og komnir að þvi að yfirgefa bælið. En þeir eru þungir á sér og feitir, og vilja sitja meðan sætt er. Þegar þeir teygja úr hálsinum og hrista að okkur gráan kollinn, vellur upp úr þeim fiskurinn, lítt eða ekki meltur. Unginn er ákaflega gráð- ugur, og foreldrarnir spara ekki við hann fæðuna. Marhnútur og þaraþyrsklingur eru hans uppá- halds réttir. — Skarfurinn er sá kyndugasti varpfugl sem ég þekki. Hann getur verið að verpa frá því snemma í marz og þang- að til í fardögum. Því er unginn svo misjafn. Teistan — þessi þýðlynda prúða „systir“ í ríki fuglanna — flýtur við klappirnar. Hún er á- kaflega spök og gæf þarna eins og annars staðar. Sjálfsagt á hún tvo unga einhvers staðar í glufu milli steina uppi á hólmanum. Það fer hvergi mikið fyrir henni. Hógværð og háttprýði eru henn- ar dyggðir. Svo göngum við upp á hólm- ann. Hann er algróin þróttmik- illi töðu og mel. Skarfakálstopp- ar á stöku stað. Og svo er mjúkt við fótinn í töðufeldinum, að það er eins og gengið sé eftir vel stoppaðri dýnu. Hér hefur ekki verið borinn Ijár í gras um tugi ára. En grasið nært af fugla- driti, hávaxið og kjarnmikið, lagst út af og dáið í lok hvers vaxtartímabils og myndar þykk- an og frjóan jarðveg ofan á þess- um afskekkta kletti. — Moldin hverfur til jarðarinnar þar sem hún áður var, en andinn til guðs, sem gaf hann. í grasinu er krökt af svart- baksungum. Þeir stærstu fara á kreik og hypja sig til sjávar, en þeir minni bæla sig niður og fara hvergi. Við megum gæta okkar að stíga ekki ofan á þá. Kríuungunum er þó hættara. Þeir eru nýskriðnir úr eggjun- um, og sumir ófæddir. En við reynum að valda ekki slysum. Raunar er hætt við, að eitthvað af þeim verði hinum gráðugu ungaræningjum að bráð, sem byggja með þeim hólmann. Og þó er ekki gott að segja neitt um það. Þar sem margar fuglateg- undir byggja svo að segja eina sæng, er ekki að vita nema sam- komulagið sé gott. Lambið og ljónið virðast leika þar saman, svo til fyrirmyndar er. — Það er fyrst þegar mennirnir koma til sögunnar, með alla sína „frið- un“ og „verndun" sem allt ætlar að verða vitlaust. — Annars er ekki mikið þarna af kríu. Og hún hverfur, og garg hennar drukkn- ar gersamlega, í kliðnum og marvaðanum yfir höfðum okkar. Mikið er af lunda. Hann bygg- ir myrkar holur í hinni mjúku og frjóu mold hólmans. Hann sækist ekki eftir sólskininu og sunnanblænum í híbýli sín. Mest er af honum utan með — á klett- unum. En þó er hola og hola á stangli um allan hólmann. Hon- um bregður ónotanlega við hina óvæntu heimsókn okkar, og dyn- inn yfir höfði sér. Flýgur því í dauðans ofboði út á sjó. Von- andi hefur eggið hans eða ný- fæddur unginn, ekkert illt af því. Viðstaða okkar verður svo stutt. Stöku útleiðslu sjáum við, en þær eru ekki margar. Þetta er ekki ákjósanlegt varpland fyrir æðarfuglinn. Of þurrt, slétt og hart. — En þó gerir æðarfugl- inn sér flest að góðu. Ekki er til sá hólmi eða sker í Breiðafirði, sem annars tollir á þángkló eða grastægja, að ekki verpi þar kolla. Þar er engin hólmi í eyði á vorin. Vatnsönd hrekkur upp úr mel- skúf. Máske situr hún á tómum fúleggjum svona seint á varp- tíma. Við aðgætum það, en svo er ekki. Eggin eru kolunguð. Hún hefur bara verið svona síðbúin í varpið. Toppönd skýst úr dauðri lunda- holu. Allt í lagi með hana. Sjálf- sagt eru eggin hennar kolunguð. — En hvað eru annars andir að gera á þessum kletti, úti i miðj- um firði? — Þetta eru ekki þeirra réttu heimkynni. Því er ekki auð- svarað, en líklega hafa þær bara komið sér þarna fyrir til að sæta soðið, auka á fjölbreytni dýra- lífsins í hólmanum. Hafi þær sælar gert! En ekki er allt talið enn. Klett- arnir að norðan og vestanverðu, sem blasa við mér heima, eru þéttsetnir fugli. Frá honum staf- ar „marmarinn“ í klettunum. Allt er þar í einum graut, að mér virðist: rita, skarfur, fýll. — Og þó, fýllinn er efstur. Hann er nýr landnemi á þessum slóðum, og illa þokkaður. — Faðir minn segist oft hafa komið í hólmann á unglingsárum sínum, og þá

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.