Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.05.1960, Blaðsíða 11
Það var orðinn harla lítill bústofn bænda í Skaftár- tungu vorið næsta eftir gosið, því að ekki lifðu allar kindurnar, sem settar voru á um haustið. Varð ýmislegt þeim að fjörtjóni, og týndist og fórst mest hjá þeim, sem mest ætluðu á beitina. Vissi ég til þess, að gamlir sauðir féllu, sem settir voru á um haustið og síðan reknir í skóglendi seinni part vetrarins, þegar hey voru þrotin. Gaddur kom í jaxla fjárins og háði því víst allmikið, og einnig sóttu á féð ýmsir kvíllar, sem virtust koma af sandátinu. Jaxlarnir á ungu fé löguðust á næsta ári, og sáum við þá eftir á, að við höfðum farið skakkt að með að lóga unga fénu en halda eftir fullorðnu fé í þeirri trú, að það myndi þola betur. Fjórir bændur í syðri hluta Tungunnar munu hafa haldið meiri hluta bústofns síns, mestmegnis sökurn þess, að þeir áttu heyfyrningar frá næsta vetri fyrir Kötlusumarið, og líka var askan minni á syðstu bæjunum. Lítils styrks urðum við aðnjótandi eftir þetta mikla tjón. Vissi ég ekki til, að nokkur styrkur væri veittur úr ríkissjóði að því undanskildu, þegar björgunarskipið Geir var sendur með salt og tunnur austur að Skaftár- ósi handa Síðumönnum. En þrjú félög gáfu nokkur þúsund krónur hvert til styrktar í þessar sveitir. Mig minnir 12—15 þúsund krónur hvert. Voru það Eim- skipafélag Islands, Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri og Sláturfélag Suðurlands. Var fé þessu víst úthlutað til þeirra, sem mestu tjóni urðu fyrir, og hrökk það víst skammt til að bæta svona stórfellt tjón, og varð þetta ógurlegur hnekkir í búskap bænda hér um slóðir. Lang- mesta hjálpin fyrir Tungumenn var gripatakan fyrr- nefnda hjá Mýrdælingum og Landeyingum. Nú er nokkuð farið að ræða og rita um næsta Kötlu- gos, hvenær það muni koma o. s. frv. En vel gæti nú skeð, að Katla gamla geri gys að því öllu og komi svo öllum á óvart. Misstór hafa verið og misjafnan usla gert gosin úr Kötlu. Næsta gos á undan þessu virðist hafa verið miklu vægara, bæði vatnshlaupið og öskufallið. Það var 1860. Móðir mín sagði mér, að þá hafi ekki verið meira öskufall hér í Tungunni en svo, að vel sást í gras í túninu á Flögu, er þær voru að hreinsa túnið. Hún var þá unglingsstúlka. Hefur það verið harla rnikill munur samanborið við síðast, því að þá hefði orðið þungt fyrir hrífunni í Flögutúninu! En 1860 kom meira öskufall yfir Mýrdalinn. Hefur vindátt þá oftar verið norðanstæð. Annars hef ég lítið séð skrifað um það gos, en hlaupið fór þá víst lítið fyrir austan Hafurs- ey. Annars mun Tungan oftast hafa orðið fyrir þyngst- um búsifjum af öskufallinu úr Kötlu, enda er ekki langt þar á milli. Og hún er ekki sérlega hollur nábúi, þegar hún tekur að spúa eldi og eimyrju yfir nágranna sína. Nokkrir hafa skrifað um þetta síðasta gos Kötlu, og þá fyrst og fremst Gísli sýslumaður Sveinsson, eins og fyrr er nefnt. Svo er ritgerð í Eldritunum, sem Skúli Markússon gaf út 1930, sennilega eftir hann sjálfan, og einnig skrifaði Kjartan (Leifur?) Markússon um hlaup- ið séð af Hjörleifshöfða, og Jón Gíslason lýsir því nokk- uð, er þeir flúðu undan því, safnsmennirnir úr Alfta- veri (sbr. „Göngur og réttir“, I. b.), og enn fleiri kunna að hafa