Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 24
Ég lagðist niður hjá skyttunni, og nú mátti ekki tala
nema í hálfum hljóðum. Við hnepptum vel að okkur
yztu flíkunum og bjuggum okkur sem bezt undir hina
löngu, köldu nótt. Ekki mátti hreyfa sig, þótt kuldinn
sækti á mann, — og ekki leggjast alveg út af. Við urð-
um að hálfsitja uppi og horfa út í hraunið. Enginn gat
vitað úr hvaða átt dýrin kæmu, en þó var jafnan talið
líklegra, að þau kæmu undir vind, sem svo var kallað.
— Þau kæmu þannig að greninu, að þau hefðu vindinn
á móti sér, því að yfirleitt treysta refir meira á þef-
næmi en sjón.
Kvöldið var óskaplega lengi að líða. Eftir klukkan
átta hreyfðum við okkur ekkert. Sólin lækkaði á lofti
og stöðugt kólnaði. Undir lágnættið var reglulega nap-
urt. Yrðlingurinn var svangur og alltaf að smá-ýla.
Elvergi sást kind og síðast heyrðist hvergi í fugli. Við
beittum bæði sjón og heyrn sem bezt við gátum, en urð-
um einskis varir. Leið svo fram yfir miðnættið. Golan
var nöpur og nóttin skuggsýn. Allt í einu kipptist skytt-
an við og þreif byssuna, sem lá hlaðin við hlið hennar.
Yrðlingurinn vældi hærra en áður, og beint framundan
okkur kom læðan skokkandi og stefndi á grenið. — En
hún fékk „varmaru móttökur. Skotið hitti hana framan
á bóginn. Hún reis upp til hálfs, eins og hún ætlaði að
sendast til baka, en valt þá um dauðskotin ofan í lyng-
ið hreyfði hvorki legg né lið.
Vafalaust hefur dýrið heyrt vælið í yrðlingnum og
hlaupið á hljóðið. Éf til viíl hefur Iíka kápan á hríf-
unni.blekkt dýrið, og þess vegna hefur það ganað svona
óhikað beint í dauðann.
Þarna var læðan unnin, en nú var steggurinn eftir. —
Enn lágum við nokkra stund grafkyrrir og loks fór
að daga. Ylgeislar sólarinnar vermdu okkur. Við teygð-
um úr okkur og okkur hlýnaði í hamsi. Nú var ltom-
ið logn. Sjórinn var spegilsléttur. Fuglar sungu. Radd-
ir vorsins fögnuðu hinni vermandi sól. Skyttan taldi að
nú þyrftum við ekki að fara mjög varlega. Refurinn
myndi ekki láta sjá sig, þegar sól væri komin hátt á
loft. Við tókum upp nestið og átum brauð og harðfisk
með smjöri og drukkum kalda mjólkina með. Um kl.
8 um morguninn var orðið heitt í veðri og forum við
þá að tína utan af okkur yztu flíkurnar.
Aumingja yrðlingurinn vældi sárt af sulti. Skyttan
sagði að ekki mætti svelta hann svona lengur. ETann
gæti vel gert gagn næstu nótt, með því að lokka ref-
inn að greninu. — „Við verðum að ráða fram úr þessu,“
sagði félagi minn. „Taktu aðra byssuna, sem þarna ligg-
ur og skjóttu fugla til matar fyrir yrðlinginn.“ Hann
sagðist ætla að fá sér blund á meðan, því að aldrei hafði
hann þorað að loka augunum alla nóttina.
Ég lagði svo upp í veiðiförina. í fyrstu var ég hálf
stirður til gangs, en liðkaðist brátt. En hvaða fugl átti
ég nú að skjóta? Það hafði félagi minn ekkert sagt um.
Hann hafði aðeins sagt, að ég yrði að skjóta eitthvað
handa yrðlingnum að éta.
Alltaf hlýnaði í lofti og ilmur skógarins barst að vit-
um mér. Vorilmur í hrauni er unaðslegur og hressandi.
