Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 19
Nr. 6 Heima er bezt 179 bátt þessi hét Murgail. Faðir hennar hafði verið ríkur höfð- ingi á Norður-írlandi. Víking- arnir sóttu bæ hans heim eitt sinn er hann var á ferðalagi, og rændu þar öllu og tóku heim- ilisfólkið til fanga. Murgail hafði hlotið þung örlög, en hún bar ó- hamingju sína með rósemi, sem aflaði henni virðingar þeirra, sem hún átti að þjóna. Murgail lauk upp nýrri veröld fyrir Geirríði með frásögnum sínum, veröld, sem hana hafði aldrei dreymt um að til væri. Murgail var kristin. Ættland hennar hafði verið kristið um aldir. Og það varð ekki hjá því komizt, að norrænir menn yrðu fyrir áhrifum af þessari trú, meira að segja harðsvíruðustu víkingar. Margir þeirra urðu því daufir í trúnni á hin gömlu goð. Ásatrúin var orðin veik, enda þótt ennþá liðu langir tímar, þangað til hún þokaði algerlega um set fyrir trúnni á Hvíta Krist. Murgail veitti Geirríði fyrstu fræðslu hennar um kristindóm- inn. í kenningu þessari voru margir hlutir, sem Geirríði geðj- aðist ekki að, en boðorðið um ná- unganskærleika náði hjarta hennar. Hún hafði ætíð viljað vera öllum góð. Endurgjaldskrafa Ásatrúarinnar bliknaði í saman- burði við þetta. Það var stærri hetjudáð að gjalda illt með góðu, en að vera ætíð að hugsa um að hefna sín. Hún skildi nú til fulls, að það, sem hún hafði stundum verið að hugleiða með sjálfri sér, var eitt æðsta boðorð mann- kynsins. Mynd hins milda Hvíta Krists þokaði goðamyndunum burt úr huga hennar og hjarta. En skyldi hið nýja land gefa henni tækifæri til þess að lifa samkvæmt þeim sannleika, sem hún hafði fundið? Hún bar duld- an kvíða um, að það myndi veit- ast henni erfitt. En örlögin áttu eftir að sýna það. III. Kvöldið var komið og napur vindurinn nisti hana gegnum klæðin, svo að henni varð hroll- kallt, þar sem hún stóð uppi í lyftingunni og horfði til gamla landsins, sem fjarlægðin huldi blágrárri móðu. En er hún ætlaði að ganga undir þiljur kom Þór- ólfur til hennar. Nú var Þórólfur ánægður. Þeg- ar hann sigldi um óravíddir hafsins þöndum seglum, fannst honum hann vera frjáls og öll- um óháður, eins og konungur í ríki hafsins. Hérna þurfti hann ekki að hlýðnast boðum annarra en storma og sjóa. Hann lagði höndina á öxl Geir- ríðar og mælti: „Þú áttir að vera komin niður fyrir löngu, móðir. Varaðu þig á að þér verði ekki of kalt“. „Ég vildi sjá Noreg hverfa — Noreg, landið, þar sem forfeður mínir hafa lifað í blíðu og stríðu. Ég mun aldrei framar fá að sjá hið gamla land“. „ísland kemur í stað Noregs. Það er sagt, að þar sé svo gott undir bú“, anzaði Þórólfur kæru- leysislega. „Ég sakna ekki Nor- egs. En heldur eigi hef ég í hyggju að setjast um kyrrt á ís- landi, því að næsta sumar hygg ég á að fara í víking. Kannske veitist mér þá sú hamingja, að fá að heilsa upp á Harald konung, eða einhverja af mönnum hans“, bætti hann við og brosti ísmeygi- lega. „Ferðu ekki bráðum að þreyt- ast á ferðum þessum?“ spurði hún. „Af heiðri og hetjudáðum verður djarfur víkingur aldrei þreyttur“, sagði Þórólfur og hló. „Komdu nú með mér og farðu að hvíla þig“. Hann leiddi hana niður hinn mjóa stiga ofan úr lyftingunni. Síðan gekk hann aftur upp á þiljur til manna sinna. Geirríði þótti ákaflega vænt um Þórólf son sinn. Þessi sonur minnti hana svo sterkt á föður hans, hin sama trú, og hinn sami kraftur einkenndi þá báða, og báðir tilbáðu þeir heiðurinn, sem hið dýrmætasta í veröldinni. En hún leit öðruvísi á það mál, þótt hún flíkaði því sjaldan. Ef þessi sami kraftur og sama trú væri notuð í þjónustu Hvíta Krists, hversu margt myndi þá ekki verða öðruvísi? — En slíkan hugsunarhátt myndi sonur hennar ekki skilja. — Ferðin yfir hið mikla útha'f gekk vel fyrstu dagana, en svo breyttist það til hins verra. Eft- ir nokkra daga skall á stormur, svo að sjóirnir höfðu nærri fært knörrinn í kaf. Mennirnir urðu að standa í austri dag og nótt. Segl og reiði stórskemmdist, stór- ráin brotnaði og margt annað fór aflaga, sem mikinn tíma þurfti til þess að koma aftur í lag. En Þórólfur var allsstaðar nálægur, þar sem hættan var mest, og talaði kjark í menn sína, þegar við lá að þeir létu bugast. Áfram skyldu þeir, hvernig sem höfuðskepnurnar hömuðust! Ekkert stormviðri myndi buga þá á meðan knörrinn var ofansjáv- ar. Hættulegra en stormurinn var ládeyðan. Og hún lét heldur ekki standa á sér. Dutlungar haf- guðsins voru óútreiknanlegir. Þegar stormurinn lægðist tók lá- deyðan við. Seglin héngu slöpp á ránni, sem búið var að setja sam- an með miklum erfiðleikum, og skipið lá blýkyrrt. Þetta óttuðust allir sjófarendur meira en storm- ana. Dagur leið eftir dag með blæjalogni, og þykk, grá þoka hvíldi yfir haffletinum, svo þétt, að varla var hægt að greina stafna á milli á skipinu,. Og þar sem hvorki sáust sól né stjörnur, höfðu þeir enga hugmynd um, hvort þá hafði borið af réttri leið í storminum. Mennirnir urðu daufir. Þetta var verra en veðurofsinn. í slíku veðri var ekkert hægt að hafast að. Það var þó alltaf hægt að berjast gegn storminum. Ef þessi ládeyða varaði lengi, var hætta á ferðum. Á hverjum degi var Þórólfur að vona, að veður breyttist, en hann varð fyrir stöðugum von- brigðum. Ládeyðan stóð yfir í fullar þrjár vikur. Ástandið um borð varð alvarlegra með degi hverjum. Vistir og vatn voru að ganga til þurrðar, svo að Þórólf- ur varð að skipa fyrir um að spara hvorttveggja, eins og fram- ast var unnt. Hver maður, sem tók meira en sinn skammt, átti á hættu að verða höggvinn. Útlitið var þannig, að lítil lík- indi voru til þess að skipið næði hinu fyrirheitna landi. Geirríður sýndi hugrekki og þolinmæði í öllum þessum raun- um. Hún var óþreytandi að tala kjark í konur og börn skipverja,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.