Heima er bezt - 01.04.1961, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.04.1961, Qupperneq 10
Pilagrimnr sigln hjá eimim líkbrennslu.stacíniim i fíenares. síðustu eldraun jarðvistar sinnar. Ættingjarnir sátu um- hverfis bálkestina og röbbuðu saman, reyktu eða skör- uðu í eldinn. Alengdar var verið að hlaða þrjá nýja bálkesti úr sverum viðardrumbum. Mér var forvitni á að sjá athöfnina frá upphafi, svo ég fylgdist með því sem fram fór við nvju kestina. Þegar þeir höfðu verið hlaðnir voru líkin lögð ofaná þá, en síðan var enn lagt eitt lag af viðardrumbum yfir þau. Því næst sölluðu ættingjarnir dufti vfir líkin, bæði í því skvni að glæða eldinn og eyða ódauni. Síðan gekk einn ættingi að hverju líki, tók fram rak- hníf og krúnurakaði hvirfilinn. Að því búnu var eldur sóttur í hofið þarsem brennur „eilífur“ eldur og hann borinn að köstunum. Af einhverjum ástæðum var einu líkinu sýnd meiri virðing en hinum. Ættingjarnir hlupu kringum það með eldinn sjö hringi og lögðu pld víðs- vegar í köstinn eftir hvern hring. Eldarnir mögnuðust smám saman, reykinn lagði fyrir vit okkar, en Ind- verjarnir forðuðust hann eftir megni. Kestirnir og lík- in voru misjafnlega eldfim, en að jafnaði tekur lík- brennslan þrjá tíma. Það var óhrjáleg reynsla að fylgj- ast með brennslunni. Fótleggirnir losnuðu frá búknum, höfuðkúpan sviðnaði en virtist standast eldinn bezt. f einu tilfelli varð hitinn þess valdandi að einhver blaðra í innyflunum þrútnaði og varð stærri en höfuðkúpan áður en hún sprakk og hjaðnaði. Smátt og smátt glevpti eldurinn viðardrumbana, hojdið og beinin, unz eftir var aðeins lítil svört ösku- hrúga eða einskonar gjall, sem starfsmenn staðarins rót- uðu útí fljótið með löngum stöfum. Þessir starfsmenn eru af lægstu stétt Indverja eða öllu heldur stéttlausir: þeir eru taldir óhreinir vegna atvinnu sinnar, þó þessi atvinna sé óhjákvæmilegur liður í helgihaldi Hindúa. Ættingjarnir fara heim þegar brennslunni er lokið, en þeir verða að hreinsa sig með böðum og ýmsurn helgi- athöfnum áður en þeir geti haft samnevti við aðra „hreina“ Hindúa. Það sem vakti athygli rnína við líkbrennslustaðinn var hið fullkomna æðrulevsi ættingjanna. Það var engu líkara en dauðinn væri sjálfsagður og jafnvel velkom- inn þáttur lífsins. Þetta stafar auðvitað fyrst og fremst af þeirri trú Hindúa að líkaminn sé ekki annað en bráðabirgðaklæðnaður sálarinnar og hafi sáralítið gildi. Dauðinn er því ekki annað en fataskipti sálarinnar. Eg hafði hvorki löngun né þolinmæði til að eyða meira en þrern stundum í Manikarnika Ghat. Mér var orðið hálfómótt undir lokin. LTngur Indverji sem ég hitti þar kvaðst hafa sömu tilfinningu. Hann væri ekki svo öruggur um sálnaflakkið, og þessvegna væri dauð- inn ails ekki eðlilegur í hans augum. Hann kvaðst ætla að fara heirn þegar í stað og baða sig. Geitur og kýr. Þegar ég gekk uppí borgina voru átta lík komin á fljótsbakkann og á vegi mínum varð hópur manna sem bar á milli sín gamalt rúmskrifli, þarsem lá gömul og visin kona. Hún lá sýnilega einsog hún hafði gefið upp öndina fvrir stuttri stund, hafði hvorki verið vafin í dúk né skreytt blómum. Rétt á eftir henni kom annar hópur með þunga byrði, sem við fyrsta tillit virtist vera mannslíkami vafinn í rauðan dúk og blómskreytt- ur, en við nánari athugun reyndist byrðin vera dauð geit. Eg staldraði við til að sjá afdrif geitarinnar, bjóst við að hún vrði brennd. Burðarmennirnir lögðu hana á fljótsbakkann, dýfðu henni í vatnið og lögðu hana við hliðina á hinum líkunum. Svo sóttu þeir stóra stein- hellu, bundu geitina við hana, báru hana útí bát og ýttu frá landi. Geitinni var kastað í fljótið einsog barninu. Mér var sagt síðar að geitur og kýr fyndu hinztu hvíld í hinu helga fljóti afþví þær væru heilagar skepn- ur. Heilagleikinn stafar af því að þær, framieiða mjólk. Þessar skepnur verða sjálfdauðar í Indlandi, og víða í landinu hafa verið sett upp sérstök elliheimili fvrir kýr sem ekki eru lengur sjálfbjarga fyrir elli sakir. Geit- hafrar njóta annarskonar helgi en geitur. Þeir njóta þeirra forréttinda að vera fórnardvr í ýmsum hofum Indlands, og sá ég blóðug dæmi þess við Kali-hofið í Calcutta. Sýklalaust vatn. Það hefur orðið mörgum umhugsunarefni hvernig menn geta sér að skaðlausu baðað sig í hinu helga fljóti og drukkið gruggugt vatn þess, þegar hafðar eru í huga útfarir barna, geita og kúa. Skvringin er furðu- leg, en staðfest af vísindamönnum. I Ganga-fljótinu lifa ekki sýklar, vatnið í því veldur ekki einusinni ryði á járni. Skrokkarnir sem flevgt er í fljótið rotna því Framhald á bls. 120. 118 Heitna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.