Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 36

Heima er bezt - 01.05.1960, Síða 36
414. Þaðan sem við stöndum sjáum við straumbylgju skjóta kænunni upp aftur og hvolfa henni, svo maðurinn þeytist langt út úr henni og hverfur óðara í freyðandi straumlöðrið. 415. Alllanga stund sjáum við hann ekki aftur. En allt í einu skýtur honum upp. Hann er enn með lífi. Hann buslar með höndunum og slær um sig og reynir að reka upp einhver hljóð eða hróp. 416. Við sjáum hann sökkva aftur og berast ofan eftir fvrir straumi árinnar. Við hlaupum ofan með ánni í von um að geta ef til vill krækt í liann neðar og dregið hann á land. 417. Og þetta rætist. Straumurinn ber manninn inn á milli tveggja klappar- odda, sem mynda eins konar hólma rétt við árbakkann. Og innan skamms tíma hafa lögregluþjónarnir náð í stroku- manninn. 418. Þeir leggja nú meðvitundarlaus- an manninn á árbakkann. Og þegar ég gái að, kannast ég óðara við náungann. Þetta er þá enginn annar en Perlberg, hinn gamli óvinur minn! Eg stend sem steini lostinn. 419. Perlberg! Það var þá Perlberg, sem lék draug á herrasetrinu! En hvers vegna? Hvaða leyndarmál var hér um að ræða? — Perlberg raknar nú við, og lögreglumennirnir fara burt með hann á börurn. 420. Þeir fara með hann til næsta sjúkrahúss. Þegar við komum upp á þjóðveginn, kveð ég lögreglumennina, eftir að hafa sagt þeim allt, sem mér er kunnugt um Perlberg. Síðan geng ég hugsandi heim á herrasetrið aftur. 421. Frú Thomson verður jafn forviða og ég, þegar hún fær að vita, hver hafi leikið draug í bókasafni herrasetursins. Perlberg er henni vel kunnur. Hún seg- ir, að fyrir mörgum árum hafi hann ver- ið málaflutningsmaður húsbænda sinna. 422. „Ég gat aldrei þolað Perlberg," segir hún. „Ég skil ekkert í, hvað hann getur hafa verið að gera í bókasafninu. Vertu alveg viss um, Óli, að hér liggur fiskur undir steini og að eitthvert leynd- armál veldur þessum draugagangi!"

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.