Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 18
Menn, sem ég man V. SR. MAGNÚS HELGASON SKÓLASTJÓRI KENNARASKÓLANS. Um veturnætur haustið 1913, á svalköldum haust- degi, bar gest að garði á heimili mínu, Snorra- stöðum í Hnappadalssýslu. Var hann sjald- séður gestur, þótt hann ætti heima í næstu sveit, en mikill vinur foreldra minna, enda uppalinn á næsta bæ. Gestur þessi var Kristján Eggertsson, bóndi í Dalsmynni í Eyjahreppi. Þeir, sem þekktu, og muna enn, Kristján frá Dalsmynni, vita það, að hann gekk ætíð hratt og hildaust að hverju verki. Svo var og í þetta sinn. Hann hafði ekki lengi setið inni í baðstof- unni, er hann bar upp erindið. En erindi hans, í þetta skipti, var að útvega kennara í farskólahverfi Eyja- hrepps. Ákveðið var að kennt skyldi í 8 vikur og kennslustaðir yrðu fjórir og kennt yrði hálfan mánuð á hverjum bæ. Ég hafði þá lokið tveggja vetra námi í skólanum á Hvítárbakka. Hafði ég verið í vorvinnu í Borgarfirð- inum um sex vikna tíma um vorið, en komið heim í sláttarbyrjun og unnið heima um sláttinn. Nú var haust- önnum lokið og ég hafði enga áætlun gert fyrir vetur- inn, en ekki var beint þörf fyrir mig heima. Er ég ekki að orðlengja það, að ég ákvað að taka þessu tilboði og ráðast kennari í Eyjahreppi um tveggja mánaða tíma. I kaup átti ég að fá eins og lög mæltu þá fyrir um kaup farkennara, 9 krónur á viku eða 1 krónu og 50 aura á dag, en auk þess frítt fæði og húsnæði. Frá þessu atviki segi ég hér, vegna þess, að ég tel, að þessi ákvörðun mín sé ef til vill merkasta og örlagarík- asta ákvörðun, sem ég hef tekið um framtíð mína. Ég tel að nokkru hafi ráðið um það, hve fljótur ég var að ákveða mig, að ég hafi gengizt upp við það traust, sem mér var sýnt, að bjóða mér þetta ábyrgðarstarf, svo ungur og óreyndur, sem ég var. En ég var þá aðeins tvítugur að aldri. Fyrir þessa ákvörðun mína varð ég síðar sá ham- ingjumaður að njóta kennslu og handleiðslu þess'manns, sem ég tel mig hafa lært mest af, af þeim mönnum, sem ég hef átt samleið með á minni lífsleið. En sá maður er sr. Magnús Helgason skólastjóri Kennaraskólans. Veturinn 1913—1914 kenndi ég eins og ákveðið var tvo mánuði sem farskólakennari í Eyjahreppi og var auk þess nokkrar vikur heimiliskennari í Kolbeinsstaða- hreppi. Síðla vetrar sá ég svo auglýsingu í einu vikublaðinu um það, að haldið yrði kennaranámskeið í Reykjavík í Kennaraskólanum um sex vikna skeið vorið 1914. Ég fann að mig skorti margt það, er kennara mátti prýða, þótt ég hefði tekið að mér kennslustarf, svo að ég greip tækifærið og sótti um þetta námskeið. Ég áleit að vetr- arlaun mín, 72 krónur, myndu duga að mestu fyrir dvöl í Reykjavík í 5—6 vikur. Ég fékk svo eiginhandar hlýlegt bréf frá skólastjóranum sr. Magnúsi Helgasyni, og kvaðst hann ætla að leyfa mér þátttöku í námskeið- inu, þótt ég hefði aðeins kennt þessa tvo mánuði. Það er ekki efni þessa þáttar að segja frá þessu náms- skeiði, en þar kynntist ég fyrst manninum, sem ég aldrei glevmi, sr. Magnúsi Helgasyni.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.