Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 25
hvernig veðrið var þann dag, en þó held ég að dregið
hafi fyrir sól þegar á daginn leið. Loks leið að nátt-
málum. \Tið bjuggum okkur undir nóttina líkt og
kvöldið áður. Og nú fékk yrðlingurinn ekkert að éta.
Hann var aftur byrjaður að væla og ýla og bar sig
mjög aumlega. Skyttan sagði, að bezt' væri að hann
skrækti sem mest. Það gæti lokkað stegginn að greninu.
Enn var liðið að miðnætti. Sólin var gengin til viðar og
skuggsýnt gerðist um hraunið. Við mæltum ekki orð
frá munni, en störðum út í bláinn og hlustuðum eftir
hverju minnsta hljóði, en ekkert heyrðist. Yrðlingur-
inn ýlfraði og vældi. Skrækir hans var hið eina, er rauf
kyrrðina.
Allt í einu heyrðum við dauft gaggað í brunajaðrin-
um skammt norðan við grenið. Líklegast var þetta
steggurinn að taka undir við yrðlinginn. Skyttan hafði
lengi haldið í tjóðurbandið á yrðlingnum, og er mér
ekki grunlaust um, að stundum hafi verið kippt í tjóð-
urbandið, til þess að yrðlingurinn skrækti sem mest.
Nú þreif skyttan byssuna, fleygði yrðlingnum til
mín og sagði: „Láttu yrðlinginn ekki hætta að ýlfra.
Ég ætla að læðast upp í hraunið og vita, hvort ég verð
ekki var við skolla. Hann læddist svo hálfboginn í burtu
í þá átt, sem hljóðið kom úr. Ég þurfti ekkert að skipta
mér af yrðlingnum. Hann hrein nógu hátt fyrir því.
Nokkuð langur tími leið. Ég heyrði þó öðru hverju
refinn anza yrðlingnum, en sá ekki neitt. Allt í einu sá
ég blossa og heyrði byssuskot. Nokkru síðar kom skytt-
an og hló nú hátt og sagðist hafa leikið illa á skolla,
sem komið hefði flanandi beint á móti sér, og fallið
fyrir velheppnuðu skoti.
Nu biðum við ekki boðanna, en bjuggum okkur í
snatri til heimferðar. Daginn eftir fór skyttan á grenið
og náði öllum yrðlingunum.
Ég var feginn að sofna í mjúku, hlýju rúmi, því að
lítill hafði svefninn verið á greninu. Ég svaf langt fram
á dag og vaknaði þá hress og vel útsofinn. Eini skugg-
inn á þessu vorævintýri mínu, var veiðiförin á sól-
björtum vormorgninum í hrauninu. Enga slíka veiðiför
hef ég farið síðan og mun aldrei fara.
Stefán Jónsson.
FRÁ SKÓGASKÓLA (Niðurlag).
IV. Eldsvoði.
Það var sunnudagur seint í júlí árið 1947. Kaupa-
fólkið heima var í þann veg að fara á útisamkomuna á
Álfaskeiði. Ætlunin var, að það legði af stað á hestum
upp úr hádeginu, þó að það væri hið versta veður,
bæði rok og rigning. Ekki voru reiðhestarnir heima
við, svo að pabbi fór snemma um morguninn til að
leita að þeim. Um tíuleytið urðum við vör við daufa
brunalykt, en ekki var strax farið að rannsaka það nán-
ar. En þegar Anna kaupakona ætlaði að fara niður í
kjallara til að sækja kartöflur í matinn, ltom reykstrók-
urinn á móti henni. Hún gerði heimilisfólkinu þegar
aðvart, og snúningastrákarnir stukku út í hlöðu, en
SkólaliðiÖ í knattspyrnu 1959—60. — Ljósm. Vigfús L. Friðr.
hún var sambyggð bænum og því líklegt, að reykur-
inn ætti upptök sín þar. Sú var líka raunin. Heyið var
þegar byrjað að brenna og reykinn lagði um allt.
Mamma hringdi strax á næstu bæi til að biðja um hjálp
og á slökkviliðið á Selfossi. Nú var pabbi búinn að
finna hestana og var á heimleið. Var þá sent í veg fyr-
ir hann úr Skálholti og honum sögð tíðindin. Skildi
hann lausu hestana eftir og reið heim eins hratt og hest-
urinn komst. Var þá byrjað að bera út úr baðstofunni,
því að hún var næst hlöðunni, og myndi því brenna
fyrst. Anna þreif undir kommóðuna hennar ömmu, og
skipaði lágvöxnum, kviklegum manni, sem stóð aðgerð-
arlaus, að taka undir hana með sér, og gerði hann það
þegar. Síðar frétti hún, að þetta hefði verið læknirinn,
sem var þá nýfluttur í héraðið. Allir gerðu það, sem í
þeirra valdi stóð, við björgunina, og tókst að bjarga
flestum innanstokksmunum og fötum. En mikið brann
samt inni eða stórskemmdist úti í rigningunni. Svo
heppilega vildi til, að byrjað hafði verið á að reisa nýtt
íbúðarhús þá um vorið, og var búið að steypa kjallar-
ann. Það var staðsett hinum megin við þjóðveginn, og
var því ekki í neinni hættu fyrir eldinum. Gamli bær-
inn brann til kaldra kola, og ekkert stóð eftir nema
fjósið og stafninn á hlöðunni.
Sigríður Þórarinsdóttir, Spóastöðum, Árnessýslu.
Þetta litla synishorn af ritsmiðum nemenda í Skóga-
skóla læt ég nægja í þetta sinn.
Ég oska svo skolanum gæfu og gengis.
Stefán Jónsson.