Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 9
Nr. 6 Heima er bezt 169 JÖRGEN BUKDAHL OG ÍSLAND HEIMA er BEZT barst þýðing á eftirfarandi greinarstúf, eftir danska bókmenntamanninn Jör- gen Bukdahl, fyrir skemmstu. Eins og menn muna, kom Buk- dahl í heimsókn hingað síðast- liðið sumar og hélt þá nokkra fyrirlestra um hina nýju nor- rænu stefnu, sem hann og hinn nýlátni skólastjóri við Frederiks- borg Höjskole, C. P. O. Christi- ansen, hafa barizt ötullega fyrir. Inntak þessarar stefnu er algert jafnrétti í skiptum frændþjóð- anna, og full viðurkenning á hlutdeild hvers þeirra í menn- ingarlegum efnum, en á það hef- ur mjög skort hvað ísland og sagnaritunina fornu snerti. Er Bukdahl ákveðinn talsmaður þess, að við fáum handritin ó- skoruð hingað heim, og hefur barizt fyrir skoðun sinni í ræðu og riti. Fjöldi lýðháskólamanna hafa gengið fram fyrir skjöldu og krafizt þess að handritunum verði skilað, en þar er við ramm- an reip að draga, þar sem Hafn- arháskóli er afhendingu mótfall- inn svo sem kunnugt er En allar góðir óskir fylgja þeim mönnum, sem hafa tekið svo drengilegan þátt í því, að opna augu landa sinna fyrir þessu réttlætismáli, og svo mun fara áður en lýkur, að þessir þjóðardýrgripir kom- ast heim hingað, og munu menn eins og Bukdahl eiga ekki síztan þáttinn í því. Hinu verður einn- ig að gefa gaum, að pólitískar æsingar út í Dani geta ekki ann- að en spillt þessu máli, því að vinir okkar þar í landi geta auð- vitað ekki vitað, eins og við vit- um, sem erum hér heima, að þeir, sem hæst æpa að Dönum og þylja gömul skammakvæði um þá á pólitískum fundum, eða öðrum vettvangi, gera það margir hverjir í allt öðrum tilgangi, enda er það gamalt bragð stjórn- málamanna, að æpa hástöfum til þess að leiða athyglina frá öðr- um málum, sem þeir hafa kom- izt í sjálfheldu með, og vilja hafa sem minnst umtal um. — Bukdahl leggur höfuðáherzluna á hinn siðferðilega og menning- arlega rétt okkar til handrit- anna, þó að hann neiti alls ekki lagalegum rétti okkar, en þar virðast flestir málsmetandi Dan- ir hafa svipaðar skoðanir og með- an þeir stóðu fastast gegn sjálf- stæðiskröfum okkar. Hitt er þó enn furðulegra, að svo virðist, sem margir íslendingar geri lítt eða ekki úr hinum lagalega rétti, sem þó má virðast alveg Bukdahl og Magnhild kona hans við hús þeirra í Askov. ótvíræður, a. m. k. þangað til farið verður að vefengja kenn- ingar Jóns Sigurðssonar um lagalegan rétt íslendinga til sjálfsforræðis, en krafan um endurheimt handritanna er hlið- stæða þeirra. Hitt er svo annað mál, að ekki ætti að leggja út á þá hálu braut, að vísa hand- ritamálinu undir úrskurð ein- hvers „alþjóðadómstóls", því að þá er hætt við að úrskurðurinn félli samkvæmt hagsmunum stórvelda þeirra ,sem þar hafa mest að segja, og væri þá verr farið en heima setið. í þessu máli verður að fara samninga- leiðina, og þar stöndum við sem betur fer ekki einir, því að í Dan- mörku er fjöldi réttsýnna áhrifa- manna, sem nota hvert tæki- færi til þess að upplýsa landa sína um kjarna þessa máls, og mun enginn, sem til þekkir, vera í efa um að þeir munu bera sig- ur af hólmi. Jörgen Bukdahl er fyrir löngu víðfrægur maður fyrir rit sín. Hann hóf ungur ritstörf með tveimur skáldsögum, en sneri sér brátt að öðrum bókmenntasögu- legum efnum, og á því sviði ligg- ur höfuðstarf hans. Hann hefur samið merkar bækur um bók- menntir Norðmanna og átti rík- astan þátt í að nýnorskar bók- menntir urðu kunnar á hinum Norðurlöndunum, en áður voru þær lítt þekktar. Sama máli gegnir um bókmenntir Finna á finnsku, sænsk-finnsku bók- menntirnar voru vel kunnar vegna málsins. Hann hefur einn- ig kynnt sér bókmenntir íslend- inga og Færeyinga. í þessum fáu línum eru engin tök á að skýra nánar frá hinu merka rithöf- undarstarfi Bukdahls, en þess má geta, að hann er af ýmsum bókmenntamönnum talinn vera fremsti ritskýrandi Norðurlanda síðan Georg Brandes leið. Eins og gefur að skilja hefur Bukdahl átt marga harðvítuga andstæð- inga í heimalandi sínu, og átt við þá mörg og hörð vopnavið- skipti í blöðum og tímaritum, en hann er harðskeyttur mjög í deilum, ef svo ber undir. Hann ritar oft um bækur í dagblaðið „Politiken", enda hefur hann talið sig helzt fylgja róttæka flokknum að málum í stjórnmál- unum. Bukdahl er ágætur fyr- irlesari og er oft á fyrirlestra- ferðum um Norðurlönd. Heimili hans er í Askov á Jótlandi, þar sem hinn þekkti lýðháskóli er, sem margir íslendingar hafa sótt. Heldur hann oft fyrirlestra við skólann, og þá er varla til það „múrmeldýr", svo að notað

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.