Heima er bezt - 01.04.1961, Side 27

Heima er bezt - 01.04.1961, Side 27
 ÞRIÐJI HLUTI ,,En hitt hefði verið ákjósanlegast.“ „Ekki fyrir mig. Eg hefði ekki viljað skipta á hestin- um, sem mér var lánaður frá Stóra-Asi í gær, og á bif- reið fulltrúans, þó hún sé nv og gljáandi.“ „Elvað er að heyra til þín, barn! Þú átt áreiðanlega eftir að skipta um skoðun, barnið mitt.“ „Varlega skaltu treysta því, mamma mín.“ Stína kemur nú aftur fram í eldhúsið og fer að raða bollapörunum á bakkann. Frúin snýr sér að Stínu og segir: „Þú kallar svo á kaupamanninn í morgunkaffið hing- að inn í eldhúsið. Hann er ókunnugur og veit kannske ekki, hvert hann á að snúa sér.“ „Já, það skal ég gera. En á ég ekki fyrst að færa sýslumanninum og fulltrúanum kaffið?“ „Hún Elsa getur farið með kaffið upp í stofu til þeirra, þú ert búin að láta það á bakkann.“ Elsa brosir glettnislega. „Já, mér er sama, þó ég haldi á bakkanum upp, en því ekki að bera kaupamanninum kaffið upp í stofu líka?“ Frúin lítur með þóttasvip á dóttur sína og segir: „Þú veizt að það er venja hér, að kaupamaðurinn borði og drekki í eldhúsinu.“ „Pabbi var líka vanur að snæða hér í eldhúsinu með okkur hinum, þangað til þessi fulltrúi kom hingað. Því getur hann ekki setið við sarna borð og kaupamaður- inn?“ „Þeir skipa nú býsna ólíkar stöður.“ „En báðum er þó sameiginlegt að neyta matar og drykkjar.“ „Þess þurfa allir. Það er líka sjálfsagt það eina, sem þeir eiga sameiginlegt.“ „Getur verið. En hver þeirra vinnur háleitara starf í þjóðfélaginu?“ „Fulltrúinn auðvitað!“ „Ertu nú viss um það, mamma?“ „Já, ég er viss um það.“ „En það er ég ekki. Fulltrúinn situr alla daga inni í stofu, skrifar skjöl og reikninga, og aftur skjöl og reikn- inga, en kaupamaðurinn vrkir jörðina, safnar vetrar- forða úr skauti hennar til þess að viðhalda lífinu, starf hans er því lífrænt, en ekki dauður bókstafur. Reynist báðir trúir í starfi, hvor þeirra er þá í raun og sann- leika meiri?“ „Fulltrúinn verður alltaf meiri í mínum augum, og hraðaðu þér nú upp í stofu með kaffið handa honum!“ „Það er sjálfsagt að láta hann ekki bíða lengur eftir því, en spurningu minni er ósvarað enn.“ Elsa tekur kaffi bakkann og fer með hann upp í stofu. Sýslumannsfrúin drekkur morgunkaffið við eldhús- borðið, allt annað en ánægð yfir tali dóttur sinnar. En stelpan hefur það til að vera dálítið stríðin, þess vegna tekur móðirin orð hennar um fulltrúann og kaupa- manninn ekki neitt alvarlega. Arni sýslumaður og Pálmi fulltrúi hans sitja í dag- stofunni. Elsa kemur inn til þeirra með kaffibakkann og raðar kaffiföngunum á borðið. Sýslumaður fvlgist með starfi dóttur sinnar og segir glettnislega: „Þú færir okkur kaffið núna, Elsa mín.“ „Já, mamma bað mig að fara upp með það.“ „Það er alveg rétt að æfa þig í húsmóðurstörfunum.“ „Já, því ekki það.“ „Þú ert líka að verða svo anzi húsmóðurleg.“ „Það er ágætt. Það á víst fyrir flestum stúlkum að liggja í lífinu að inna af hendi hlutverk húsmóður- innar.“ „Já, og varla ferð þú að pipra, dóttir góð!“ „Það þykir mér ótrúlegt!“ Sýslumaður hlær ánægjulega. „Þú ert ágæt, Elsa mín. Ætlar þú ekki að fá þér kaffisopa með okkur?“ „Nei, þökk fyrir, ég er búin að drekka morgunkaff- ið. — Gerið þið svo vel!“ Síðan gengur hún fram úr stofunni aftur. Þeir fara að drekka kaffið. Pálmi lítur brosandi til sýslumanns og segir: „Hvað er annars dóttir þín gömul?“ „Nítján ára.“ „Hún er glæsileg stúlka.“ „Já, þér finnst það, Pálmi.“ „Það er ekki annað hægt.“ Heima er bezl 135

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.