Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 8
168 -Heima er bezt Nr. 6 ana, því kominn var í okkur galsi, eins og oft gerist um menn á okkar reki. Morguninn eftir borðaði bóndi með okkur, en hann mun hafa verið vant við kominn um kvöld- ið. Var mikill matur á borðum, en af einhverjum ástæðum var ekki gengið eins hart að og kvöldið áður, enda þótti okkur hlýða að koma við í Forna- hvammi og herja þar út dálít- inn ábæti áður en lagt væri á Holtavörðuheiðina. Við höfðum dálitla pinkla að bera, sem heldur þyngdu á þeim sem óvanir voru og þreyttu. Samt gengum við fremur rösk- lega, og þegar kom að sæluhús- kofa sunnan við miðja heiðina, töldum við tímabært að stanza og taka til nestis okkar, sem þó mun ekki hafa verið mjög mik- ið. Ég hafði sprittvélina með, nóg kakó og sykur ásamt ein- hverju af brauði og hinir eitt- hvað annað, svo að við fengum þarna góða kviðfylli í bráð, sem illa hefði þó enzt, ef ekki hefði óvænt happ borið að hönd- um. Við Miklagil var flokkur vegavinnumanna í tjöldum sín- um og þar á meðal tveir kunn- ingjar mínir (Árni Zakaríasson og Jón frá Mörk), sem óðara buðu okkur inn. Drukkum við þar kakó og átum vel með. Eftir þetta óvænta happ urðu félagar mínir svo ólmfjörugir, að þeir stungu upp á því, að fara að hlaupa. Ég var þeirra vanastur ferðamaður og því nokkurs kon- ar foringi og bannaði þeim með öllu slíka ráðleysu, sem ekki hæfði langferðamönnum, en bann mitt og fortölur báru eng- an árangur, svo að ég sagðist að vísu treysta mér til að hlaupa um stund, en þeim síður og fyrst þeir vildu þetta endilega, skyldi ekki standa á mér. Hljóp ég nú á undan góða stund og allhratt og dró fljótt sundur, sem von- legt var, með því að ég var gam- all smali og i dágóðri þjálfun, eftir gönguna suður; en þeir lít- ið betur fallnir til hlaupanna en innistaðinn búpeningur. Eftir nokkurn tima lít ég um öxl og sé þá hvorugan félag- anna, enda var farið að halla undan fæti og mishæðótt, svo að ég taldi þá rétt að staldra við. Eftir stundarkorn hillir undir annan á næstu hæð, og er hann nú gangandi (ekki hlaupandi) og nokkru seinna kemur svo hinn í sjónmál og fer sízt hrað- ar. Bíð ég þeirra svo, en finnst þeir fara undarlega hægt. Þegar við hittumst, segja þeir sínar farir ekki sem beztar, því að þeir séu nær ófærir orðnir til gangs, hvað þá hlaupa, en or- sökin var sú, að þegar þeir svitn- uðu, tóku buxurnar af þeim, sem kallað er, innan á lærunum og veldur slíkt sárum sviða, eins og þeir einir vita, er reynt hafa. Varð það síðan að ráði, að ég tæki á mig byrðar þeirra og þeir reyndu svo að staulast á eftir í hægðum sínum, eftir að búið-var að binda vasaklúta og annað til- tækilegt um sárustu blettina. Að Melum átti svo að gista og var gert við hinn bezta beina og gerðist ekkert sögulegt, en sárin greru að mestu um nóttina. Morguninn eftir var okkur fylgt á hestum yfir árnar, og hvernig sem á því stóð, varð presturinn á Stað var ferða okk- ar, og þegar hann vissi að mað- ur úr Þingeyjarsýslu væri í för- inni, vildi hann endilega bjóða okkur inn, sem við þáðum með þökkum, þó stutt værum að komnir. En erindi prestsins var að spyrja frétta að norðan og biðja fyrir kveðjur til Þingey- inga, sem hann þekkti. Nú gekk allt þegjandi og hljóðalaust þar til upp á Hrúta- fjarðarhálsinn kom. Þá fengu félagarnir annan fjörkippinn og vildu fara að hlaupa að nýju, og fór allt sem hið fyrra sinn. For- tölur komu ekki að haldi, sárin ýfðust upp að nýju, en við bætt- ist nokkur þreyta og nístandi sultur, þvi langt var nú orðið frá máltíð. og loks dró svo af þeim, að þeir lögðust fyrir og kváðust ekki komast lengra. Þó dróg- umst við áfram með hvíldum, þar til austur af sást, en þá lögð- ust þeir alveg fyrir, og var ég nú sendur á undan til að leita ein- hverra úrræða. Fyrsti bærinn sem ég kom að, var Staðarbakki og barði ég þar að dyrum. Stúlka kom til dyra og tjáði ég henni frá ástæðum, sem sé þeim, að tveir dauðvona menn lægju hér uppi í hálsinum, en sem sennilega mætti þó bjarga með góðri máltíð, ef þeim yrði komið til bæja, en til þess mundi þurfa hesta; önnur tæki var þá ekki um að ræða. En svör stúlkunnar voru ekki sem álitlegust, því þannig stóð á, að húsbændur voru á fundi niðri á Hvamms- tanga, allur matur læstur inni, enginn hestur né önnur hjálpar- tæki fyrir hendi, og þó ekki vantaði viljann, væru möguleik- ar engir. Ég spurði hana þá, hvort ekki mundi vera til nægur matur á bænum, þó lokaður væri inni, og kvað hún að vísu svo vera. Sagði ég henni þá afdráttar- laust að brjóta yrði upp það sem nauðsynlegt væri af hurðum og skrám, til þess að ná matnum og að sjálfsögðu á okkar kostnað og ábyrgð, því hér væru vissu- lega tvö mannslíf í veði, og samdist svo að lokum, að stúlk- an skyldi hafa til mat, ef mér tækist að koma mönnunum lif- andi heim. Sneri ég nú glaður og allvon- góður til baka, enda lifnaði nokkuð yfir drengjum, þegar maturinn var nefndur, og hefði ég getað sagt þeim á hverju var von, þykir mér sennilegast að þeir hefðu hlaupið eða flogið þenna spöl sem eftir var, en með því að ég gat það ekki, gengum við bara eða hálfskrið- um það sem eftir var og náðum svo bænum allir með lífsmarki. En þegar inn í stofuna kom, hvað haldið þið að hafi verið á borðum? Ekki minna en hálfur lax, 10—12 punda, nýr úr ánni, á nærri eins stóru fati og því í Galtarholti; auk þess brauð, smjör, mysuostur o. fl. Þá var nú grátið gleðitárum og þó ört gengi á brauðfatið forðum, hvarf laxinn enn skjót- ar og ýmislegt fleira á eftir. Eins og áður er getið, voru húsbændurnir á Ræktunarfé- lagsfundi á Hvammstanga, en Stefán, faðir Valtýs, var þar sem forystumaður R. N. og átti von á skipsferð til Akureyrar að fundi loknum, svo að Valtýr fór niður á Tangann og skildu þar með leiðir okkar. Við Sigfús fór- um að Stóra-Ósi og dvöldum þar einn dag og fór þá Sigfús á- Framhald á bls. 189.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.