Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 36
522. Við gægjumst fyrst inn um glugg- ana, sem eru að mestu leyti yfirklístraðir með gömlum dagblöðum. Svo opnum við ískrandi útihurð og förum inn og læðumst hljóðlega um vistarverurnar. 525. Ég læðist út að glugganum og gæg- ist út. Uti í skógarjaðrinum sé ég herðn- breiðan náunga koma labbandi og stefna hingað heim að húsinu. Þetta er skip- stjórinn! 528. Þá er feluleik okkar lokið! Skip- stjórinn kallar hátt til okkar og skipar okkur að opna hurðina strax. Er við hlýðum því ekki, finnur hann járnbút úti og reynir að sprengja hana. En við fórum að litast um eftir útgöngudyrum. 523. f þessum vanhirtu herbergjum er fullt af alls kyns rusli og gömlum hús- gögnum, og allt er draugalegt og óhugn- anlegt á þessu eyðibýli. Við stöndum hljóðir um stund og litumst um [jarna. 524. Allt í einu hrökkvum við illa við og verðum skelkaðir: Mikki hefur risið upp á afturfætur og teygt sig upp í einn gluggann. Efann urrar, eins og vant er, er hann viðrar hættu. Eg hasta á hann. 526. Hvað á nú til bragðs að taka! Við erum fljótir að átta okkur. Við hlöðutn þungu dóti fyrir hurðina og skorðum sterkan planka undir snerilinn, og þetta virðist allt takast prýðilega hjá okkur. 527. Nú er skipstjórinn kominn að dyr- unum og reynir að opna, en verður þess var, að ekki er hlaupið að því. Fer svo að berja og sparka. Þá getur Mikki ekki stillt sig og rekur upp hátt gelt. 529. „Við skulum reyna að smjúga út um glugga á aftanverðu húsinu," segi ég. Við flýtum okkur svo inn í aðra stofu. Er við ætlum að opna þar glugga, sjáum við mann koma gangandi úr þeirri átt heim að húsinu. 530. Nú eru allar bjargir bannaðar! Um flótta er ekki framar að ræða. Við verðum að fela okkur! í eldhúsinu er kjallarahlemmur í gólfi. Við opnum hann nú í skyndi og klifrum svo ofan í myrkrið.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.