Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 13
ÞORSTEINN JONSSON, KAUPFELAGSSTJORI:
Feré í Víðidal eystri og til Lóns
(Niðurlag)
Fórum við nú nokkurn spöl til baka og héldum, að
ef hægt væri að komast upp í skriðuna í þeirri hæð
sem kletturinn var mundi okkur takast að leggja slóð
í hana. Tóku þeir Friðrik nú duglegan hest og reyndu
að koma honum upp í skriðuna. Komst hann nokkurn
spöl upp, en þá sveik allt undan fótum hans og hann
rann ofan aftur. Svo þessi tilraun bilaði. Þá var reynt
með litla, gráa hryssu, sem Friðrik á,” fjarska harð-
fríska og fótlipra og kjarkgóða. Hún krafsaði sig upp,
þó hún færi mest á hnjánum. Þegar hún var komin
hæfilega langt upp gekk sæmilega eftir skriðunni og
þannig kom slóð alveg út á klett. Komu þeir nú til
baka. Þarna var dimmt af nóttu, þoka og rigning, svo
lítið sást. Nú var reynt aftur með léttustu hestana og
slóðin batnaði og virtist þetta ætla að ganga vel. Lengd
skriðunnar frá þeim stað, er við lögðum í hana, hefur
verið um það bil 150 metrar, yfir á klettinn. Vorum
við nú farnir að reka hestana. Hestur sá, er ég hafði
lagt hnakk minn á, þegar við komum ofan á eyrina var
gæðingur, sem ég notaði, þar sem beztur var vegur og
hélt ég að þegar við værum komnir yfir þennan mikla
Múla, að þá væri aðeins skeiðsprettur eftir. En sá galli
er á þessum hesti að hann er svo hjartveikur og fæl-
inn, að hann má ekkert sjá og ekkert annarlegt má fyr-
ir honum verða, svo hann kippist ekki við eða hann
stökkvi upp. Nú rann hann til í slóðinni með hnakk
og beizli upp á makkann. Þegar komið var rétt norður
undir klettinn hefur sennilega steinn oltið ofan í slóð-
ina. Hesturinn kipptist við, lenti út fyrir slóðina og
rann niður skriðuna og niður að á eða niður í á. Við
Kjarr i Kollumúla.
sáum það ekki í myrkrinu. Flann bara hvarf og við
gátum ekki farið á eftir honum, því við áttum nóg með
að halda okkur í slóðinni. Mér varð það að orði, að
vont væri að missa hestinn, en verra þætti mér að missa
reiðtygin, því nógir væru hestarnir en enginn auka-
hnakkur. En það var ekki allt búið enn. Tveir hestar
mínir voru þungir og feitir og annar þeirra, hinn vitri
Skjóni minn, höfðu sig ekki upp á móti brekkunni upp
í slóðina, en runnu alltaf til baka. Voru nú allir hestar
komnir yfir á klettinn, nema þessir tveir og sá sem
hrapaði. Nú fór ég yfir á klettinn, þó erfitt væri að
festa fót í slóðinni í þessum mikla bratta, því það mátti
heita, að skriðan stæði beint upp. En það gekk samt
sæmilega, þó ég hafi sennilega verið hálf-hræddur.
Taldi ég sjálfsagt að láta hestana eiga sig. Annar hestur-
inn var með tösku og dót okkar. Var slæmt að vera án
þess, en óhugsandi að bera það yfir skriðuna. Þeir Her-
mann og Friðrik, sem hafði alla stjórn, sögðu mér að
vera hjá hestunum á klettinum, sem ég og gerði. Hinum
megin var álíka brött skriða, en þar var undan að halda,
en samt tvísýnt, hvernig það gengi, því áin beljaði
þeim megin við ldettinn. Þorði ég ekki annað en að
halda í Jeljagrím, því ég bjóst við að annars myndi
hann slá einhvern hestinn fram af klettinum, og sem
hann hefði eflaust notað tímann til, ef honum hefði
gefizt færi. Því augnaráð hans var eins og Gláms í þok-
unni, enda lá illa á honum. Beið ég nú nokkuð lengi
þarna, meðan þeir voru að reyna að koma hestunum
tveim yfir, sem ég taldi vonlítið að tækist. Ég hafði
nóg að gera, því þó ég héldi í Jeljagrím, reyndi hann
alltaf að slá einhvern hinna hestanna, því þröngt var á
klettinum. Þolinmæði og þrautseigja vinnur á flestum
erfiðleikum, og svo var einnig í þetta sinn. Komu þeir
nú með báða hestana og var síðan farið að athuga
skriðuna hinuni megin við ldettinn og tók það nokk-
urn tíma. En þegar við vorum að leggja af stað af
klettinum, kom hestur minn með hnakk og beizli og
var allt í bezta lagi. Hafði hann hrapað ofan alla skrið-
una og niður í á, en komizt til baka og á slóð okkar og
gekk þá allt vel. Næsta skriða var vond, en allt gekk
samt sæmilega eftir það í sæluhúsið, sem var stutt leið.
Höfðum við þá verið 14 tíma á ferð, mest alla leið
á grjóti og vegleysu í sudda og rigningu. Voru hest-
arnir orðnir slæptir, en fengu þarna ljómandi haga.
Fórum við nú í sæluhúsið, opnuðum þar útidyrahurð
og komum þá inn í forstofu. Gengið var úr henni inn
í eldhús til vinstri handar, en til hægri inn í svefnher-
Heima er bezt 121