Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 5
Fjölskyldan í Garpsdal. hugsun og vel glöggur á málfar manna. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri haustið 1909 og dvaldist þar í þrjú missiri. Var mikil gróska í Hvanneyrarskóla um þessar mundir, skólastjóri og kennarar ungir vel mennt- aðir bjartsýnismenn. Áhugi og framtak gneistuðu af orði hverju og athöfn. Var þar því góður jarðvegur og gróðurskilyrði framgjörnum og greindum mönnum. Júlíus mun vart hafa verið jafn vel undirbúinn til náms sem margir bekkjarbræður hans, og skólinn mun hafa ætlast til, og ósagt skal látið, hvort hann þess vegna hefur átt við mikla erfiðleika að stríða í fyrstu; en við burtför sína þaðan hlaut hann bezta vitnisburð. Að lokinni skóladvöl sinni að Hvanneyri hélt Júlíus heim aftur og vann að búi foreldra sinna þar til 1918, er hann hóf búskap sjálfur, fyrst að hluta úr Garpsdal, en 1920 kaupir hann Ingunnarstaði í Geiradal og býr þar til 1927, er hann flytur heim aftur í Garpsdal. Þar í sveit varð hann fyrstur bænda að hefja ýmsar nýjungar í landbúnaði, svo sem votheysverkun og notk- un tilbúins áburðar (Noregs-saltpéturs). Er túnið var orðið svo véltækt, að hann taldi hvggilegt að nota hey- vinnsluvélar, var hann þar fyrstur manna til að afla sér þeirra. Hefur hann ávallt fylgzt vel með öllum nýj- ungum í búnaðarmálum. Hann hefur því gott bú og afurðamikið. Túnið er stórt og fallegt, og nú nýskeð hefur hann látið ræsa fram stórt mýrarflæmi, sem gef- ur fögur fyrirheit um aukinn, fallegan töðuvöll. Þá hefur hann einnig byggt öll bæjarhús með miklum myndarbrag. Á fyrstu búskaparárum sínum í Garpsdal tók Júlíus bæjarlækinn til rafvirkjunar og aflaði sér þannig nægi- legs rafmagns til ljósa og suðu. Júlíus var kosinn í hreppsnefnd Geiradals 1919 og hefur setið þar síðan. En 1922 var hann kjörinn odd- viti hreppsnefndar og hefur síðan verið það óslitið til þessa dags. Um 25 ára skeið hefur hann og verið sýslu- nefndarmaður Geiradalshrepps. Eitt kjörtímabil var Júlíus einnig kjörinn fulltrúi Búnaðarsambands Vestfjarða. Formaður skilanefndar Kreppulánasjóðs Austur-Barðastrandarsýslu var hann einnig og fulltrúi sýslunefndar í Mæðiveikivörnum, og stóð hann þar þeim megin, sem hann taldi mestar líkur til, að þeirri plágu yrði létt af bændum. Þá er ungmennafélag var stofnað í Geiradalshreppi 1909, tók Júlíus þegar virkan þátt í því starfi, og þó einkum eftir að hann kom heim úr skóla. Var hann for- maður þess félags um nokkur ár, en er önnur störf hlóð- ust á hann, tóku hinir yngri menn við, en ávallt hef- ur Júlíus verið þeim traustur ráðgjafi og hollur. Fyrir fáum árum, er ungmennafélagið og hreppsfé- lagið reistu í sameiningu hið myndarlega félagsheim- ili „Vogaland“, gekkst hreppsnefndin fyrir því, að hreppurinn tæki myndarlegan þátt í kostnaðinum. Þegar Pöntunarfélag Dalamanna skipti um sölufyrir- komulag, var stofnað Kaupfélag fyrir Saurbæjar- og Geiradalshrepp með stjórnarnefndarmenn úr báðum hreppum, en meiri hluti stjórnarinnar og framkvæmd- arstjóri var sunnan fjarðarins. Þó var á fyrstu árunum reist sölubúð fyrir Geiradalsdeildina í Króksfjarðar- nesi. En er tímar liðu, og viðskipti fóru að aukast vest- an fjarðarins, tóku og að kveða við raddir, hvort ekki myndi tímabært, að Geirdælir stofnuðu sjálfstætt kaup- félag. Var þetta ekki ákveðið fyrr en 1911. Þetta vor kom Júlíus heim frá Hvanneyri, og var hann strax kjörinn endurskoðandi kaupfélagsins og var það, þar til hann var kosinn í stjórn þess og for- maður hennar, síðan Jón sál. Olafsson kaupfélagsstjóri lét af því starfi, og er hann formaður þess, eftir lát Jóns Ólafssonar. Störf Júlíusar við Kaupfélag Króksfjarðar eru svo mörg og margþætt, að lítt þýðir þau að þylja, en þeir sem fylgzt hafa með 50 ára starfsemi þess, framvindu og menningarauka í héraðinu, vita gleggst, hvern þátt Júlíus Björnsson á þar á þeim vettvangi. Frá Garpsdal. Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.