Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 7
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Svipleiftur af söguspjöldum (Framhald) KNEFINN UR SKORÐUM Drykkja er þreytt og dróma eytt, dirfð er beitt í orði, ögrun veitt og hótan hreytt, hnefa steytt á borði. Að Tjörnesi er gleði gerð, — Guðmundur enn ríki bóndurn ásamt er á ferð að Ofeigs heimaríki. Öndvegi á betri bekk ber upp höldinn ríka, Eyjafjarðar æðsta rekk, yfrið göfgan líka. Innarfrá er Ófeigur óðalsbóndi úr Skörðum, ofurmenni ódeigur í orðasennu og gjörðum. Fram til veizlu berast borð. Á borð er knefi settur. Knefinn styður Ófeigs orð eins og dómaréttur: „Hversu mikill þykkir þér þessi knefi, Gvendur?“ „Ærið virðist mikill mér og mætti búnar hendur.“ „Mundi nokkuð mega hann meiðslum valda hörðum?“ — Ertnisglampi í augum brann Ófeigi úr Skörðum! „Eigi skjótt ég óska mér undir knefans vítur, því beinbrot eða bani er búinn þeim sem hlýtur.“ „Hversu mundi þykkja þér þannig dauða hljóta?“ „Stórum illur, vitum vér og viljum þessa ei njóta.“ „Rým þá sætið,“ seggur tér. „Svo skal nú og vera.“ LTm set er flutt, en skapraun sker skörungslundu þvera. — Enn er munduð ögrun hörð í orða-tundurs-stefi, enn eru fundin upp við Skörð Ófeigs lund og hnefi. GRÁTT HRÚTLAMB Víga-Styrr að vopnaþingum vegur menn að tyllisökum, neytir afls til níðingsverka, nístir fast í þrælatökum, — yfirgangur ofsamennis aldrei fer að neinum rökum. Þórhall telja sögusagnir sitji Jörva um þessar mundir. — Leggur Styrr á þenna þykkju, þykir von að blæði undir. Meinlaus bóndi heimtist Flelju, hrökkva, kurlast ævistundir. Föðurvana sveinn og systir sitja eftir, lostin harmi, Gestur, Áslaug, bæði í bernsku, barnaþrek í grönnum armi. — Þroski eflist, árin líða, ennþá treinist hefndabjarmi. Hárbeitt skop að harmi drengsins, heit, í spotti, um föðurbætur: „Hirða máttu hrútinn gráa, hann til föðurgjalda er mætur.“ — Þessi gráu glamuryrði Gestur man um langar nætur. Lítill sveinn og enn að árum ungur, víst mun drápsins hefna, ei skal bila, eigi hörfa, aldrei rofin mörkuð stefna! Öxarskaft er blóðrún blettað, — brátt skal heit að fullu efna. Víga-Styrr við eld sér ornar, utar lítur Gest hinn smáa, brælu reykjar ber um húsið, bregður dökkva millum skjáa. Leiftrar öxi. — Lýkur hefndum: „Þar launaða ég þér hrútinn gráa.' Heima er bezt 159

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.