Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 17
Grimur Sigurðsson. Hulda Tryggvadóttir. skriðunni. Til skamms tíma átti Jökulsá ekki land til sjávar og var talin rýrust jarða á Flateyjardal. Neðan við túnið var mýri ofan að Víkurvatni. Þar var engið, og svo í mýrarhöllum nokkrum. Túnið var þýft og harðslægt, fóðraði eina kú. Útibeit þótti góð í fjallið, svo og afrétt og málnyta. En hlunnindi fylgdu engin jörðinni, hvorki reki, fjörubeit né útræði. Þó munu Jök- ulsárbændur jafnan hafa sótt sjóinn eigi miður en hinir, sem land áttu að sjó. Hér skal þó getið sagnar urn sérstæð hlunnindi á Jök- ulsá: Neðan við túnið er pyttur, sem nefnist Kúgildispytt- ur. Sögnin segir, að í honum hafi verið veiði, sem metin var til kúgildis. En Víkurbóndi öfundaði Jökulsármenn af veiðinni og ók grjóti í pyttinn að næturlagi, svo veið- in þvarr. Grímur, síðasti bóndi á Jökulsá, segir að í sínu ung- dæmi hafi pytturinn verið um 6 m. að ummáli. Hvorki rann að honum né frá, og stóð þó vatnið ætíð jafnhátt. Þá var rennt í hann færi, yfir 100 m. löngu, að Grím- ur hyggur, og fannst ekki botn. Grímur sá einu sinni í pyttinum allmikið af vænum silungi, sem jafnan stakk sér í djúpið og var ekki veiddur. Nú segir Grímur, að pytturinn sé að síga saman. Þessa er hér getið vegna þess, að mjög víða um land fylgja jörðum sagnir um „kúgildisaugu“ eða „kúgildis- pytti“, sviplíkar þessari sem hér er staðfest, svo og sagnir um neðanjarðar samgang við sjó. Varla mun öðru til að dreifa en neðanjarðarleiðum silunga þeirra, sem Grímur sá í „Kúgildispytti“. Jökulsár getur fyrst í Finnbogasögu. í Auðunnar máldaga er jörðin talin eign Flateyjarkirkju. A síðari öldum var hún eign Hólastóls og seld 1805 á 51 ríkis- dal. Fyrir 1890 er hún kornin í eign Einars Asmunds- sonar í Nesi. Eigi mun hún hafa verið í sjálfsábúð fyrr en Sigurður Hrólfsson kaupir jörðina 1895 á 400.00 krónur. A 19. öld voru um 20 ábúendur á Jökulsá. Einn þeirra, Skúli Þorláksson, býr þar frá 1822—1855, alls í 33 ár. Hann var barnlaus. Annars var ábúðartími hinna Jök- ulsárbændanna á 19. öld of skammur til þess að saga þeirra verði tengd við þessa jörð. Árið 1899 flytur Sigurður Hrólfsson að Jökulsá. Hann var fæddur 1866. Móðir hans dó þá, er hann fæddist. Hann var alinn upp við hina mestu fátækt, fyrst í fóstri, en síðan hjá föður og stjúpu. Frá 12 ára aldri hvíldi á honum öll búsönn vetrarins, er faðir hans var að heiman. I endurminningum Sigurðar, birtum í „Skútuöldinni“, er átakanleg lýsing á erfiðleikunum, er allmargt fé var að hirða í smákofum, hey úti, og vatn varð að bera til bæjar í stórhríðum. Faðir Sigurðar fluttist að Hofi á Flateyjardal 1882. Þá var Sigurður 16 ára og byrjar sjómennskuferil sinn. Tvítugur réðst hann fyrst á hákarlaskip árið 1886. Hann keypti sjókort og mælingatæki og æfði sig í notkun þeirra, þó háseti væri. Hann las einnig bækur um sjó- mannafræði. Mikið orð fór af þessum unga sjómanni. Árið 1894 varð hann skipstjóri á „Víkingi“, ráðinn af Eggert Laxdal, verzlunarstjóra á Akureyri. Eftir þrjú ár afsagði hann að fara oftar út á því skipi, taldi það ónýtt. Efalaust hefðu færri manntjón orðið, hefðu fleiri skipstjórar haft einurð Sigurðar og neitað að fara út á slíkum skipurn. Sigurður lenti í mörgum ævintýrum og örðugleik- urn á langri sjóferðaævi sinni. Hann var við síðustu föstu hákarlaútgerðina á þilskipi, og árið 1925 var hann síðasti hákarlaskipstjórinn, þá 59 ára, en hafði verið skipstjóri í 31 ár. Hákarlaöldin við Eyjafjörð ól upp harðgerða kyn- slóð afreksmanna um þrek og djarfa sókn. Þessir menn höfðu samlíkt uppeldi víkingunum fornu og þóttu á þá minna. Seinni kynslóðir eru allar aldar upp við minna erfiði og minni þoranraunir. Sigurð Hrólfsson á Jökulsá má nefna síðasta víkinginn. Sigurður bjó á Jökulsá frá aldamótum til 1921, að við tekur Grímur sonur hans. Þegar Vík fór í eyði, bjó Grímur lengstum á báðum jörðunum. Árið 1946 flytur Grímur til Akureyrar, og jörðin fer að fullu í eyði. Þeir feðgar, Grímur og Sigurður, gjörbreyttu jörðinni, sléttuðu tfin og juku og byggðu steinhús. (Framhald.) ORÐSENDING í febrúarhefti Heima er bezt fór ég þess á leit, að þeir sem gætu gæfu mér upplýsingar um ætt og afkom- endur Erlendar Sturlusonar. Ymsir hafa brugðizt mjög vel við þessari beiðni minni og sent mér langt mál urn þetta efni. Kann ég þeim öllum beztu þakkir fyrir skjót og vinsamleg viðbrögð. Steindór Steindórsson. Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.