Heima er bezt - 01.05.1963, Page 9

Heima er bezt - 01.05.1963, Page 9
síðasta kuldaskeið ísaldarinnar. Fyrsta viðbragð okkar, sumra að minnsta kosti, var að yppta öxlum við þess- um vísdómi og láta hann sem vind um eyrun þjóta. En ekki var unnt að skella skollaeyrunum við því sem gerðist á Norðurlöndum í þessum efnum. Sú hugsun tók að ásækja mig meira og meira, hvort unnt væri að finna einhver merki þess, að plöntur hefðu lifað hér á ísöld. En ekld tók ég að hugsa þessi mál af alvöru fyrr en eftir 1936, er ég hafði hlýtt á fyrirlestur Nordhag- ens prófessors frá Noregi um hversu mál þessi stæðu í Skandinavíu. Aukin kynni mín af gróðri landsins færðu mér brátt heim sanninn um það, að vaxtarsvæði margra tegunda eru býsna sérkennileg, og engu væri líkara en að ýmsar hinna sjaldgæfari tegunda hnöppuðust sam- an á tiltekin svæði, sitt á hverju landshorni, en sæjust ekki eða varla þar á milli. En rök höfðu verið leidd að því, að plöntur, sem líkur bentu til, að lifað hefðu ein- angraðar á ísöld í hálendi Skandinavíu, hefðu að miklu leyti tapað dreifingarhæfni sinni og yxu því enn innan mjög þröngra marka. En nú skal horfið að öðru í bili. Eitt af sérkennum íslenzkrar flóru er tegundafæð hennar. Alls eru kunnar hér um 440 tegundir æðri plantna, blómplantna og byrkninga, fyrir utan fífla og undafífla. En þótt ýmislegt mundi mega af ráða af út- breiðslu þessara síðast nefndu ættkvísla hefi ég sleppt þeim úr athugunum mínum. En af því sem vér vitum um hana hefur ekkert komið í Ijós, sem brjóti í bág við það sem hér verður sagt. En með tölu þeirri, sem nefnd var, er ekki nema hálfsögð sagan. Eg hefi fært nokkur rök að því, að nær 100 tegundir af þessum 440 hafi flutzt til landsins af mannavöldum á þeim þúsund árum, sem liðin eru síðan byggð hófst hér að staðaldri. Þótt sú tala kynni að reynast fullhá, er hægt að fullyrða að um 20% af öllum háplöntum landsins hafi flutzt þangað af mannavöldum beint eða óbeint. Og nú á seinustu árum sjáum vér þess greinileg merki, að nýjar tegundir, sem hingað berast eða eru fluttar að yfir- lögðu ráði, eru býsna fljótar að ílendast. Tegundafæð þessi verður því furðulegri, ef vér berum land vort saman við nágrannalöndin og staðhætti þeirra. Þannig finnast um 600 tegundir í Finnmerkurfylki einu í Nor- egi, og er þó Skandinavía fremur snauð að tegundum. Flóra íslands er náskyld flóru Skandinavíu. Veruleg- ur hluti tegunda hennar vex báðum megin Atlantshafs, eða er „cirkumpolar“ eins og það kallast. Nokkrar teg- undir, og sennilega fleiri en oss er enn ljóst, eru ame- rískar og vaxa ekld austan hafs. Sárafáar tegundir Bret- landseyja vaxa hér aðrar en þær, sem einnig eru í Skandinavíu. Frá þessu sjónarmiði séð hljótum vér að telja flóru fslands grein af skandinavisku flórunni fá- skrúðugri að vísu og með dálítið meiri íblöndun vest- rænna tegunda en þar gerist. Eins og fyrr var getið, má ætla að ekki meira en 340 —350 tegundir plar.tna séu „náttúrlegar“ í landinu, en með því er átt við, að þær hafi ekki verið fluttar til landsins af mannavöldum. Um þær er ekki nema tvennt til, að annað hvort hafi þær flutzt af sjálfsdáð- um til landsins yfir úthafið eftir að jökla leysti af því fyrir um 10 þúsund árum, ef ördeyðukenningin er rétt, eða þær eða nokkur hluti þeirra hafi lifað í landinu síðan það var í tengslum við önnur lönd, eða að minnsta kosti bilið milli íslands og umheimsins var styttra en það er nú. Eftir því sem athuganir mínar og annarra hafa leitt í ljós, þá eru líkurnar miklar á því að veru- legur hluti flórunnar hafi lifað af hér síðan á ísöld, og um leið verður sú skýring nærtæk á tegundafæð lands- ins nú, að erfiðleikarnir á því að komast hingað hafi verið svo miklir, að einungis tiltölulega fáum tegund- um hafi tekizt að sigra þá, en verulegur hluti flórunn- ar sé harðgerðar heimskautategundir, sem hjarað hafi af fimbulvetra ísaldar. En áður en ég kem að röksemda- leiðslunni fyrir „auðum svæðum“ hér á ísöld og lífs- möguleikum plantna þar, skal rætt með fáum orðum um möguleika náttúrlegs innflutnings plantna til lands- ins. Um þrjár innflutnings leiðir er að ræða: loftið, sjó- inn og flutning með fuglum. Flutningar fræja með haf- straumum eru torveldir um svo langa leið sem íslands ála, enda þótt þeim verði ekki neitað með öllu, ekki sízt í sambandi við hafísa. Þannig má telja eigi ólíklegt að saltþolnar strandplöntur hafi borizt til landsins með þeirn hætti. Flutningar fræja og gróa í lofti með vind- um eða þó einkum fuglum eru miklum mun líklegri, og vafalítið hefur eitthvað af plöntum landsins komið með þeim hætti. En í því sambandi er vert að geta þess, að hér er tiltölulega fátt þeirra tegunda, sem hafa fræ, er sérstaklepa séu vel fallin til dreifinffar í lofti eða með fuglum, og mælir það vitanlega gegn því að mikill hluti flórunnar hefði komizt hingað á þann hátt. Geta má og þess, að leið farfugla til íslands mun aðallega liggja yfir Bretlandseyjar, og mætti því búast við meiri skyld- leika við þau lönd en raun ber vitni um, ef um fræja- flutning- með farfuolum hefði verið að ræða í ríkum mæli. Líklegt væri einnig að tegundir, sem gæddar væru svo mikilli dreifingarhæfni, að þær hefðu greiðlega flutzt til íslands um áðurnefnd torleiði, hefði átt að vera furðu fljótar að dreifast um mestan hluta landsins, þar sem vegalengdir eru litlar og náttúrlegar tálmanir fáar. Þar ætti því ekki að vera margt um plöntur, sem ein- ungis lifðu á takmörkuðum svæðum, en reyndin sýnir annað. Af hinum 340 oft nefndu tegundum eru nær 100, sem einungis hafa fundist innan tilteldnna marka, og oft mjög langt á milli vaxtarsvæða þeirra. Og það var einmitt þessi takmarkaða útbreiðsla, sem leiddi mig á sporið eftir gögnum til að sýna fram á, að hér hefðu verið íslaus svæði á jökultíma, því að eins og fyrr var getið er það staðreynd, að plöntur, sem um langan tírna hafa einangrazt, ekki sízt ef lífskjör hafa verið kröpp, hafa misst dreifingarhæfni sína að verulegu leyti, og halda áfram að vaxa á sínum fyrri stöðum og dreifast þaðan lítt, þótt þeim hafi opnast möguleikar til þess. (Framhald.) Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.