Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 15
Beejarrústirnar í Viðidal. brúarklettinn svo ekki var hugsanlegt að leggja í hana. Um það þurfti ekki að ræða rneira, hingað og ekki lengra, það gilti. Þarna stóðum við nú ráðalausir og þótti okkur það illt. Er það slæmt, að þegar búið er að leggja í kostnað við að setja bná yfir ána, þá bjargi hún aðeins gangandi mönnum. Væntum við að Vega- málastjóri láti nú athuga þetta, hvort það muni vera mikið verk að sprengja veg í klettinn, austan við skrið- una, svo hægt sé að koma hestum þar upp. Hlýtur það að vera vel vinnandi verk. Þessi leið mun verða farin í framtíðinni af mönnum, sem ánægju hafa af því að at- huga óbyggðir landsins og merka staði. Það eru óvíða fallegri og tilkomumeiri náttúrufyrirbrigði, en þarna meðfram Jökulsánni. Sums staðar er skógur, sums staðar skriðjökull og af Kollumúlaheiði, sem er há, sést vel yfir Austfjarðahálendið. Þar skammt frá eru Þránd- arjökull og Hofsjökull og gnæfa töluvert hátt upp úr þessu mikla fjalllendi. Bak við þetta allt er Vatnajökull og þægilegt er að komast inn á hann þarna. Hið góða sæluhús við Jökulsána mun draga að sér ferðafólk, þeg- ar menn kynnast því og þeim fallega stað, sem því hef- ur verið valinn. Er merkilegt að málarar skuli ekki hafa komið á þessar slóðir. Þarna væri hægt að fá góð málverk, sennilega óvíða landslag betur fallið til slíkra hluta. Hryggir og leiðir héldum við heim í sæluhúsið og fengurn okkur vcl að borða, og bjuggum okkur undir að snúa við til baka og klifra upp þær brekkur, sem okkur hafði blöskrað að fara niður. Við tókum því hesta okkar, athuguðum þá og löguðum járningar á þeim, sem þeir þurftu með og ákváðum að halda til Víðidals. Ferðin gekk fremur vel yfir skriðurnar, slóð- in hélt sér vel og hestarnir runnu ágætlega til baka. Þegar að brekkunum kom athuguðum við þær og gát- um fundið heldur betri leið, en við höfðum farið í myrkrinu áður. En svo voru þær margar brattar, að ekki voru tiltök að sitja á hesti, nógu erfitt var fyrir þá að komast lausa, en allt gekk vel. Vorum við tæpar 3 klst. yfir Kollumúla til Víðidals, og fórum rólega, því þann tíma, sem við fórum yfir Múlann, var skaplegt veður og mátti heita þurrt. í Víðidal tjölduðum við hjá hinum forna bæ Grund, og sáum við tvær tóftir eftir íbúðarhús, við tæra lind, sem féll þarna skammt frá. í Víðidal er það mesta gras, sem ég hef séð. Mátti heita, að það næði sums staðar hestum í hné. Þar er ekki túngresi, heldur meira fjaðragras og sums staðar einnig stör. Víðirunnar eru þar háir og birki vex í hlíð- um umhverfis dalinn. Mikill skógur er í dalbotninum, þar sem Víðidalsá fellur í Jökulsá og eru þar tröllsleg gljúfur. í Víðidal er eflaust hægt að gera 20—30 hekt- ara tún, og er mikið af því vel slétt. A grasinu var helzt að sjá, að þar hefðu ekki komið skepnur í fleiri ár eða áratugi. En þetta túnstæði er líka svro að segja allt und- irlendi dalsins. Síðan taka fjöllin við, snarbrött til beggja hliða, og mun þar vera góð beit, einkum í Kollumúla, þó grýttur sé. Enda var víst þröngt á báti bænda þeirra, er í dalnum bjuggu, því ekki var þá eins mikið gras í dalnum, sem nú var. Við sáum mjög fáar kindur og enga nálægt þessu rnikla grasi. Þær fáu kind- ur, sem við sáum, voru upp í fjallahlíðunum. Ekki er útsýni mikið úr dalnum. Alá segja, að þegar fjallahlíðarnar umhverfis dalinn eru undanskildar, sjáist aðeins í heiðan himininn, ef það er þá nokkurn tíma verulega bjart þarna. Því sennilega eru færri bjartir dagar, en þoku- og úrkomudagar. Okkur leið vel í dalnum, en ekki dreymdi okkur neitt um ævi og örlög þeirra, sem þar hafa búið fyrr og síðar. Um það bil 100 metra frá bæjarrústunum voru tvö velupphlaðin leiði. Eflaust er þar ekki um vígðan reit að ræða. Sennilega hefur enginn prestur komið í dalinn til að gegna prestsverkum og ekki alltaf verið hægt um hönd að flytja hina framliðnu til byggða, a. m. k. ekki fólk það, er í snjóflóðinu fórst. Nútíma fólk skilur ekki, að menn skuli hafa getað sætt sig við að búa þarna, í þessu öryggisleysi og heyja þá baráttu, sem þarf til þess eins að halda lífinu, og ekki er á hjálp að kalla, þegar hættu og neyð ber að höndum. Enda verður sennilega aldrei búið þarna framar. Eflaust hef- ur þessi byggð verið lengst frá mannabyggðum, sem þá þekktist á þessu landi, þar sem um fastan bústað var að ræða. Við fengum þama beztu gistingu, hituðum upp tjald- ið og sváfum vel. Hestarnir hreyfðu sig ekki, fylltu sig fljótt og sváfu vel í hinu dúnmjúka grasi. Nú vorum við að hugsa um að komast beint niður úr dalnum og halda til Geithellnahrepps, en vegna þess að skýin í loftinu fóru strax að þéttast og þykkna og byrjaði að rigna strax um tíuleytið, þá leizt okkur ekki á að brjótast upp fjallið, snarbratt og klettótt. Slíkt er bezt farandi í góðu veðri, þegar menn þurfa ekki að vera í olíufötum, heldur léttklæddir. Eins er verra að eiga við hesta í rigningu á óvegi og torfærum. Að þessu athuguðu ákváðum við, þótt okkur þætti það slæmt, og teldum ferðina að mestu misheppnaða, að leggja af stað sömu leið til baka. Það er slæmt, þegar mikið er búið að hafa fyrir að útbúa sig ákveðna ferð, að ná ekki hinu setta marki og komast á leiðarenda. Því að Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.