Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 22
182 Heima er bezt Nr. ft til þess að hlynna að ennþá fleiri nauðstöddum en áður. Um vorið var Þórólfur vænt- anlegur heim, ef allt hefði geng- ið eftir áætlun hans. — Geirríð- ur þráði heitt að sjá son sinn aftur, og bað þess, að hann mætti heill aftur koma, sam- tímis því, að hún kveið fyrir að heyra sögur þær, sem hann og félagar hans myndu segja af frægðarverkum sínum. Nú hat- aði hún þessar ferðir, sem voru orsök til svo mikillar óhamingju í lífi friðsamra þjóða. Hún trúði á hið góða í manninum og til- verunni — sigur þess og ham- ingju, er góðverkin skópu hverj- um manni. í hjarta sínu hafði hún nú algerlega aðhyllzt átrún- að hinnar írsku vinkonu sinnar. Geirríður þóttist kenna breyt- ingu á Murgail upp á síðkastið. Hún var orðin óvenju þögul og fór einförum og starði þá dreymandi augnaráði út í blá- inn. Stundum talaði hún á máli, sem Geirríður skildi ekki orð af, og er hún spurði, sagði Murgail, að hún væri að fara með írsk kvæði, sem hún hafði lært í æsku sinni. „Fýsir þig mjög að fara til ír- lands?“ spurði Geirríður. „Nei, ég kýs að vera hérna,“ svaraði hún. Þá var eins og hugur Murgail opnaðist fyrir vinkonu hennar. Það var um Þórólt, sem hún var að hugsa og heimkomu hans, sem brátt myndi bera að, ef allt gengi að óskum. Sólríkan sumardag einn, þegar Murgail og Geirríður sátu á tún- inu og nutu hins góða veðurs, sáu þær hvar skip sigldi inn í fjörðinn. Brátt sáu þær, að það var ekki skip Þórólfs, þetta skip var miklu minna og óásjálegra, steiningin var slitin af og reið- inn í ólagi. Þannig bjó Þórólfur ekki að knerri sínum. Skipið varpaði akkerum rétt úti fyrir ströndinni. Sáu þær, að báti var skotið út. Var honum róið knálega upp að ströndinni. Murgail fékk ákafan hjartslátt. En svo langt var á milli, að eng- in leið var að kenna mennina. En hver gat þessi föngulegi mað- ur verið, sem stóð uppi í bátnum og skimaði kringum sig? Hver annar en einmitt Þórólfur? Mennirnir og báturinn hurfu inn undir sjávarbakkann. Nokk- ur tími leið. Geirríði var sýni- lega órótt. Hún var milli vonar og ótta. En loksins komu menn- irnir í Ijós í móanum fyrir utan túnið. Kenndu þær þar Þórólf. Hann hvarf til móður sinnar og heilsaði Murgail kurteislega. Var sem hann væri forviða yfir að hitta þær hérna. „Ég þekkti ekki skip þitt,“ sagði hún afsakandi, „því að annars hefði ég gengið á móti þér til strandar." „Þetta er heldur ekki knörr- inn minn,“ sagði Þórólfur. „Hefurðu þá misst skip þitt?“ „Já, ég vil skýra það fyrir ykk- ur síðar meir. Ég er þreyttur og þarfnast hvíldar. Við lentum í stormum og hafvillum — langt- um verra en síðast.“ Þórólfur var þannig á sig kominn, að það var auðséð, að hann hafði lent í miklum raun- um. Það var eins og hann væri úrvinda af þreytu og svefnleysi og andlit hans var orðið ellilegra en áður. Þau fylgdust öll að heim á bæ- inn. En áður en þau gengu til skála, hvíslaði Geirríður að syni sínum: „Eruð þið með þræla um borð?“ Hann hristi höfuðið. „Það er gott,“ sagði hún, „því að einmitt þ a ð höfum við Mur- gail óttast mest af öllu,“ bætti hún við og varð glaðlegri á svip- inn. VI. Víkingaför Þórólfs hafði byrj- að eins og hann hafði helzt kos- ið. Hafði hann siglt meðfram ströndum Eystrasalts, lent í mörgum orustum og aflað mik- illa verðmæta. Þá er skipið var hlaðið, sigldi hann til Noregs beina leið. Ætlun hans var að leggja í haf til íslands næsta vor. Þá er þeir komu út í Norður- sjóinn, lentu þeir í þoku og logni, svo að þeir urðu áttavillt- ir. Síðan gerði á þá storma og óveður hörð, svo að skipið hrakti mjög af leið, í vestur, að því er þeir hugðu. Nótt eina rak skipið upp að klettóttri strönd, þar sem það brotnaði í spón, en mönnum tókst með naumindum að kom- ast á land upp. Sáu þeir, að þeir voru staddir á ey einni. Komust þeir síðar að því, að eyja þessi lá úti fyrir norðurströnd írlands. Könnuðu þeir eyna og fundu þar fátæklegan bæ. íbúar bæjar þessa eða húss komu þeim und- arlega fyrir sjónir; voru þeir klæddir í fótsíðar kápur og höf- uð þeirra nauðrökuð. Eigi var kvenfólk þarna. — Voru þeir komnir að munkaklaustri. Munkarnir tóku skipbrots- mönnum af mestu virktum. Urðu þeir að dveljast meðal munk- anna um veturinn, því að eigi gengu nein skip milli eyjar og lands allan þann tíma. Eftir því sem tíminn leið, tóku þeir að venjast hinum undarlegu siðum munkanna, og Þórólfur, sem var orðinn góðvinur ábótans, lærði margt af honum um hina kristnu kenningu. Margt féll honum vel í kenningu þessari, en framkoma munkanna gagn- vart þeim hafði þó dýpst áhrif á hann, einkum þar sem munkun- um gat ekki verið ókunnugt um, að gestir þeirra tilheyrðu þeim þjóðum, sem verst höfðu farið að gagnvart írum með ránum og manndrápum. Þótti Þórólfi lítt skiljanlegt, að munkarnir skyldu í engu láta þá gjalda hinna nor- rænu víkinga. Snemma um vorið kom bátur til eyjarinnar. Þórólfur neytti tækifærisins og tók sér fari með honum, ásamt mönnum sínum, til írlands. Þá er hann kvaddí ábótann og munkana, hét hann því, að hann skyldi a 1 d r e i framar gera strandhögg við ír- land, og koma í veg fyrir, að aðr- ir gerðu slíkt, að því leyti er hann gæti. Frá írlandi fékk hann bráð- lega far til Noregs, en þaðan var alltaf hægt að fá skip til íslands- ferðar á þessum tíma árs. Geirríður varð glöð, er hún heyrði frásögn sonar síns. Nú hafði friðurinn náð hjarta hans líka, en þess hafði hún lengi beðið, að augu hans opnuðust fyrir hryllingum þess lífs, er víkingarnir lifðu. „Þú ert þó ekki orðinn krist- inn?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði hann, „en þó er margt í þeirri kenningu, sem mér

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.