Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 29
Nr. 6 Heima er bezt 189 Gönguför . . . Framhald af bls. 168. leiðis að Höfnum á Skaga, en ég beið fundarloka og slóst í för með fundarmönnum er ég þekkti, þeim Sigurði skólastjóra á Hólum, Sigurði kennara þar, Jakob Líndal og Birni á Veðra- móti, sem lofuðu að skjóta und- ir mig hestum á meðan við ætt- um samleið. Fyrst lánaði Jakob mér brúnan fola, nær ótaminn og fremur óþjálan, og lafði ég einhvernveginn á honum á með- an til var ætlazt, en síðan skipt- ust hinir á að lána mér hesta til Blönduóss. Þar skildu enn leiðir og flutti Björn á Veðra- móti mig heim til sín um Kol- ugafjall, sem mér þótti heldur langur og leiðinlegur fjallveg- ur, enda komið fram undir háttatíma þegar við lögðum á fjallið og ég hálf syfjaður og öllu þreyttari af reiðinni en göngulaginu áður. Frá Veðramóti fór ég daginn eftir niður á Sauðárkrók og var nú gangandi aftur. Þar tafði ég um tíma hjá föðursystur minni, sem lét fylgja mér að ferjustað við Héraðsvötnin, þar sem Jón Ósmann var ferjumaður. Þaðan gekk ég svo upp að Litla-Dal til gistingar. Einhvernveginn höfðu menn á þessum slóðum fengið fregnir um, að gangandi maður væri á leið austur í sýslur, því fyrir mér lágu boð um það, að taka fola í taum, sem þangað átti að fara, en hann var með öllu ótaminn og illa bandvanur og kom því á- seta á honum ekki til greina. Sjálfsagt fannst mér að taka folann. Morguninn eftir komu til mín boð um annan fola, sem átti að fara austur í N.-Þing- eyjarsýslu og var hann ekki með öllu ótaminn, svo að komið gat til greina að setjast honum á bak, spöl og spöl, en bezt væri þó að honum væri alveg hlíft við því, enda sennilega gagnslítið og auk þess fylgdi ekkert reið- verið. Ekki kom mér annað til hugar en að verða við þessari kvöð einnig, og hugsaði lítið út i það hvernig teymingin kynni að ganga, né heldur hitt, að ein- hverjum kynni að finnast skop- legt að sjá gangandi langferða- mann með tvær ótemjur í taumi. En bóndinn sem ég gisti hjá, var svo hugulsamur að benda mér á annmarkana og taldi að vísu, að þetta gæti ekki komið til greina. Það vildi ég auðvitað ekki heyra, úr því að fullvita mönnum gat dottið í hug að fara fram á það. Samt lyktaði með því, að ég leigði mér góðan hest með reið- týgjum til Akureyrar, en ég ætla svo að sleppa því að mestu að greina frá þeim viðskiptum, en aðeins geta þess, að það var fjarri því að vera stríðlaust, einkum framan af, svo að nærri lá uppgjöf um tíma. Ferðin frá Akureyri og heim gekk hægt en slysalaust, og gerði ég ýmist að ganga og teyma báða folana, sem nú voru orðn- ir þjálli, eða setjast á bak þeim sem meira var taminn og hvíla mig á því stund og stund, og skal þá þessari sögu lokið. Eftir 42 ár er ferð þessi og margt af því, sem við bar, enn í svo fersku minni, að margir at- burðir 2—5 ára gamlir, eru þeg- ar huldir meiri móðu og veldur sennilega fleira en eitt. í fyrsta lagi var hraði ferðarinnar ekki meiri en svo, að góður tími vannst til að festa atburði í minni, og í öðru lagi minnkar sennilega hæfileiki manna til að muna glöggt, þegar aldur færst yfir. Og í þriðja lagi er nútíma hraðinn og fjölbreytnin á flest- um sviðum, afleit skilyrði til þess að muna vel hvað eina og er það óneitanlega hættuleg þró- un, ef enn færist í vöxt. Október 1953. Sigurður Egilsson. Leo Tolstoj Framhald af bis. 175. nokkru leyti, því eftir hans dag skullu yfir tvær mestu styrjaldir mannkynssögunnar, þá ber því ekki að neita, að ef hver einstak- ur maður sýndi þann þroska, að neita að bera vopn á meðbræður sína, myndi lítið verða. úr hjali óábyrgra herforingja og annarra valdbeitingarsinna. Stefna Tol- stojs hlýtur að sigra, eða mann- kynið að tortímast ella. Hér virðist vera aðeins um tvennt að velja. (Stuðst við: Alexandra Tolstoj: Tolsroj, min faders liv. Dönsk útg.) Hafraklettur . . . Framhald af bls. 173. siglum til Akureyja, Hafraklett- ur er að baki. Þar er hvorki álfa- kirkja né kaupstaður. — Hann er köld marmarahöll, séður úr fjarska, en dásamlegur dýra- garður þegar í hann er komið. H. C. Andersen Framhald af bls. 188. koma til hugar að hún hafi mát- að skóna! Nei, hún þaut upp og hrópaði: „Ó, þér hafið eyðilagt silkið mitt!“ Þá varð ég líka reið- ur, tók upp hnífinn minn og risti sólana undan: Ef þér hafið eyði- lagt silkið yðar, get ég líka eyði- lagt leðrið mitt, sagði ég og fór, já og fór“. Amma hristi höfuðið yfir þess- ari sögu og gat vel unnt náðugu frúnni slíkrar meðferðar. „Þú átt duglegan pabba, Hans Christ- ian. Hann bjargar sér. En Anna María, á drengurinn ekki að fara að hátta? Það er komið langt fram yfir háttamálin hans“. „Þá verður ekkert úr lestri í kvöld“, segir Anna María. „Nei, en í stað þess fengum við ömmu“, svarar skósmiðurinn. „Góða nótt, drengur minn, farðu nú að hátta“. Móðirin breiðir ofan á hann. Hún sezt á rúmstokkinn hjá hon- um og þau hafa yfir kvöldbæn- ina í sameiningu. Hún raular vers fyrir hann, kyssir hann á ennið og dregur svo rúmtjöldin fyrir. Hans Christian spennir greipar og biður sína eigin kvöldbæn. Hann biður guð að hjálpa föður sínum til að fá vinnu í sveitinni, þar sem er sólskin og fögur blóm. Framhald. Danski mynd- höggvari. . . Framhald af bls. 184. birtist í höggmyndum Johannes C. Bjerg. Listamenn hylla tækni hans og hugkvæmni. Sjálfur leggur hann áherzlu á viljann til að berjast til sigurs, án hans hefði hann ekki komizt í fremstu röð, jafnvel þótt öll tækifæri heimsins hefðu verið lögð við fætur hans. — Ó. G.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.