Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 3

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 3
Nr. 6 163 Heima er bezx Sigurður Egilsson frá Laxamýri: Gönguför fyrir 42 árum Þegar svo er komið, eins og mörg dæmi sanna, að allur þorri yngri manna telur það með fjar- stæðum að fara fótgangandi bæjarleið, svo ekki sé lengra til tekið og jafnvel þó þeir hafi er- indi, en kjósa fremur þann kost- inn að bíða eftir farartæki svo klukkutímum skiptir og greiða auk þess ríflega borgun fyrir, má vera að einhverjum finnist það frásagnarvert, ef greint er frá alllangri gönguför farinni að nauðsynjalausu um sumartíma, mest í því skyni að kynnast landinu betur og hafa á ýmsan hátt fyllri not af ferðinni. Nær einu gönguferðirnar sem nú eru farnar, eru gerðar á skíð- um og þá mest vegna skíðaí- þróttarinnar, enda farnar á þeim tíma og um þær slóðir, sem hjólatækjunum verður vart við komið, nema þá að nokkru leyti, enda oft notuð með. Sem betur fer, er þó enn til dálítill hópur manna, sem kann að meta gönguferðir og nennir að leggja þær á sig og vonandi verður svo um langan aldur, en sá stóri hópur sem fyrir 25 ár- um og fyrr, lærðu að ganga af nauðsyn við fjárgeymslu og ó- hjákvæmileg ferðalög, er nú ýmist fallinn í valinn, eða þarf ekki lengur á þeirri kunnáttu að halda og þörfin knýr sennilega ekki á þær dyr framvegis. Enda þótt göngulag þjóðarinnar keyrði úr hófi oft og tíðum af illri nauð- syn, verður það þó að teljast tví- sýnn gróði, ef hún gleymir að mestu leyti þeirri kunnáttu og missir þá þjálfun, sem göngu- leysi getur verið samfara, þó ýmsar íþróttir geti bætt það upp þeim sem þær iðka og sannar- lega er andúðin á því að nota fæturna nema sem minnst, komin út í öfgar hjá of mörg- um. Fyrir 40—50 árum heyrði þó fremur til undantekninga, ef menn tóku sér langar göngu- ferðir að nauðsynjalausu og ekki sízt ef menn tóku svo upp á því að fara út af alfaraleiðum. T. d. vakti það umtal og eftirtekt þeg- ar fjórmenningarnir (L. Rist, Stefán Björnsson, Magnús Matt- híasson og Jóhann Sigurjóns- son) gengu suður um Kjöl vorið 1908. Það vor var ég samtímis Jóhanni á Akureyri, þegar tiltal varð um ferðina og hún undir- búin og brann mjög í skinni af löngun eftir þátttöku, en frændi minn taldi mig of ungan og ó- reyndan til þess og þar að auki var ég ósyndur, en gera mátti ráð fyrir að til sundkunnáttu þyrfti að taka. Þá strengdi ég þess heit, að sleppa ekki tækifæri ef gefast kynni síðar, til að fara fótgang- andi þessar slóðir eða aðrar lík- ar. — Vorið 1911 lauk ég námi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Vet- urna á undan hafði Lárus Rist æft úrvalsflokk í leikfimi og haldið sýningar á Akureyri, sem vel þóttu takast og var um tíma ráðið að fara með flokkinn til Reykjavíkur á íþróttamót, sem halda átti 17. júní á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, en á þeim ár- um var lítið um sýningar af því tagi í Reykjavík. Ég var í flokknum, hafði feng- ið fararleyfi að heiman og búið mig að nokkru undir, en ferðin fórst fyrir, að mig minnir vegna þess að einn eða tveir úr flokkn- um gátu ekki farið þegar til kom, en engan mátti missa, svo vel væri. Mér þótti illt að hætta við suð- urförina, þó vonlaust væri að hún gæti orðið til nokkurrar frægðar, enda réðist það svo, að við Stefán Björnsson kennari (einn af fjórmenningunum áð- urnefndu), færum fótgangandi suður Kjöl, en legðum á fjöllin nokkru vestar en hinir, eða upp úr Skagafirði í stað Eyjafjarðar og hugðumst við fá fylgd á hest- um úr Skagafjarðardölum, suð- ur yfir Blöndukvíslar. Að prófi loknu, skrapp ég heim gangandi (að Laxamýri), sem er sæmileg dagleið, en fór bráðlega til baka með skipi (frá Húsavík) til Akureyar, því þar átti Stefán heima. Útbúnaður hlaut að verða fremur af skornum skammti, með því að ekki var leggjandi upp með þungar byrðar. Þó tók- um við með okkur litilsháttar af niðursoðnum matvælum, spritt- suðuvél, kako, sykur o. fl. smá- vegis, auka sokka og skó, en sem minnst af öllu. Létta veiðistöng og allstóra skammbyssu höfðum við í því skyni að afla matar í neyð og skotvopnið einnig til varnar hugsanlegri árás útilegu- manna. Þá fengum við lánaðan lítinn kjölturakka, fallegan og eftirlætislegan, en ekki man ég hver tilgangurinn var með því og ekki ætluðum við honum að bera nesti sitt hvað þá meira. Áhyggjur af útbúnaðinum höfðum við mjög litlar, nema helst af skónum, því okkur var ljóst að þar gat oltið á allmiklu. Ég réðist samt í að kaupa mér lága vatnsleðurskó, þó ég væri raunar vanari íslenzkum skóm, sem þá voru nær eingöngu not- aðir í sveitum (nema svokallaðir danskir skór, þegar meira var viðhaft). Gúmmískór þekktust þá ekki. Samt var ég svo for- sjáll, að taka með mér létta leik- fimiskó (Hedebo), sem nota mætti í viðlögum ef þurrt væri. Stefán lagði hins vegar upp á „dönskum“ skóm, líklega þó í sterkara lagi, því hann var þeim vanastur. Ætlunin var að fara hægt af stað og lengja heldur dagleiðir þegar frá liði og lögð- um við því upp seinni hluta dags með það fyrir augum að gista að Bægisá. Til þess að stytta okkur leið fórum við upp að Ás- láksstöðum í Kræklingahlíð og þaðan eins beina stefnu á Bæg- isá og við kunnum. Þetta varð til þess, að við lentum allhátt til fjalls, í grjóturðum og votlendi

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.