Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 8

Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 8
VIGFÚS SÆMUNDSSON, BORGARFELLI: EnJurminningar frá Kötlugosinu 1918 Kötlugosið 1918 hefur sennilega verið eitt af stærri gosum hennar, og eflaust munu þeir, er þá voru komnir til vits og ára, minnast þess meðan þeir lifa, svo stórkostlegar voru nátt- úruhamfarir þessar og afleiðingar þeirra hér í nærsveit- um hennar. Endurminningar þessar eru engan veginn fullnaðar- lýsing á gosinu, heldur aðeins rifjað upp hið minnis- stæðasta, sem fram fór í Skaftártungunni, og aðallega meðan gosið stóð yfir og fyrst eftir það. En þaðan hefur einna minnst verið um það skráð. En til er rit eða skýrsla eftir Gísla Sveinsson, fyrrv. sendiherra, er þá var hér sýslumaður. Er það glögg og skýr frásögn um gang gossins, en margt gerist fleira sögulegt, heldur en þar er skráð, í öllu því umróti og eyðileggingu, er dundi yfir þessar sveitir næst Kötlu. Haustið 1918, 12. október, vorurn við Tungnamenn staddir að Flögu á hreppaskilaþingi, sem þá var venja að halda í sveitum haust og vor. Varð mér, sem þetta ritar, gengið út, meðan á fundinum stóð. Heyri ég þá nið eða undirgang ógurlegan í útsuður af bænum, og er ég geng vestur fyrir húshornið, mæti ég þar vinnukonu einnig á bænum og segi við hana: „Er það vanalegt, að svona hátt láti í Hólmsá héðan að heyra?“ „Þetta er nú með meira móti,“ svarar hún, og þótti mér það ekki fjarri sanni. Kemur þá Gísli bóndi Gíslason í Gröf til mín og segir: „Nú er eitthvað nýtt, á seyði, það bregzt mér ekki.“ Heyra nú hinir fundarmennirnir tal okkar og korna allir út. Datt öllum þegar í hug, hvað vera myndi á seyði, og í sömu svifum sást til kvenmanns, sem kom hlaupandi frá Hrísnesi. Hestar okkar beggja stóðu með hnökkunum við hús- ið, og hlupum við þegar á bak og riðum á móti konunni. Þegar við mætum henni, segir hún að ógurlegt hlaup sé komið í Hólmsá, og hafi þær konurnar með börnin, öll ung, flúið úr bænum, og sé nú Elín og önnur vinnu- konan með börnin í fjárhúsinu fyrir ofan gil. Enginn karlmaður var heima. Jón bóndi Pálsson var á fundinum með okkur, en Jóhann húsasmiður, bróðir hans, farinn áleiðis suður í Álftaver. Húsfreyja var Elín Árnadóttir Ijósmóðir, sem ég býst við að allmargir hér sunnanlands muni kannast við. Var þá svo ástatt fyrir henni, að hún var þunguð og komin langt á leið. Vinnukonan, sem með henni var, hét Kristín Sigurðardóttir, síðar hús- freyja á Borgarfelli og býr þar enn. Þegar við komum að bænum í Hrísnesi, var þar eng- inn maður heima. Var nú kvenfólkið og börnin á leið- inni upp að Flögu. Jóhann hafði sem sé sloppið undan hlaupinu og snúið heim aftur og hitt fólkið í fjárhús- inu. Fylgdi hann þeim svo gangandi upp að Flögu og fór styttri leið, og fórumst við því á mis. Gaf nú að líta stórfenglega sjón og ægilega. Flóðið var jafnhátt túnbökkunum fyrir vestan bæinn, og jaka- hrannirnar upp á túnið báðum megin. Var gilið norðan við bæinn orðið fullt langt upp fyrir bæ, og var því ekki fært að honum nema vestan að, því að hann stóð þá á tanganum milli gilsins og árinnar, áður en hann var flutt- ur. Blasti nú hlaupið við sjónum okkar, einn kolmó- rauður hafsjór svo langt, sem auga eygði út allan Sand og fram í Kúðafljótsfarveg. Aðeins hæstu hólarnir í Hrísnesshólminum stóðu upp úr og skerin og hæstu hálsarnir í Loðinsvikunum. Stórir jakar og jafnvel björg úr gljúfrinu byltust um og veltust áfram í hlaupinu. Var þetta stórkostleg sjón á að líta. Nú komu þeir til okkar, Jón bóndi í Hrísnesi ásamt fundarmönnunum frá Flögu, og var Jóhann nú líka kominn. Var nú tekið að flytja úr bænum vestur á hól- inn utanvert við túnið, en því var brátt hætt, þar eð sýni- legt þótti, að varla gæti hugsazt, að bænum yrði hætta búin, því að hann stóð miklu hærra heldur en túnið fyrir vestan hann, en þar var hlaupið orðið jafnhátt. En vel gat orðið ófært að bænum, því að litlu munaði að rynni yfir túnið í lægðinni. Stóðum við þarna um hríð og horfðum á hamfarirnar. Eftir litla stund þvarr hlaupið og tæmdist árgilið, svo að áin virtist varla meiri en venjulega. En þetta stóð ekki lengi. Að vörmu spori kom önnur flóðalda veltandi fram, og fylltist nú jafn hátt og áður, og stóð svo meðan við sáum til. Færðist nú sorti mikill yfir frá vestri, og fóru að heyrast brestir og reiðarslög með eldblossum. Fórum við þá að hraða okkur heim á leið, því að sýríílegt var, að mökkinn myndi leggja yfir. Varð enginn eftir í Hrísness-bæn- um. Fór allt fólkið upp að Flögu og gisti þar um nótt- ina. Jóhann Pálsson, sem fyrr um getur, slapp svo nauðu- lega undan hlaupinu, að brúna á Hólmsá tók af fyrir aftan hann, er hann hljóp yfir hana. Hafði hann verið kominn talsvert suður í Hrísneshólm, þegar hann varð hlaupsins var. Varð hann því sem sagt að hlaupa á móti flóðinu til að ná brúnni, og voru fyrstu gusurnar að skella á henni, þegar hann hljóp á hana. Þennan dag voru Álftveringar að safna Loðinsvíkur og Sandana suðaustan jökulsins, og voru þeir allhætt komnir, því að hlaupið fór yfir það svæði allt. Lýsir Jón Gíslason í Norðurhjáleigu því bezt í kafla, sem hann ritaði í bókina „Göngur og réttir“, I. bindi, enda var hann einn í hópnum. 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.