Heima er bezt - 01.04.1961, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.04.1961, Qupperneq 14
Frá Eyjabökkum. bergi. í eldhúsinu var ofn og hitunartæki og nægur eldi- viður, niðurhöggvinn. Nóg var þar af pottum og könn- um, og leirtau og annar borðbúnaður fyrir fleiri rnanns. Þar var kaffi, kakó, te, sykur, hafragrjón og ég held flestar tegundir matar, nema kjöt og fiskur. Allt var hreint og fágað. Oll tæki voru þar: hamar, naglbítur, skeifur og ýms fleiri áhöld. Virtist vera, að þarna væri allt til, sem tilheyrir góðu heimili. Við höfðum nóg af mat með okkur og þurftum því ekki að neyta neins af því, sem þarna var. Hituðum við nú upp og fórum úr bleytunni, áður en við fengum okkur að borða. Athuguðum við nú svefnplássið. Og ekki var síðra að korna þangað, sex rúm með dýnum og teppum og nokkrum svefnpokum. Auk þess var þarna mikið af alls konar fatnaði: sokkum, buxum, ullarpeysum, gúmmístígvélum og mörgu fleiru, sem ferðamaður, illa til reika, þarf á að halda. Um allt var vel gengið, gólfið hreint og allt þokkalegt. Ég hef víða farið um fjöll og öræfi austanlands, en hvergi hef ég hitt neitt slíkt. Þar sem hús þetta er byggt í óbyggðum, hefur það ef- laust verið haft í huga, að þeir sem um öræfi þessi fara geti verið það aðþrengdir, að þeir þurfi góðrar að- hlynningar við. Enda er eflaust oft illviðri og úrkomu- samt þarna á suðausturkjálkanum, og kaldranalegt er þar og langt milli bæja. Erfitt hefur verið að koma þessu húsi upp, þegar litið er á þær aðstæður, sem eru til að komast þarna að. En hér hafa verið að verki dugnaðar- og fyrirhyggjumenn, sem hafa flutt efnið að, neðan úr Lóni eða austan úr Geithellnahreppi, þegar ísalög hafa verið og hægt hef- ur verið að nota ána, með tilheyrandi farartækjum. Þetta hús er til sæmdar þeim, er það hafa reist. Það eru menn, sem hugsa urn fleiri en sjálfa sig. Þegar við höfðum hitað upp og borðað og farið í þurr föt, gengum við til svefnherbergis og sváfum við ágætlega. Friðrik vaknar alltaf snemma og þegar hann vakti okkur, var hann búinn að athuga um hestana, sem leið ágætlega eins og okkur. Veðrið var nú miklu betra, sæmilega bjart og hlýtt, en þungbúinn var hann í suðrinu, svo ekki var hægt að segja að verulega þurrk- legt væri. Eins og ég hef áður tekið fram var það meining okk- ar, að fara fyrsta daginn í Víðidal, sem fórst fyrir. En þennan dag ætluðum við að fara ofan í Lón og þaðan austur í Álftafjörð, og fara þaðan austur, fyrir sunnan alla dali og stefna á Hornbrynju og þaðan í Fljótsdal. En Friðrik hafði athugað fleira en hestana 02 veðrið. Þarna við sæluhúsið er göngubrú á köðlum. Við höfð- um gert ráð fyrir að komast með hestana á henni yfir ána, en töldum það að óreyndu jafnvel mesta vanda- málið. En nú segir Friðrik okkur, að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að komast yfir brúna, því þó það takist, þá sé alveg óhugsandi að komast með hesta frá brúnni. Við vorum nú ekki alveg á því og töldunr áð hann hefði gert réttara í að sofa lengur og láta líða úr sér áreynslu liðins dags. Þá mundi honum varla blöskra að komast frá ánni, sízt mundi það verra, en skriðan í gærkveldi. Það mundi bara vera af því að svo bjart var, og mundum við þá heldur bíða til myrkurs, og sennilega kæmi þá líka þoka, og mundi þá allt tak- ast. Friðrik lagði lítið upp úr gorti okkar, taldi, sem rétt , var, að við mundum tæplega fara það, sem hann við athugun, taldi alveg óldeift. Jæja, við vorum ró- legir. Það fór vel um okkur og ætluðum við að sofna aftur og báðum Friðrik um að vekja okkur ekki strax með kaffinu. Við ætluðum að láta okkur dreyma um móttökur þeirra Lónsmanna og við skyldum muna að þakka þeim fyrir hinar góðu móttökur hér. Við sváf- um framundir hádegi og þegar við höfðum drukkið kaffið, fórum við að athuga brúna og leiðina. Brúin er í klettaþröng niðri í gili. Gott er að kom- ast að henni að norðan, en við nánari athugun, reyndist algjörlega óhugsandi að komast af klettinum hinum megin, því skriðan við þennan klett var enn hroðalegri, en sú í gærkveldi, og þar með alveg óhugsandi að revna uppgöngu. Ef áin hefði ekki verið jafn vatnsmikil og hún var ný, þá hefði verið hægt að smeygja sér ofan með klettinum og ríða út á eyri, sem í ánni er, og komast upp fyrir næsta klett þar fyrir sunnan og upp á Illakamb, en svo heitir fjallið sunnan við ána, og þá voru allar torfærur búnar. En nú beljaði áin upp á Illikambur. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.