Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 23
 Skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum HOLD OG HJARTA SJOTTI HLUTI: „Stundum finnst mér, eins og þú sjáir ekkert nema Björn,“ sagði Hans allt í einu. Ég vonaði að hann tæki ekki eftir, hve hverft mér varð við, og óskaði að ég færi nú ekki að roðna. „Og hvað með það? Varla kemst ég hjá að sjá hann, fyrst hann er ekki ósýnilegur,“ svaraði ég hvatskeyt- lega og stóð upp. Mér leizt ekki á, ef hann færi að rök- ræða um Bjöm, „og auk þess skil ég ekki, að mér sé ekki frjálst að horfa á hvern, sem ég kæri mig um, eða hvað heldurðu eiginlega að þú sért? — einhver guð al- máttugur, eða hvað?“ Hans svaraði þessu engu, en ég sá á því, hvernig hann kramdi vindlinginn í öskubakkanum, að hann ósk- aði þess innilega, að það væri Björn, sem hann hefði hér á milli fingranna. Hann bauð mér með sér á ball út í sveit, og ég ákvað að fara með honurn. Mig var farið að langa til að dansa og skemmta mér með ungu fólki. Við fórum strax eftir kvöldmatinn af stað. Bjöm var ekki kominn úr sjúkrahúsinu, en Hans sagði, að Páll hefði lánað sér bílinn. Hans ók hægt og rólega. Ég lá með aftur augun og lét mig dreyma „gamla daga“, þegar við vomm að stel- ast á sveitaböllin. Þar var oft mesta fjörið, því þangað sóttu krakkarnir úr þorpunum til að geta gert það sem þeim datt í hug. Við ókum gegnum tvö smáþorp, áður en áfangastað var náð. Ballið var rétt að byrja, og enginn farinn að dansa. Hans náði í borð úti í horni, og fyrr en mig varði, vorum við svifin út á gólfið. Ég naut þess að finna öll þessi augu stara á mig, meðan við sýndum listir okk- ar í eins konar villimannadansi, sem Hans hafði mikið dálæti á. Mér var heitt og fór úr peysunni, blússan var kannski nokkrum sentimetrum of flegin, og pilsið í það þrengsta, en ég var ekkert á móti því að lofa pilt- unum að sjá, að ég hefði „kropp“ ekki lakari en margar aðrar. Það var klappað ákaft, þegar við hættum. Ó, hve það var gott að vera ungur og léttur á sér. Ég vildi dansa meira, en Hans var þyrstur, og við setmmst aftur við borðið. Ég reykti og saup við og við á glasinu mínu, og fyrr en varði, var ég farin að finna á mér. Brátt tók fjörið að færast í mannskapinn. Þetta voru nú meiri lætin og hávaðinn, en ég var svo létt á mér og hló að öllu, sem sagt var. Ég bað Hans að sjá til, að ég drykki mig ekki fulla, og hann fullyrti, að engin hætta væri á því, ég skyldi bara treysta honum. Ég man ekki allt sem gerðist, en ég dansaði við marga, og allir urðu beztu vinir mínir. Ballinu var ekki lokið, þegar við fórum. Það var heill hópur, 8 eða 10 piltar, en við vorum aðeins fjórar dömurnar. Það átti að halda áfram hjá einni stúlkunni, sem var svo heppin að vera einsömul heima í húsinu um helgina. Djammið hélt áfram. Ég var alltaf með glas í hend- inni, og það var sama þó ég sypi á því, eða skvettist niður úr því, alltaf var það fullt. Ég veit ekki, hver átti uppástunguna, en ég var strax til í tuskið. Við röð- uðum okkur á gólfið, og svo var plata sett á fóninn. Það var rólegt lag, og hægt og letilega hreyfðum við okkur eftir hljóðfallinu og létum sem við værum fræg- ar dansmeyjar. Ég apaði eftir hinum, sem tíndu af sér flíkurnar hægt og rólega, hverja eftir aðra. Mér tókst vel upp með pilsið, renndi niður rennilásnum og vagg- aði mér svo í mjöðmunum, meðan það seig hægt niður um mig við mikil fagnaðarlæti karlmannanna. Það var hálfgerð leikfimi að komast úr sokkunum, og þá var það brjóstahaldarinn, hann var kræktur á bak- inu, og aldrei þessu vant geltk mér mjög illa að halda jafnvæginu, meðan ég krækti honum frá. Einn karlmaðurinn kom þá og vildi hjálpa mér, en Hans var þá þar kominn, og manngreyið fékk einn á kjammann og hrökklaðist út að vegg. „Snertu hana ekki, svínið þitt!“ heyrði ég Hans hvæsa. „Hún er mín!“ Heima. er bezt 175

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.