Ég rölti víða um flatt hraunið, en rakst ekki á neinn
fugl í skotfæri. Ég var fremur léleg skytta, og þessi
veiðiför var mér ekki að skapi. Veturinn áður hafði ég
þó skotið 50 rjúpur, og hafði þá vonazt eftir að græða
fé á rjúpnaveiðum um veturinn, en þó þekkti ég vel
talsháttinn: „Fáir verða ríkir á rjúpnadrápinu.“ En
áhugi minn á rjúpnadrápinu hafði hjaðnað snögglega
um veturinn. í sudda-rigningu lagði ég upp í mína síð-
ustu veiðiför. Snjór var á jörðu, og talsvert um rjúp-
ur. Ég var með venjulega afturhlaðna byssu. Ef til vill
hefur það verið rakanum að kenna, en oft þegar ég
hafði hleypt af skoti, sat tómt skothylki fast í byssu-
hlaupinu. Ég hafði með mér granna stöng, sem kallað-
ur var „krassiu. Þegar skothylkið sat fast, notaði ég
krassann til að losa skothylkið úr hlaupinu. En einu
sinni hafði ég gleymt að draga krassann út aftur, þeg-
ar ég lét í nýtt skothylki. Ég miðaði svo á rjúpu rétt
hjá mér og s'kaut. Rjúpan flaug upp ósærð, en krassinn
kom í stein og mölbrotnaði og brotin þeyttust í allar
áttir. En ég stóð ringlaður og riðandi, eins og ég hefði
verið sleginn höfuðhögg. Ég labbaði svo heim með
byssuna, hálf sneypulegur, og fór aldrei aftur á rjúpna-
veiðar.
En nú víkur sögunni aftur að vormorgninum í hraun-
inu. Ég rölti þarna í sólskininu og leitaði að æti fyrir
yrðlinginn. Loks sá ég lóu, sem kúrði þar í lyngmóan-
um. Eins og örskot lyfti ég byssunni og skaut. Skotið
hafði hitt og lóan lá hreyfingarlaus í lautinni. Ég setti
nýtt skot í byssuna, tók lóuna upp og sneri heim á
leið að greninu. Ekki hafði ég langt farið, er ég kom
auga á rjúpu, sem kúrði þar í lyngbrekku, og skaut
hana líka. Nú þóttist ég hafa nóg að gert, og gekk
beint að greninu. Skyttan hafði sofið á meðan ég var í
veiðiförinni, en vaknaði, er ég kóm. Ég fleygði fugl-
unum og sagði eitthvað á þá leið, að nú þyrfti yrðling-
urinn ekki að svelta. Skyttan þakkaði mér fyrir og fór
svo að matbúa fyrir yrðlinginn; krufði fuglana og tók
af þeim haminn, því að yrðlingurinn var svo lítill, að
hann gat ekki bargað sér sjálfur. Ég var þögull og fár.
Samvizkan var ekki góð og glöð. Hinn dýrlegi, bjarti
vormorgunn var gleymdur, og mér leið illa. Síðan hef
ég aldrei skotið fugl, og mun aldrei gera það að rauna-
lausu. — Lóan var geldfugl, en rjúpan var eggjamóðir.
Það sá ég er skyttan gerði fuglana til. Rjúpan hafði
verið komin að því að verpa og voru eggin misjafnlega
þroskuð í eggjastokkunum. Ekki leið mér betur, er ég
sá þetta. Þarna hafði ég ekki aðeins svipt einn fugl lífi
heldur marga.
Ég þagði. — Ég vissi heldur ekki hvort félagi minn
skildi mig, þótt ég segði hug minn um þetta mál. —
Nú leið að hádegi. Var okkur þá færður hádegisverður;
— mjólkurgrautur í fötu, brauð, harðfiskur og mjólk.
Um nóttina hafði ég hugsað um, að gott væri að fá
sendan hádegisverðinn. Mest hafði ég hlakkað til að
fá mólkurvellinginn, en nú þegar hann var kominn, var
lystin dauf. Veiðiför morgunsins átti sök á því.
Dagurinn á greninu leið seint. Ekki man ég glöggt
132 Heima er bezt