Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 4
GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON, BRODDANESI:
Júlíus bóndi Bj örnsson í Garpsdal
C^j arpsdalur skerst til austurs inn í fjallgarðinn
að norðanverðu við Gilsfjörð, og takmarkast
If af Múlahyrnu að sunnan, en Garpsdalsfjalli
að norðan, lóðréttum og dökkum bergvegg,
Hrafnaskorum. Er hann um tveggja km. langur og um
einn km. á breidd, þar til hann klofnar um fjallamúla,
sem nefnist Göltur.
í botni dalsins er vatn, en innan við það sléttar grasi-
rónar valllendisgrundir. Afrennsli vatnsins er Múlaá.
dalsmynninu eru sléttir melar, þar sem þjóðvegurinn
liggur um.
Bærinn Garpsdalur stendur við dalsmynnið að vest-
an. Læt ég nú Jóhann sýslumann Skaftason hafa orðið
um staðarlýsingar í Árbók Ferðafélags íslands árið
1959:
„Kirkjustaðurinn Garpsdalur er á sléttum, breiðum
melhjalla, sem nær frá mynni Garpsdals vestur með
snarbrattri, vel gróinni suðurhlíð Garpsdalsfjalls, sem
þar er til norðurs.
Er staðarlegt heim að líta og umhorfs. Kirkjan og
bærinn standa saman niðri á brekkubrúninni, túnið
breiðist um hjallann umhverfis, en niður að firðinum
liggja allbrött grösug mýrlendi, sem nú hafa verið ræst
fram og eru sem óðast að breytast í tún.
Bak við rís fjallið bratt og hátt, en fram undan blasir
fagurt útsýni um Gilsfjörð til Ólafsdals, Saurbæjar og
Húsbœndurnir í Garpsdal.
vestur um Breiðafjörð, og skammt undan Múlahyrna
klettum kringd, sú er Halla skáldkona á Laugabóli lýsir
svo fagurlega með þessum ljóðlínum:
Ég þekki og man, hve Hyrnan há
um heiðrík sumarkvöld
er guðdómleg, þá geislum strá
hin gullnu sólar-tjöld.-----“
í Garpsdal hefur nú búið um þriðjung aldar Júlíus
Björnsson, er tók við búi þar, er faðir hans, Björn lét
af búskap, og hafði hann þá búið þar í þriðjung aldar,
frá 1894—1927. Hafa þeir feðgar þvú búið þar nú, 1961,
í full 67 ár.
Áður hafði jörðin um aldir fram verið prestssetur,
og ýmsir kunnir prestar setið þar, sumir um langa hríð.
Móðir Júlíusar var Sigríður Þorláksdóttir bónda Jóns-
sonar á Hyrningsstöðum, Árnasonar bónda í Hlíð í
Þorskafirði, sem Hlíðarætt er komin frá. Móðir Sig-
ríðar var Ingibjörg Bjamadóttir frá Skáldstöðum í
Reykhólasveit.
Faðir Júlíusar var Björn Björnsson, hreppstjóra á Bæ
í Árnesshreppi, Guðmundssonar bónda í Stóra-Fjarðar-
horni í Strandasýslu. Þrír voru þeir systkinasynirnir,
er bám nafn afa síns, Björns Guðmundssonar: Björn í
Garpsdal, Bjöm Halldórsson, hreppstjóri á Smáhömr-
um, og séra Bjöm Jónsson, prófasmr á Miklabæ.
Móðir Björns í Garpsdal, Sigríður Magnúsdóttir 111-
ugasonar, bónda á Geststöðum, var að sögn greind kona
og merk.
Júlíus fæddist 28. júlí 1889 í Steinadal í Strandasýslu.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar til um tvítugs-
aldur, er hann fór í bændaskólann að Hvanneyri.
Þau hjónin Björn og Sigríður höfðu alizt upp við
kröpp kjör, og höfðu þau bæði orðið fyrir þeirri sorg
á bemskualdri að missa annað foreldra sinna, hún föður,
en hann móður sína, og dró hvort tveggja örlagaríkan
slóða á eftir sér fyrir framtíð þeirra. Höfðu því lífskjör
bernsku- og æskuára þeirra kennt þeim snemma, að
leiðin til sæmilegra lífskjara fengist ekki nema með fyr-
irhyggju, iðni og atorku. Má því segja, að þetta hafi og
verið Júlíusi í blóð borið og þessar dyggðir nam hann
því í æsku ásamt vandvirkni og trúmennsku þegar í
bernsku.
Þegar í æsku féll hugur Júlíusar í þá átt, sem lífsveg-
ur bóndans liggur um. Hann var snemma aldurs skýr í
156 Heima er bezt