Heima er bezt - 01.05.1960, Side 9

Heima er bezt - 01.05.1960, Side 9
Þegar við komum að svokölluðmri Hamraendum sunnan Hemru þetta kvöld, var þar orðinn einn vatns- flói, sem vanalega var smáspræna úr Tungufljóti á veg- inum meðfram hömrunum. Var þá orðið dimmt, bæði af sortanum af mökknum og náttmyrkri, og sáum við ógerla hvað fyrir var. Vorum við þrír lítinn spöl á undan hinum, og svömluðum við yfir inn með hömrun- um, og hestarnir aðeins hjuggu niðri, en liinir fóru Hemrufjall, og varð það síðan þrautaleiðin, á meðan hlaupið stóð og lengi á eftir. Það, sem olli þessu var, að jakahrannir stífluðu framrás Tungufljóts og Eldvatns, þar sem vötn þessi koma saman við Hólmsá. Varð af þessu ógurlega stórt lón eða uppistaða á öilu undirlend- inu, þar sem voru Hrísness- og Flöguengjar, og alla leið upp í Tungufljót á móts við Hlíð, enda fóru allar þess- ar engjar af, en þetta voru beztu engjaslægjur í allri Tungunni. Munu Flöguengjar hafa gefið af sér um 700 hesta, og hefur sama sem ekkert komið upp af þeim síðan. Áður en við komumst heim þetta kvöld, var mökk- urinn kominn yfir með þrumum og eldingum, svo að firnum sætti. Höfðum við aldrei áður séð né heyrt slík- ar hamfarir náttúrunnar. Voru eldblossarnir svo bjartir og þéttir, að við gátum vel haldið réttri leið, þótt eigi sæist handaskil á milli. Hélzt þetta alla fyrstu nóttina, og fannst mér hávaðinn af reiðarslögunum nærri því enn meiri, eftir að ég var kominn inn. Stafaði það senni- lega af því, að svo mikið tók undir í járnþökum hús- anna, að manni fannst allt ætla ofan að ríða. Næsta morgun var mökknum bægt frá af suðaustan vindblæ. Var þá ömurlegt um að litast, jörðin öll kol- svört af öskufalli og skepnurnar æðandi heim að bæ og burt aftur, eitthvað út í buskann, og litu ekki í jörð. Brá nú mörgum í brún, því að séð varð þegar, hvað í hönd fór: bjargarleysi fyrir allar skepnur þá þegar, og því ægilegra var þetta sökum þess, að hey voru svo lítil eftir sumarið, að ég man aldrei eftir eins litlum heyjum, algert grasleysi vegna kalskemmda og kulda um vorið eftir gaddaveturinn mikla 1917—18. Voru heybirgðir ekki nema um helmingur á við meðallag eða tæplega það, hér um norðanverða Tunguna. Búið var að reka til slátrunar meginþorrann af lömb- unum fyrir gosið, en þó ekki öll, því að tunnur þrutu í Vík til söltunar,en þá var allt kjöt saltað. Hefur þetta sennilega stuðlað mjög að því, að ekki varð manntjón í gosinu, því að lítil líkindi eru til að allir hefðu bjargazt, ef margt manna með stóra rekstra hefðu verið á Sand- inum. En þannig mvndi nú hafa staðið á, ef svona hefði ekki viljað til. Gosið hélt áfram hamförum sínum. Lagði mökkinn hvað eftir annað og stundum dag eftir dag yfir norður- hluta Tungunnar og heiðarnar þar fyrir norðan, Skaft- árdals- og Síðuheiðar, því að átt var oft suðvestlæg og vestan, meðan gosið stóð yfir. Varð brátt alveg hag- laust, og skepnur allar fljótlega teknar á gjöf á þessi litlu hey og jafnframt skorinn niður fénaðurinn, eftir því sem til náðist og yfir varð komizt. En ekki var nú hlaupið að því að ná fénu saman, því að það æddi ham- stola um allar trissur, norður um heiðar og afrétt og hver veit hvað, það sem aldrei kom til skila eða fannst aftur. Og það var furðumargt. Fljótlega þraut tunnur og önnur ílát undir kjöt og slátur, og var sýnilegt, að ekkert yrði úr afurðum fjár- ins, ef öllu þyrfti að lóga heima, en ekki var girnilegt að hugsa til að reka fé vestur yfir Sandinn meðan gosið stæði, enda langtum meira en ófært sökum vatnshlaupa fram eftir goshríðinni. Gosið mun hafa staðið um tvær vikur, þegar fyrst var tekið að hugsa til að komast vestur yfir Sandinn, en ekki var álitlegt að leggja á hann, meðan eldurinn var uppi, því vitað var, að enn komu öðru hvoru hlaup úr jökl- inum. Að þessum tíma liðnum höfðum við mikinn hug á að reyna að koma fé út yfir og sendum því tvo menn til að reyna Sandinn. Fékk ég kjarkgóðan mann og dug- legan, er Auðunn hét Oddsson, og var þá hér í Tung- unni. Síðar var hann formaður á vélbát frá Vestmanna- eyjum og er nú í Reykjavík. Með honum fór vinnu- maður Vigfúsar í Flögu, Þorsteinn Jakobsson. Fóru þeir gangandi, því búizt var við ófærum fyrir hesta á Sand- inum. Gekk þeim ferðin vel og komu austur daginn eftir með þær fréttir, að Sandurinn væri sæmilegur yfirferð- ar, og töldu þeir tiltækilegt að leggja á hann með fé. Að vísu væri vatnsgutl á honum, en grunnt. Eldurinn var að sönnu uppi enn, og auðvitað ekki áhættulaust að leggja á Sandinn með stórrekstra, meðan svo var. En menn vildu kappkosta að losna við féð, sem komið var á gjöf á þessi litlu hey, og ekkert lá annað fyrir en að slátra því til ónýtis, væri ekki hægt að koma því út yfir Sandinn. Fé var þá orðið margt hér í Tungunni, senni- lega það flesta, sem orðið hefur þar til nú, er það mun orðið enn fleira. Var nú fljótlega tekið að búa sig til ferðar með féð, og stóð það heima, að það var síðasti dagur, sem eldur- inn var uppi, er farið var með fyrri reksturinn út yfir Sand. Farið var með tvo stóra rekstra, og einhverju bætt við síðar hér úr Tungunni og einhverju úr Álftaveri. En Síðumenn ráku ekki. Þeir fengu salt og tunnur upp að Skaftárós með björgunarskipinu Geir, sem setti tunn- urnar þar í sjóinn, og rak þær síðar í land. Þessa er alls getið í skýrslu Gísla Sveinssonar um gosið. Fé það, sem rekið var vestur yfir, var mestallt full- orðið fé, ær og sauðir, því að búið var að eyða Iömbun- um. Fór þá mörg falleg lífkind, sem setja átti á, hefði þetta ekki borið að höndum. Gekk vel með féð yfir Sandinn, var þrætt á milli jakahrannanna, en jakamir voru eins og stór hús um allan Sandinn, og lítið en grunnt vatn hér og þar í farvegum og sandbleytuhlaup í Múlakvíslarfarvegi. Þótt miklu væri eytt og fækkað fénu, dugði það samt ekki. Eytt var öllum þeim kúm og hrossum, er hægt var að missa, og hefði þó hrossunum verið fækkað enn þá meira, hefðu Landeyingar ekki brugðizt jafn vel við og boðið Tungumönnum að taka hross af þeim. Var það þakksamlega þegið og brátt gerður þangað hrossarekst- ur. Ekki var þá hægt að búa hér, nema með því að hafa Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.