skrifað eitthvað um þetta. Geta þeir, sem vilja fræðast um gang goss þessa, lesið ritgerðir þessar. Til er líka kvæði um Skaftártungu og Kötlugosið 1918 eftir Pál menntaskólakennara Sveinsson, ort á lat- ínu, en þýtt á íslenzku af séra Valdimar Briem á Stóra- núpi. Er það að finna í 15. árgangi „Óðins“ 1919, 9. tbl. Bréfaskipti Við pilta og stúlkur á aldrinum 14—15 ára. — Margrét Jóns- clóttir, FjarÖarstræti 15, ísafirði. Dodda Jóhannsdóttir, Aðal- stræti 19, ísafirði. Rannveig Kjartansdóttir Aðalstr. 17, ísaf. Við pilt eða stúlku á aldrinum 11—14 ára. — Sigurbjörn Olafur Magnússon, Belgsholti, Melasveit, Borgarfjarðarsýslu. Við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Mjallhvit Guð- rún Magnúsdóttir, Belgsholti, Melasveit, Borgarfirði. Við pilt eða stúlku á aldrinum 9—12 ára. — Elinbjörg Magnúsdóttir, Belgsholti, Melasveit, Borgarfirði. Þuriður M. Magnúsdóttir, Belgsholti, Melasveit, Borgarfirði. Við pilt eða stúlku á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi bréfi. — Helgi Bergþórsson, Eystra Súlunesi, Melasveit, Borgarfirði. Við pilta og stúlkur á aldrinum 9—10 ára. — Hugrún Hjartardótlir, Vífilsdal, Hörðudal, Dalasýslu. Við pilta og stúlkur 13—15 ára. — Svava Hjartardóttir, Vífilsdal, Hörðudal, Dalasýslu. Við pilta og stúlkur á aldrinum 20—30 ára. — Hulda Heið- dal Hjartar, Vifilsdal, Hörðudal, Dalasýslu. Við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi. — Gufíný Olöf Þorleifsdóttir, Langhúsum við Haganesvík, Skagafirði. Við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. — Þár Arason, Lindarbrekku, Hvammstanga, Vestur-Hún. Við. pilt á aldrinum 11—13 ára. Hreinn Halldórsson, Hróf- bergi, pr. Hólmavík. Við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir, Hrófbergi, pr. Hólmavík. Við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17 ára. — Erna Hafdis Hilmarsdóttir, Saltnesi, Hrísey, Eyjafirði. Við pilta eða stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Mynd fylgi. — Steingerður Ingimarsdóttir, Skeggsstöðum í Svarfaðardal, F.yjafjarðarsýslu. Við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára. — Konrdð Ingi Torfason, Stórhól, Víðidal, V.-Hún., um Lækjamót. Við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. Mynd fylgi. — Grétar Arnason, Lækjamóti, Víðidal, V.-Hún., pr. Lækjamót. Við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16 ára. — Halldóra Bjarndis Sigurðardóttir, Slítandastöðum, Staðarsveit, Snæ- fellsnesi. Við pilta eða stúlkur á aldrinum 18—22 ára. — Kristmunda Þ. Sigurðardóttir, Slítandastöðum, Staðarsveit, Snæfellsnesi. Við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Þórir Stein- grímsson, Símstöðinni, Djúpuvík, Árneshreppi, Strandasýslu. Við pilta frá 15 ára aldri. — Margrét Hildur Aronsdóttir, Hóli, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Sólvöllum, Fáskrúðsfirði, S.-Múl. Við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. — Anna Ara- dóttir, Karlsbraut 28, Dalvík. Við pilta á aldrinum 18—22 ára. — Kristín Hannesdóttir, Elsa Þóra Þórólfsdóttir, Elisabet Kristjánsdóttir, Þórný Elis- dóttir, Sólrún Pálsdóttir og Júlía Marteinsdóttir. Allar á húsmæðraskólanum Varmalandi, Borgarfirði. Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.