Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 24
184 Heima er bezt Nr. 6 sambandi. Hann hefur nefnilega trúað mér fyrir nokkrum leynd- armálum, sem ég meira að segja get ekki sagt öðrum, og ekkert gerir samband manna innilegra en sameiginleg leyndarmál. Það er þessi leyndardómur, sem fær- ir okkur nær hinum mikla lista- manni, því hið stórkostlegasta við það, að sjá mikil listaverk er það, að þau hvísla að okkur ó- endanlega fínum skýringum á ýmsum leyndardómum náttúr- unnar, sem við höfum ekki þekkt áður og ef til vill ekki veitt at- hygli. Hið innilega samband við þann ,sem skapað hefur lista- verkið, verður enn innilegra vegna þess, að í návist mestu listaverkanna erum við ein með hinum mikla eilífa anda, og á- hrifum hans fá engin orð lýst. Þegar ég sé Skipper Clement líkneskið í Álaborg verður mér æ ljósara hversu uppreisnarvilji mannsins er stórkostlegur eigin- leiki. Nemi ég staðar við Uffe hin Spage á íþróttasvæðinu í Árós- um skil ég æ betur hina tragisku fegurð í hikandi sál. Og líti ég á elskendahópinn í Möllerparken i Árósum finnst mér hinn flókni leyndardómur ástarinnar vera ó- trúlega nærri sinni óhugsanlegu skýringu. Ný sterk geð hverju sinni. Slíkar gjafir verða aldrei launaðar eins og vert væri“. Þannig mætti halda áfram að birta sýnishorn úr afmælisrit- inu, sem Johannes C. Bjerg fimmtugum var helgað, en ég vil nú í þess stað birta örlítið úr þvi sem hann hefur sjálfur skráð. „Vilji einhver athuga hvernig viðraði 26. janúar 1886 mun hann Komast að raun um, að þann dag var fárviðri í suðurhluta Jót- lands. Himinn og jörð virtust renna saman í eitt, slíkur var stormurinn og hríðin. í þessu aftakaveðri var vagn sendur af stað frá bænum Ödis í svo nauðsynlegum erindagerð- um, að ekki dugði nein bið, ljós- móðirin skyldi sótt ef þess væri nokkur kostur. Ljósa kom og bjargaði fjögurra punda dreng inn í stálgrátt ljós heimsins. Á undan honuip, voru komnar 7 stúlkur og 6 drengir til sömu hjónanna, og úr þessu fór að verða hver síðastur með barn- eignirnar því að móðirin var 43 ára og faðirinn 53. Ég var dreng- urinn og svo lítilfjörlegur var ég, að ráðlegast þótti að vefja mig í sjúkrabómull og labba með mig út í fjós, þar var ég borinn fram og afíur margar klukkustundir daglega, það átti að vera svo hollt. Forfeður mínir voru bænd- ur í landnámshéraði og eins og margt landamærafólk,allstífir ef svo bar undir. Pabbi sagði mér t. d. að ef snurða hefði hlaupið á þráðinn hjá afa og ömmu, héfði ekki verið auðvelt að kippa öllu í samt lag. Einu sinni vildi hún t. d. fara á vörumessu, en hann ekki. Bæði voru viljasterk, en hann átti, auk viljans, hestana og það gerði gæfumuninn.Amma varð að láta undan, en hún gerði það ekki með góðu. Snemma morguns vörumessudaginn fór hún í fínustu fötin sín, settist í bezta stólinn í stássstofunni og hafði regnhlífina milli fótanna. Þegar vinnukonurnar og annað heimilisfólk kom til þess að spyrja húsmóðurina um eitt eða annað sagði hún aðeins: Ti stæl, æ te marken í dav. En það þýðir: Þeigi þú, ég er á vörumessu í dag. Um þessar mundir kom hug- takið víxlar til sögunnar meðal bændanna. Þeim til lítils góðs. Að minnsta kosti fóru þeir illa með afa minn. Áður hafði hann lánað mönnum reiðufé, það var ekki hættulegt, en nú var þetta svo auðvelt, menn þurftu ekki annað en skrifa nafnið sitt. Og afi skrifaði nafnið sitt svo oft, að hann varð að selja annan bæ- inn sinn og pabbi tók við hinum og ógurlegri skuldasúpu. Þetta gekk um hríð, en árið eftir, að ég fæddist varð pabbi að selja bæinn og flytja til Kolding. Þá tóku við erfið ár með mikla fá- tækt, sem móðir mín gat aldrei sætt sig við, en pabbi tók breytt- um aðstæðum með karlmennsku og kom öllum gríslingunum á legg af miklum dugnaði. Þar eð ég var yngstur 14 syst- kina var ákveðið, að hafa dálítið við mig, svo að ég fékk að fara í latínuskólann í Kolding og sótt- ist mér námið þar vel, einkum í stærðfræði, sem hefur orðið mér að miklu gagni í högg- myndalistinni“. Þegar Johannes C. Bjerg kom úr íkólanum virtust öll listasund lokuð, fjölskyldan var fátæk og úr því varð ekki bætt. Fyrst tóku við skrifstofustörf, en eftir hálft ár veiktist Bjerg og varð að hætta í bili. Þá fékk hann leyfi til þess að nema myndskurð, og þótt úr litlu væri að spila tókst honum að ljúka sveinsstykkinu, sem er líkneski af föður hans og fyrsta listaverkið, sem hann fékk tekið á Charlottenborgarsýning- una. Árin fram að 1911 voru stöð- ugur barningur fyrir allra nauð- sýnlegustu brauðhleifum, þá fengust 16 menn til þess að styrkja listamanninn með 100 krónum á ári hver í þrjú ár, svo hann gæti numið í París. Þá rann upp nýr og betri tími í ævi Jo- hannes C. Bjerg. Hann kvæntist rétt áður en hann fór til Frakk- lands og í París komst hann brátt í kynni við ýmsa helztu lista- menn þeirra tíma og vann traust þeirra og vináttu. Þegar striðið kom 1914 varð hann að fara frá París í skyndi, en fékk síðar lista- verkin heim til Danmerkur. Næstu árin jókst honum álit með hverju ári, hann sýndi á Grönn- ingen og Den frie og hlaut ágæta dóma. Hann hafði þá gert eitt af beztu listaverkum sínum, Abyssíníumannin, sem nú er á. Listasafni ríkisins í Kaupmanna- höfn. Nú hafði Johannes C. Bjerg sigrað. Þegar mikið þótti við liggja, að listaverk væri snilld- arlega gert var leitað til hans. Hann gerði jöfnum höndum líkneski af þekktum mönnum, hugmyndum og raunverulegum atburðum. Eitt listaverk hans,. „Pomona", var í safni því, sem L. F. Foght gaf Listasafni ríkis- ins og hefur því nú verið valinn staður í Gróðrarstöðinni. Samkvæmt boði bæjaryfir- valda sýndi hann í fjölda borga, m. a. Gautaborg, Stokkhólmi og Osló. En hann hélt líka sýning- ar í París, Edinborg, New York, Amsterdam, Búkarest og Bel- grad, auk þess í nokkrum ít- ölskum borgum. Sá, sem ekki þekkir lögmál þau, sem myndhöggvarar lúta að nokkru í verkum sínum, njóta skýringarlaust fegurðarinnar, mýktarinnar og tignarinnar, sem Framhald á bls. 189.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.