Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.05.1963, Blaðsíða 28
FIMMTÁNDI HLUTI: EIRÍKUR SIGURBERGSSON: Eftir EU Og tímar líða, árin mjakast áfram. Unglingar, sem fyrir nokkru voru börn, álpast í hjónaband og fara að bolloka og hrúga niður ómegð, þótt voðinn sé vís fyrir hreppinn. En hjónaleysin á Bakkakoti eru enn þá hjóna- levsi. Sex ár eru nú liðin síðan Páli var holað niður í kirkjugarðinn á Laugum að viðstöddu fjölmenni, svo enginn getur lengur efast um, að hann sé kominn undir græna torfu og Manga ekkja. Og þó er Gvendur ekki enn þá farinn að tala aftur við séra Ingimund og biðja hann að lýsa. Þetta kann að þykja undarlegt. Jafnvel séra Ingimundur er fyrir löngu farinn að vonast eftir Gvendi í áðurnefndum erindagerðum. Hann hefur lát- ið Gvend á sér skilja, að nú væri ekkert til fyrirstöðu með að gefa þau saman, hann og Möngu. Gvendi kom það ekki á óvart. Þó vildi hann, að það drægist eitthvað enn. Prófastur hafði minnst á þetta aftur og fékk sama svar. Gvendur hafði sínar ástæður til þess að vilja draga framkvæmd þessarar alvarlegu athafnar. Ástæðan var vissulega fleiri en ein. Fyrst og fremst var nú hreppstjórinn. Hann sat fast við sinn keip, vafa- laust. LTm það þurfti ekki að spurja, enda hafði Gvend- ur ekki spurt um það. Hann hafði ekki mikla löngun til að selja aleiguna, eða mikinn hluta hennar og leggja andvirðið fyrir fætur hreppstjórans. Og þurfa svo að öllum líkindum að leita á náðir hreppsins að vörmu spori. En svo var annað. Manga hafði semsé breyzt eftir komu Páls heitins. Og þó kannske sérstaklega eftir, að hann fannst. Gvendur fann vel, að hún hafði fjarlægst. Honum fannst jafnvel anda af henni kulda. Það bar við oftar en einu sinni, að hún var allstygg við hann í orð- um. Svo Gvendur var farinn að örvænta um sinn hag, Það hafði gengið svo langt, að hann hafði látið Möngu á sér skilja, að kannske væri bezt fyrir þau að slíta sam- vistum og hætta að búa. Þá hafði Manga sagt ekkert, en orðið hljóð við. Gekk svo um hríð. Fór Manga enn að breytast. Blíðkaðist hún nú mjög. Það endaði með því, að þau eignuðust saman barn. Það var telpa. Hún líktist móður sinni. Gvendur vildi láta hana heita Möngu. Var hún vatni ausin og skírð Margrét Guð- mundsdóttir. Það var síðast liðið haust. Vildi séra Ingi- mundur fyrir alla muni, að foreldrarnir gengu þá þeg- ar í hjónaband. Sagðist hann líta svo á, að hann bæri að nokkru leyti ábyrgð á því, hversu komið væri fyrir þeim, með því að hann hefði á sínum tíma bent Gvendi á að taka Möngu sér fyrir bústýru. Var séra Ingimund- ur ákveðinn í að láta ekki við svo búið standa og sagði Gvendi, að annað hvort yrðu þau að gifta sig eða hætta að búa saman á næsta ári, hann vildi ekki, að þau hlæðu niður ómegð ógift. Þetta hafði séra Ingimundur sagt Gvendi eftir messu pálmasunnudag. Hafði þetta komið svo flatt upp á Gvend, að hann hafði ekkert orð sagt. En þegar heim _ kom tilkynnti hann Möngu boð prófastsins. Möngu varð líka orðfall. En þegar þau fóru að ræða málið kom brátt í Ijós, að það var í raun og veru sveitarskuldin, sem nú var þrándur í götu. Að lokum komust þau að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að Gvendur færi upp að Laugum og segði prófasti eins og satt var, að hrepp- stjóri krefðist þess, að Manga borgaði alla skuld sína við hreppinn, áður en hún fengi samþykki yfirvalds- ins til þess að ganga í hjónaband. Þetta gerði Gvendur um sumarmálin. Hlustaði pró- fastur á mál Gvendar og sagðist skyldi tala við hrepp- stjóra og vita, hvort ekki myndi vera hægt að fá hann til að slá af kröfum sínum og samþykkja, að greiðsla færi fram í mörgum áföngum, smátt og smátt. Lofaði prófastur að beita áhrifum sínum í þá átt, en þar stóð 180 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.