Heima er bezt - 01.04.1960, Blaðsíða 7
Jafnframt búskapnum tók síra Sigurður virkan þátt
í félagsmálum sveitar sinnar. Kann ég ekki að rekja þau
störf, sem hann hefur þar farið með, en lengi hefur hann
setið í skólanefnd, og um alllangt skeið í sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu. Hefur hann hvarvetna látið til sín
taka um framfara- og menningarmál sveitarinnar.
Af því, sem nú er sagt, má sjá, að síra Sigurður hefur
haft nóg að starfa, að vísu var embættið ekki örðugt
fyrstu árin, meðan hann einungis þjónaði Möðruvöllum
og Glæsibæ. En árið 1941 var Bægisárprestakall lagt til
Möðruvalla, og jukust þá mjög embættisstörf hans.
I félagsmálum prestastéttarinnar hefur síra Sigurður
tekið virkan þátt. Um langt skeið hefur hann setið í
stjórn Prestafélagsins í Hólastifti, og er nú formaður
þess. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi var hann
skipaður frá 1. nóv. 1953. Var því oft til hans hugsað
um forystu í málum kirkjunnar. Vígslubiskup í Hóla-
biskupsdæmi var hann kjörinn síðastl. sumar og vígður,
sem fyrr segir, 30. ágúst. Sýnir það traust það, senr
klerkastéttin hefur á honum, enda er hann þegar revnd-
ur í þeinr störfum.
Nokkuð hefur síra Sigurður fengizt við ritstörf, en
rninna þó en mátt hefði vænta, því að þegar á skólaár-
um sínum var hann talinn meðal hinna ritfærustu í hópi
skólabræðra sinna, og voru þar þó margir snjallir. En
embættisstörf og búskaparannir munu hafa valdið því,
að hann hefur rninna sinnt ritstörfum en hugur hans
r O
stoð til. Ymislegt hefur hann þó skrifað í kirkjuleg rit,
og nær fullbúið mun vera frá hans hendi rit um síra Jón
Þorláksson á Bægisá. Hafa kaflar úr því, sem hann hef-
ur flutt í útvarp, vakið almenna athygli fyrir fágaðan
stíl og næman skilning á söguhetjunni.
Síra Sigurður er hvarvetna aufúsugestur á mannamót-
um. Hann er fríður sýnum, gleðimaður á góðri stund,
snjall ræðumaður og söngmaður góður og ætíð fús til
að leggja sinn skerf til hófsamlegrar gleði. En hann er
ekki síður góður gestur þar senr sorg ber að höndum,
því að með hjartahlýju sinni, skilningi og trú, kann hann
að flvtja Ijós í rnyrkur sorgarinnar, og sefa sársaukann.
Stundum gerast merkilegar hendingar eða endurtekn-
ingar í viðburðum sögunnar. Fyrir urn 170 árum var
Sigurður Stefánsson, sem áður hafði verið prestur að
Möðruvöllum, vígður biskup til Hóla. Örlögin höguðu
því svo, að hann varð síðastur biskup á hinum forn-
helga stað. Nú hefur alnafni hans og einnig Möðru-
vallaklerkur Verið vígður til Hólastóls. Mikil umræða
er nú urn, að endurreisa hina fornu biskupsstóla. Og
fagna mundu því þeir, er bezt þekkja síra Sigurð Stef-
ánsson, að hann mætti fyrstur setjast í sæti alnafna síns
með fullt biskupsvald yfir Hólastifti. Munu margir
taka undir orð Friðjóns Skarphéðinssonar þáverandi
kirkjumálaráðherra, við biskupsvígsluna að Hólum: „að
valizt hafi í vandasamt virðingarstarf maður, sem krist-
inni kirkju er mikill ávinningur að til þess skyldi veljast“.
Mundi shkt þó enn betur á sannast, ef um fullkomið
biskupsstarf væri að ræða.
Kirkjan á í vök að verjast á ýmsa lund. Ekkert er
henni vænlegra til aukinna áhrifa en að til forystu henn-
ar veljist bjartsýnir og frjálslyndir trúmenn, sem laða
til sín fólkið ekki einungis með þeim boðskap er þeir
flytja heldur einnig með persónu sinni. Einn þeirra
manna er síra Sigurður Stefánsson, og því eru miklar
vonir við hann tengdar í hinu nýja starfi.
Það eru nú bráðum 40 ár síðan fundum okkar síra
Sigurðar bar fyrst saman í skóla. Hann var þá þegar
einn þeirra manna, sem okkur skólabræðrum hans þótti
gott að vera með sakir gleðinnar, sem fylgdi honum og
hlýjunnar, sem frá honum stafaði. Og engu hafa árin
breytt um það viðhorf. Birtan og hlýjan eru alltaf föru-
nautar hans, og hann skilur ætíð eitthvað eftir af þeim,
hvar sem hann kemur eða dvelst.
Frá biskupsvigslunni á Hólum. Skrúðganga kennimanna.
Heiina er bezt 115