Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 4

Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 4
STEFAN JONSSON: egar framhaldssagan Sýslumannssonurinn tók að birtast í tímaritinu Heima er bezt, vakti sagan strax athygli. Hún birtist í þætti unga fólksins, Hvað ungur nemur, en hún vakti ekki síður at- hygli þeirra eldri. — Ingibjörg Sigurðardóttir var þá nær óþekkt sem rithöfundur, en þó hafði framhalds- saga eftir hana komið út í Nýju-Kvennablaði árið 1956. Margir spurðu um þennan unga rithöfund, sem öllum var ókunnur, en farinn var að birta framhaldssögur í víðlesnum tímaritum, sem vöktu athygh lesenda. Þegar lokið var framhaldssögunni Sý slumannssonur- inn, hófst þegar önnur ný í ritinu. Það var saga úr sveitalífinu um ástir og ósamlyndi og hlaut nafnið Ást og hatur. — Enn var spurt um þennan ókunna rit- höfund, og nú þegar þriðja framhaldssagan, 1 þjónustu meistarans, er að hefjast í ritinu, þá þykir það hlýða að segja ofurlítið frá höfundinum, sem samið hefur þessar sögur. Ingibjörg Sigurðardóttir er fædd hinn 17. ágúst 1925 að Króki í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. For- eldrar hennar voru: Sigurður Óli Sigurðsson og Guðrún Oddsdóttir. Ingibjörg telur þau ættuð frá ísafjarðar- djúpi og Breiðafjarðar-byggðum. Ekki veit Ingibjörg um skáldhneigt fólk í sinni ætt, en þó mun faðir hennar hafa verið talinn með hagyrðingum og eitthvað orti hann af rímum á sínum yngri árum. Hann er látinn fyrir nokkrum árum, en móðir hennar er á lífi, búsett í Sandgerði. — Ingibjörg segir, að sér hafi verið sagt, að hún væri skyld þeim systrum Herdísi og Ólínu Andrésdætrum, en ekki getur hún rakið þá ættfærzlu. Nú er skáldkonan búsett í Sandgerði. Hún er gift Óskari Júlíussyni, sem stundar þar smíðar. Þau eiga tvö börn, Jóhann Grétar, 12 ára og Magneu Ósk, 10 ára. Þetta er í fáum dráttum hin ytri lífssaga skáldkon- unnar, en við þessa einföldu frásögn vil ég bæta nokkr- um orðum. Einn góðviðrisdag í aprílmánuði, brá ég mér suður í Sandgerði og átti tal við Ingibjörgu Sigurðardóttur á heimili hennar þar. Bar þá margt á góma og verður sumt af því skrásett hér. Ingibjörg Sigurðardóttir er, sem fyrr segir, fædd að Króki í Skagahreppi, en á fyrsta ári fluttist hún að Hátúni á Kálfshamarsnesi við Kálfshamarsvík í Skaga- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Kálfshamarsnesið er eiginlega eyja, en malar-grandi tengir eyjuna við landið. Á þessu nesi voru þá sex smá- býli og fylgdi hverju býli ofurlítið tún, en nú er þessi byggð í auðn. Ennþá standa þarna uppi tveir gamlir bæir og er annar bærinn Hátún. Viti er þarna á nesinu og gamalt fundar- og skólahús. Bæirnir á nesinu voru lágreistir og fátæklegir. Bærinn Hátún, sem enn er uppistandandi, er reglulegur torf- bær í gamla stílnum. Þar er enginn þilstafn, en stafnar eru hlaðnir upp í topp úr torfi. í þessum lágreista, fá- tæklega torfbæ átti Ingibjörg Sigurðardóttir heima fyrstu tuttugu ár ævinnar. Af Kálfshamarsnesi er útsýn víð og fögur. Fjöllin í Ingibjörg Sigurðardóttir með börn sin. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.