Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 11
Nr. 6 Heima er bezt 171 bregður yfir þær nýrri fegurð og fyllingu. — Þá er Einar Hjörleifsson, sem skrifaði Gull, og Jón Trausti höfundur Heiðarbýlissagnanna. Að siðust skal geta stórskálds- ins Einars Benediktssonar. Spennan milli þess þjóðlega og heimsborgaralega, gefur Ijóðum hans eld og kraft. Þá eru þeir sem skrifa á dönsku: Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Kamban og Jónas Guðlaugsson. Þeir hafa allir komið með nýtt blóð inn í dansk- ar þjóðar-bókmenntir, þótt stór hluti af dönskum bókmenntum sé skrifaður af snillingum, eins og Kierkegaard, I. P. Jakobsen, Bang og Kidde. Sögupersónur þessara skálda hafa verið svo ljóslifandi og mannlegar, að þær gætu verið bræður okkar og systur, eða næstu nágrannar. En sérstaklega á ég þó við aðalrit Gunnars Gunnarssonar: Sælir eru einfaldir. — Ég hef áður minnst á spenn- una milli þess staðbundna og al- menna, sem tákn íslenzkrar menningar i seinni tíð, en það sem fyrst og fremst gefur henni gildi er alþýðumenningin, sem stendur að baki bókmennta nitjándu aldar. Og um leið greið- ir hún fyrir skilningi Norður- landa á íslandi nútímans. — í Finnlandi rís alþýðumenn- ingin hæst í Kiví, en í Noregi með Olav Duun. En skáldin Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar bera henni bezt vitni á íslenzkri grund. Númarímur munu ávallt skipa veglegt sæti í bókmenntunum. Og sama er að segja um kvæði Bólu-Hjálmars, sérstaklega kvæðið um ísland á Þjóðhátíð- inni1874. Halldór Laxness hefur túlkað efni þetta í síðustu bók sinni: Ljós heimsins. — (Jóh. Ásgeirsson þýddi). BERGSVEINN HAFRAK Einn af mörgum hólmum í Breiðafirði er Hafraklettur. Hár úr sjó og sérstæður nokkuð. Ligg- ur nærri sýslumörkum, og ekki í alfaraleið. Ber og dýralíf og gróður hólmans þess nokkur merki. Hólmi þessi er nú í daglegu tali manna nefndur Latur. Ég held hinu eldra og upprunalega nafni hans oftast í þessari grein. Máske hefur Geirmundur helj- arskinn haft í honum hafra sína þegar hann bjó á Geirmundar- stöðum, og hann hlotið nafn af því. En þá hafa þeir ekki verið margir. — Nú liggur hólminn undir Skarð. Það var hiá Hafrakletti er styrmdi að Gretti og félögum hans forðum, er þeir sóttu bol- ann í Ólafseyjar, og fengu þeir þaðan stífan barning og ágjöf til lands. En bátverjar voru í röskara lagi, og náðu því í lend- ingu á Reykhólum, svo sem lesa má um í sögu Grettis. Hafraklettur blasti við sjón- um mínum á hverjum morgni, þegar ég kom út úr bæjardyrun- um heima. Hvítur eins og marm- arahöll reis hann úr bláum fleti fjarðarins, og þó er sama efni í honum og öðrum hólmum á Breiðafirði: dökkt blágrýti. Lit- urinn er öðruvísi tilkominn. Ég hélt í fyrstu að þetta væri álfakirkja og kaupstaður, en svo var nú ekki. Þó nóg væri af slík- um stöðum í grendinni. — Faðir minn sagði, að betta væri bara venjulegur hólmi og héti Latur. Hann hefði oft komið í hann. Næst þegar hann færi suður á Skarð«strönd gæti ég farið með sér. og bá skyldum við skoða Lat. Þar gæti ég séð mikið af fugli, op- ef til vill fleiri dýrategundir. Svo var það ekki löngu seinna, að faðir minn átti leið suður á Skarðsströnd og Akureyjar. Það var á sumardegi rétt fyrir slátt- inn í hvfta logni og sólskini. Mig minnir, að hann væri að flytja gamla konu, er Guðrún hét Torfadóttir. Hún var mörg sum- SKÚLASON: LETTU R ur í kaupavinnu hjá Torfa í Ól- afsdal, en átti heima í Skáleyj- um. Ég fékk að fara með, þó lít- ill væri og lélegur háseti á þeim árum. Það er langt úr Skáleyjum suð- ur í Hafraklett, en leiðin sóttist nokkuð vel, þó hásetar væru engir garpar. Allir voru létt- klæddir. Karlmennirnir réru á skyrtunum, og gamla Gunna tók af sér skupluna og kastaði skakkanum aftur á herðar. Svo hamaðist hún við árina. Hún kunni ekki að vinna öðruvísi, og varð þó 102 ára gömul. Svo vorum við þá í Hafrakletti, eftir um 3 klst. róður. Við lend- um við lágan tanga, er gengur austur úr honum, annars staðar er ekki hægt að lenda. En hæst- ur er hólminn og mestur um sig að vestanverðu, og er þar 60—80 m. hátt standberg í sjó. Við urðum þess vör löngu áð- ur en við komum í Hafraklett, að þar mundi ekki allt vera hljótt og kyrrt. Þetta væri ekkert eyði- sker. Fyrst mættum við svartbakn- um. Þegar við áttum góðan spöl eftir að hólmanum, kom hann á móti okkur, gustmikill, með háværu gargi og lagði fast ofan að fleytunni, og gerði okkur það fullkomlega skiljanlegt, að hann kærði sig ekkert um heimsókn- ir í ríki sitt. — Svartbakurinn er illvígur og frekur og á sér fáa formælendur. Þó er honum ekki alls varnað. Hann ver ríki sitt og þegna sinna gegn öðrum herkon- ungum af mikilli hreysti og hug- prýði. Ernir og valir koma eng- um ránskap við, þar sem hann stýrir landvörnum. Og krumma duga ekki klókindin. — Svart- bakurinn er hinn versti unga- morðingi, einkum þykja honum góðir æðarungar, en þó lifir koll- an og hann stundum í svo nánu sambýli, að ekki er nefsbreidd á milli hreiðurbarmanna, og virðist sambýlið hið ákjósanleg- asta. Það hreiður þýðir engum flugvargi að ætla sér að ræna.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.