Heima er bezt - 01.04.1961, Síða 5

Heima er bezt - 01.04.1961, Síða 5
Hermann með skíðasveit frá M. A. á íslandsmóti 1942. ur mun sterkur persónuleiki og athafnasemi Buchs hafði orkað á nemendur, „sem fundu þróttinn í sjálfum sér“. Þar á Ollerup og í Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn dvaldist Hermann til 1929 og lauk þá iþróttakennaraprófi. En söngurinn átti sífellt mikil itök í huga hans og stundaði hann jafnframt snöngnám hjá Paul Redin óperusöngvara. Um eitt skeið var nærri komið að því, að hann hyrfi að söngnáminu með öllu. Þegar eftir heimkomu sína til Akureyrar 1929 hóf Hermann íþróttakennslu; fyrstu árin sem stundakenn- ari í Menntaskólanum og gagnfræðaskólanum. En síðan 1932 hefur hann verið fastur íþróttakennari Mennta- skólans og kennt einn allar piltaíþróttir í skólanum til þessa dags, svo að þeir eru nú orðnir býsna margir nem- endurnir, sem hann hefur teygt úr og þjálfað. En jafn- framt skóLakennslunni kenndi hann í íþróttafélögum og ýmsum námskeiðum fyrstu árin. Tvær námsferðir fór hann utanlands á næstu árum. Fyrst til Kaupmannahafnar og á Olympíuleikana í Berlín 1936 og síðan til skíðanáms í Noregi 1938. Lagði hann þar einkurn stund á svig, og mun hann síðan vera brautryðjandi þeirrar íþróttagreinar hér á landi, en svig var áður lítt kunnugt hér. Var svo um langt skeið, að nemendur Hermanns voru fremstir svigmanna lands- ins, og einkum hafa þeir löngum þótt bera af um stíl- fegurð. En þar er raunar einn meginþáttur í allri íþróttakennslu Hermanns, að hann leggur meira kapp á að innræta nemendum fagran leik og limaburð, en að keppa að metum. Endurspeglast þar að nokkru skap- höfn hans sjálfs, þótt kappsmaður sé að vísu, að meta þó ætíð mest drengilegan leik og fagran. Annars hefur Hermann komið mjög við sögu skíða- íþróttarinnar hér á landi. Hann gekkst fyrir stofnun Skíðaráðs Akureyrar og var formaður þess lengi. For- maður Skíðasambands íslands var hann um skeið og lengi í stjórn þess. Hefur hann haft forystu um all- mörg landsmót skíðamanna og verið dómari og farizt það hvívetna vel úr hendi, enda hlíft sér lítt við erfiði og umstangi. Heimili Þórhildar og Hermanns á Akureyri. Árið 1948, er til þess kom að senda keppendur á Vetrarolympíuleikana í Skt. Moritz, var Hermann ráð- inn þjálfari þeirra og fararstjóri. Aftur var hann farar- stjóri skíðamanna á Vetrarolympíuleikana í Squaw Valley í Californiu 1960. Gengu þær ferðir báðar snurðulaust. Þá hefur Hermann verið einn af fyrstu íslenzku kenn- urunum í handknattleik. Kenndi hann leik þann á nám- skeiðum víða norðanlands. En sú íþrótt hefur sem kunnugt er náð miklum vinsældum og útbreiðslu. í Menntaskólanum á Akureyri hóf Hermann róðrar- kennslu þegar um 1930, og hefur það haldizt síðan. En minni útbreiðslu hefur sú ágæta íþrótt náð í skólum og landinu yfirleitt en æskilegt hefði verið. Þegar sundhöll Akureyrar var opnuð 1956, tók Her- mann að sér forstöðu hennar, að beiðni bæjarráðs. Átti það að vísu að vera bráðabirgðarráðstöfun, en varð fast starf. Hefur hann rekið sundhöllina með einstakri hagsýni og sparað við það stórfé í rekstri hennar. En eins og líkum lætur hefur meginstarf Hermanns verið í Menntaskólanum. Auk hinnar beinu kennslu, liefur hann verið óþreytandi og ötull félagi og leiðbein- andi nemenda, bæði um íþróttir, útilíf, söngmennt og ferðalög. Og þar að auki tók hann um skeið mikinn þátt í sjónleikjastarfsemi skólans. Engum hygg ég rangt gert til, þótt fullyrt sé, að enginn samkennara hans um þrjá áratugi hafi lagt á sig jafnmarga snúninga eða var- ið jafnmiklum tíma í þágu nemenda utan kennslustunda og Hermann. Kann hann þá list flestum fremur að vera í senn félagi og kennari nemenda sinna. í Utgarði, skíðaskála skólans, dvelst Hermann langdvölum með nemendum á vetri hverjum, oft við einhæfan og þröng- an kost. Kennir hann jöfnum höndum skíðaferðir á daginn og er hrókur alls fagnaðar á kvöldvökum, þeg- Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.